Þingflokkum myndi fækka um einn Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. júní 2015 07:00 Björt Framtíð myndi ekki ná kjörnum manni á Alþingi ef kosið yrði nú. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Flokkurinn fengi 3,3 prósent atkvæða. Píratar yrðu langstærsti flokkurinn og fengju 37,5 prósent atkvæða. Þeir myndu fá 26 þingmenn kjörna. Sjálfstæðisflokkurinn yrði næststærsti flokkurinn á þingi, fengi 29,5 prósent og 20 þingmenn kjörna. Það er einum þingmanni meira en flokkurinn fékk kjörna í síðustu alþingiskosningum. Brynhildur Pétursdóttir, varaformaður þingflokks Bjartrar framtíðar, segir að niðurstöðurnar komi sér á óvart. Hún bendir á að þegar best lét hafi flokkurinn farið nærri 20 prósenta fylgi í könnunum. Ekki sé endilega hægt að gera ráð fyrir að slíkt fylgi haldist. „En mér hefði fundist að við ættum að geta hangið í kjörfylgi og frekar bætt í. Þannig að mér finnst þetta vera áhyggjuefni,“ segir hún. Tvö ný framboð náðu kjörnum þingmönnum í síðustu kosningum. Það voru Björt framtíð og Píratar. Fyrrnefndi flokkurinn fékk 8,3 prósent atkvæða en sá síðarnefndi fékk 5,1 prósent. Fylgi þessara tveggja framboða í könnunum hefur þróast með mjög ólíku móti á þessu ári. Á meðan Píratar bæta við sig fylgi minnkar fylgið við Bjarta framtíð. Í könnun Fréttablaðsins í nóvember á síðasta ári voru Píratar með 9,2 prósenta fylgi, en Björt framtíð með 12,5 prósent. Eftir áramót fór fylgi Píratanna svo að aukast og hefur vaxið umtalsvert á milli kannana. Í könnun Fréttablaðsins 18. og 19. mars var Björt framtíð með 9 prósenta fylgi en Píratar með 29,1 prósent.Brynhildur Pétursdóttir„Píratar eru klárlega að taka fylgi af okkur og öllum væntanlega,“ segir Brynhildur. Hún segir að þeir sem eru ósáttir við stefnu ríkisstjórnarflokkanna og ættu kannski að sjá Bjarta framtíð sem valkost geri það einhverra hluta vegna ekki. „Og það er auðvitað áhyggjuefni,“ segir hún. Það sé augljóst að Björt framtíð nái ekki að koma því til skila sem flokkurinn sé að gera. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar yrði ekki mynduð tveggja flokka stjórn án Pírata. Í fyrsta sinn mælast þeir nú með það mikið fylgi að þeir gætu valið sér tvenns konar tveggja flokka stjórn. Ef þeir kysu að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum yrði það 46 manna meirihluti. Ef þeir kysu að mynda meirihluta með Samfylkingunni yrði það 33 manna meirihluti. Þingmenn eru 63 og því getur minnsti mögulegi þingmeirihluti verið skipaður 32 þingmönnum. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Björt Framtíð myndi ekki ná kjörnum manni á Alþingi ef kosið yrði nú. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Flokkurinn fengi 3,3 prósent atkvæða. Píratar yrðu langstærsti flokkurinn og fengju 37,5 prósent atkvæða. Þeir myndu fá 26 þingmenn kjörna. Sjálfstæðisflokkurinn yrði næststærsti flokkurinn á þingi, fengi 29,5 prósent og 20 þingmenn kjörna. Það er einum þingmanni meira en flokkurinn fékk kjörna í síðustu alþingiskosningum. Brynhildur Pétursdóttir, varaformaður þingflokks Bjartrar framtíðar, segir að niðurstöðurnar komi sér á óvart. Hún bendir á að þegar best lét hafi flokkurinn farið nærri 20 prósenta fylgi í könnunum. Ekki sé endilega hægt að gera ráð fyrir að slíkt fylgi haldist. „En mér hefði fundist að við ættum að geta hangið í kjörfylgi og frekar bætt í. Þannig að mér finnst þetta vera áhyggjuefni,“ segir hún. Tvö ný framboð náðu kjörnum þingmönnum í síðustu kosningum. Það voru Björt framtíð og Píratar. Fyrrnefndi flokkurinn fékk 8,3 prósent atkvæða en sá síðarnefndi fékk 5,1 prósent. Fylgi þessara tveggja framboða í könnunum hefur þróast með mjög ólíku móti á þessu ári. Á meðan Píratar bæta við sig fylgi minnkar fylgið við Bjarta framtíð. Í könnun Fréttablaðsins í nóvember á síðasta ári voru Píratar með 9,2 prósenta fylgi, en Björt framtíð með 12,5 prósent. Eftir áramót fór fylgi Píratanna svo að aukast og hefur vaxið umtalsvert á milli kannana. Í könnun Fréttablaðsins 18. og 19. mars var Björt framtíð með 9 prósenta fylgi en Píratar með 29,1 prósent.Brynhildur Pétursdóttir„Píratar eru klárlega að taka fylgi af okkur og öllum væntanlega,“ segir Brynhildur. Hún segir að þeir sem eru ósáttir við stefnu ríkisstjórnarflokkanna og ættu kannski að sjá Bjarta framtíð sem valkost geri það einhverra hluta vegna ekki. „Og það er auðvitað áhyggjuefni,“ segir hún. Það sé augljóst að Björt framtíð nái ekki að koma því til skila sem flokkurinn sé að gera. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar yrði ekki mynduð tveggja flokka stjórn án Pírata. Í fyrsta sinn mælast þeir nú með það mikið fylgi að þeir gætu valið sér tvenns konar tveggja flokka stjórn. Ef þeir kysu að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum yrði það 46 manna meirihluti. Ef þeir kysu að mynda meirihluta með Samfylkingunni yrði það 33 manna meirihluti. Þingmenn eru 63 og því getur minnsti mögulegi þingmeirihluti verið skipaður 32 þingmönnum.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira