Fórnarlamb þurfti að skipta um skóla Snærós Sindradóttir skrifar 13. júní 2015 12:00 Mennirnir fimm voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald þegar málið kom upp í maí í fyrra. Þeir neita nú allir sök. vísir/daníel „Við vonumst auðvitað til þess að þeir verði sakfelldir,“ segir Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, réttargæslumaður fórnarlambsins í hópnauðgunarmálinu. Mál fimmmenninganna sem gefið er að sök að hafa nauðgað sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í fyrra var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fórnarlambið var sextán ára þegar atvikið átti sér stað. „Brotaþoli hefur þurft að flýja heimili sitt ef við tölum hreint út. Hún hefur þurft að flýja heimili sitt og hefur búið annars staðar. Það er mjög erfitt í svona litlu samfélagi þegar það eru fimm aðilar sem ganga í sama skóla,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, réttargæslumaður brotaþola.Foreldrar stúlkunnar fara fram á rúmar tíu milljónir króna í miskabætur fyrir hönd hennar. „Það var gerð há bótakrafa í málinu sem lýsir því hversu alvarlegt málið er. Þetta er einstaklega erfitt mál. Það er mjög alvarlegt þegar svona hlutir koma upp og þú ert sextán ára og þarft að flytja í annað sveitarfélag.“ Eins og áður hefur komið fram lýstu fjórir mannanna sig saklausa við þingfestingu málsins í héraðsdómi í gær. Sá fimmti er búsettur í Svíþjóð en hann neitar líka sök. Mennirnir eru allir ákærðir fyrir að hafa nauðgað stúlkunni og neytt hana til munnmaka. Í ákæru er því lýst hvernig stúlkan gat ekki spornað við verknaðinum af ótta við mennina fimm. Þá er einn mannanna ákærður fyrir að hafa nauðgað henni aftur inni á baðherbergi íbúðarinnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins átti atvikið sér stað í lok samkvæmis í heimahúsi eins hinna ákærðu í Breiðholti. Heimildirnar herma að nær allir gestirnir, sem flestir voru undir lögaldri, hafi verið farnir úr samkvæminu þegar atvikið átti sér stað og að stúlkan hafi jafnvel verið ein eftir með mönnunum. Einn mannanna tók atvikið upp á myndband sem síðar var sýnt samnemendum stúlkunnar í matsal skólans. Það myndband er lagt fram sem sönnunargagn í málinu. Maðurinn er ákærður fyrir að brjóta gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum með upptöku og birtingu myndbandsins. Frestur til að skila greinargerð í málinu er til 2. september. Í kjölfarið fer fram aðalmeðferð. Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira
„Við vonumst auðvitað til þess að þeir verði sakfelldir,“ segir Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, réttargæslumaður fórnarlambsins í hópnauðgunarmálinu. Mál fimmmenninganna sem gefið er að sök að hafa nauðgað sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í fyrra var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fórnarlambið var sextán ára þegar atvikið átti sér stað. „Brotaþoli hefur þurft að flýja heimili sitt ef við tölum hreint út. Hún hefur þurft að flýja heimili sitt og hefur búið annars staðar. Það er mjög erfitt í svona litlu samfélagi þegar það eru fimm aðilar sem ganga í sama skóla,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, réttargæslumaður brotaþola.Foreldrar stúlkunnar fara fram á rúmar tíu milljónir króna í miskabætur fyrir hönd hennar. „Það var gerð há bótakrafa í málinu sem lýsir því hversu alvarlegt málið er. Þetta er einstaklega erfitt mál. Það er mjög alvarlegt þegar svona hlutir koma upp og þú ert sextán ára og þarft að flytja í annað sveitarfélag.“ Eins og áður hefur komið fram lýstu fjórir mannanna sig saklausa við þingfestingu málsins í héraðsdómi í gær. Sá fimmti er búsettur í Svíþjóð en hann neitar líka sök. Mennirnir eru allir ákærðir fyrir að hafa nauðgað stúlkunni og neytt hana til munnmaka. Í ákæru er því lýst hvernig stúlkan gat ekki spornað við verknaðinum af ótta við mennina fimm. Þá er einn mannanna ákærður fyrir að hafa nauðgað henni aftur inni á baðherbergi íbúðarinnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins átti atvikið sér stað í lok samkvæmis í heimahúsi eins hinna ákærðu í Breiðholti. Heimildirnar herma að nær allir gestirnir, sem flestir voru undir lögaldri, hafi verið farnir úr samkvæminu þegar atvikið átti sér stað og að stúlkan hafi jafnvel verið ein eftir með mönnunum. Einn mannanna tók atvikið upp á myndband sem síðar var sýnt samnemendum stúlkunnar í matsal skólans. Það myndband er lagt fram sem sönnunargagn í málinu. Maðurinn er ákærður fyrir að brjóta gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum með upptöku og birtingu myndbandsins. Frestur til að skila greinargerð í málinu er til 2. september. Í kjölfarið fer fram aðalmeðferð.
Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira