Tímamót í íslensku tónlistarlífi? Jakob Frímann Magnússon og Víkingur Heiðar Ólafsson skrifar 16. júní 2015 07:00 Málefni tónlistarskóla hafa verið nokkuð í umræðunni undanfarið. Sveitarfélög sjá lögum samkvæmt um rekstur tónlistarskóla á grunn-, mið- og framhaldsstigi. Togstreitu hefur þó gætt í fjölda ára milli sveitarfélaga og ríkisins um kostnað vegna nemenda sem stunda nám á framhaldsstigi. Togstreitan hefur komið harkalega niður á þeim skólum sem öðru fremur hafa sinnt lengra komnum nemendum. Nú er svo komið að fjárhagsstaða téðra skóla er orðin svo bágborin að í sumum þeirra ríkir óvissa um hver mánaðamót hvort unnt sé að greiða kennurum laun. Þessi grafalvarlega staða bitnar að sjálfsögðu á öllu starfi skólanna og á nemendum í formi síhækkandi skólagjalda, takmörkunar á námsmöguleikum, skorts á nauðsynlegu viðhaldi o.fl. Tilraun var gerð til að leysa þessa deilu með tímabundnu samkomulagi ríkis og sveitarfélaga árið 2011 um eflingu tónlistarnáms. Samkomulagið hefur því miður ekki reynst til þess fallið að leysa vandann.Nýr valkostur Menntamálaráðuneyti skoðar nú möguleika á því að stofna nýjan tónlistarskóla sem hugsaður væri fyrir nemendur á framhaldsstigi sem hefðu áhuga á að leggja tónlist fyrir sig. Skólinn yrði rekinn af ríkinu og rökin fyrir honum eru allrar athygli verð að mati undirritaðra. Skólinn myndi bjóða upp á hágæðanám í sígildri og nýgildri tónlist með áhugaverðri skörun tónlistargreina og fjölbreyttum möguleikum á skapandi samstarfsverkefnum. Boðið yrði upp á sterkari tengingu við menntaskólanám en nú er fyrir hendi og skólagjöldum yrði stillt í hóf. Aukin þjöppun lengra kominna nemenda myndi leiða til jákvæðra hvata til náms og skólinn gæfi kost á samstarfi við skóla á landsbyggðinni í formi hljóðfærakennslu og fjarnámskennslu. Umfram allt myndi slík stofnun geta hraðað mjög framförum nemenda á því aldursskeiði sem af mörgum er talið mikilvægast á þroskaferli tónlistarmannsins. Þessi tíðindi gefa undirrituðum tilefni til að ætla að nú standi loks til að blása til sóknar í málefnum tónlistarskólanna. Við fögnum því frumkvæði menntamálaráðherra að koma til móts við lengra komna tónlistarnemendur og leysa deilumál sem staðið hafa allt of lengi. Margt þarf auðvitað að koma til, og ber þar sérstaklega að nefna samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um að áfram verði boðið upp á framhaldsstigsnám í öðrum tónlistarskólum. Áhugavert verður að fylgjast með þeirri stefnumótunarvinnu sem framundan er, en slíkur skóli gæti markað merk tímamót í íslensku tónlistarlífi og menntun tónlistarnemenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Málefni tónlistarskóla hafa verið nokkuð í umræðunni undanfarið. Sveitarfélög sjá lögum samkvæmt um rekstur tónlistarskóla á grunn-, mið- og framhaldsstigi. Togstreitu hefur þó gætt í fjölda ára milli sveitarfélaga og ríkisins um kostnað vegna nemenda sem stunda nám á framhaldsstigi. Togstreitan hefur komið harkalega niður á þeim skólum sem öðru fremur hafa sinnt lengra komnum nemendum. Nú er svo komið að fjárhagsstaða téðra skóla er orðin svo bágborin að í sumum þeirra ríkir óvissa um hver mánaðamót hvort unnt sé að greiða kennurum laun. Þessi grafalvarlega staða bitnar að sjálfsögðu á öllu starfi skólanna og á nemendum í formi síhækkandi skólagjalda, takmörkunar á námsmöguleikum, skorts á nauðsynlegu viðhaldi o.fl. Tilraun var gerð til að leysa þessa deilu með tímabundnu samkomulagi ríkis og sveitarfélaga árið 2011 um eflingu tónlistarnáms. Samkomulagið hefur því miður ekki reynst til þess fallið að leysa vandann.Nýr valkostur Menntamálaráðuneyti skoðar nú möguleika á því að stofna nýjan tónlistarskóla sem hugsaður væri fyrir nemendur á framhaldsstigi sem hefðu áhuga á að leggja tónlist fyrir sig. Skólinn yrði rekinn af ríkinu og rökin fyrir honum eru allrar athygli verð að mati undirritaðra. Skólinn myndi bjóða upp á hágæðanám í sígildri og nýgildri tónlist með áhugaverðri skörun tónlistargreina og fjölbreyttum möguleikum á skapandi samstarfsverkefnum. Boðið yrði upp á sterkari tengingu við menntaskólanám en nú er fyrir hendi og skólagjöldum yrði stillt í hóf. Aukin þjöppun lengra kominna nemenda myndi leiða til jákvæðra hvata til náms og skólinn gæfi kost á samstarfi við skóla á landsbyggðinni í formi hljóðfærakennslu og fjarnámskennslu. Umfram allt myndi slík stofnun geta hraðað mjög framförum nemenda á því aldursskeiði sem af mörgum er talið mikilvægast á þroskaferli tónlistarmannsins. Þessi tíðindi gefa undirrituðum tilefni til að ætla að nú standi loks til að blása til sóknar í málefnum tónlistarskólanna. Við fögnum því frumkvæði menntamálaráðherra að koma til móts við lengra komna tónlistarnemendur og leysa deilumál sem staðið hafa allt of lengi. Margt þarf auðvitað að koma til, og ber þar sérstaklega að nefna samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um að áfram verði boðið upp á framhaldsstigsnám í öðrum tónlistarskólum. Áhugavert verður að fylgjast með þeirri stefnumótunarvinnu sem framundan er, en slíkur skóli gæti markað merk tímamót í íslensku tónlistarlífi og menntun tónlistarnemenda.
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun