Erlent

Líknardráp vekur upp deilur

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Maðurinn hefur verið lamaður frá árinu 2008.
Maðurinn hefur verið lamaður frá árinu 2008. Fréttablaðið/AFP
Mikil ólga er í Frakklandi vegna úrskurðar Mannréttindadómstóls Evrópu um að slökkva á vélum sem halda Vincent Lambert, lömuðum frönskum manni, á lífi.

Lambert lenti í mótorhjólaslysi árið 2008 og hefur verið fullkomlega lamaður síðan þá. Hann bregst við umhverfi sínu en læknar telja hann hafa afar takmarkaða heilastarfsemi.

Fjölskylda Lambert er ekki á einu máli um hvernig eigi að huga að umönnun hans. Kona Lamberts, Rachel Lambert, og systkini hans telja það mannúðlegast að taka hann úr sambandi og leyfa honum að deyja en foreldrar hans, strangtrúaðir kaþólikkar, telja að hann þurfi betri umönnun. Læknar hafa ráðlagt fjölskyldunni að aftengja hann og lög í Frakklandi leyfa líknardráp af þessum toga. Þá hefur fjöldi mótmælenda og kaþólskra samtaka andmælt því að Lambert verði tekinn úr sambandi.

Á þriðjudaginn birtu baráttusamtök gegn líknardrápi myndband af Lambert þar sem hann virðist bregðast við umhverfi sínu. Með því vildu samtökin sýna fram á að Lambert væri enn við meðvitund en læknar hafa fordæmt myndbandsbirtinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×