Fékk skotvopnið í afmælisgjöf Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. júní 2015 07:00 Dylann Storm Roof. Á jakka ódæðismannsins má sjá fána tveggja fyrrverandi aðskilnaðarríkja í Afríku. nordicphotos/AFP Rúmlega tvítugur maður myrti í fyrrakvöld níu manns, sex karla og þrjár konur, í kirkju í borginni Charleston í Suður-Karólínu. Lögreglan segir augljóst að kynþáttahatur hafi búið að baki. Morðinginn var hvítur en hin myrtu dökk á hörund. Kirkjan er ein af elstu kirkjum þeldökkra í Bandaríkjunum og á sér merkilega sögu. Meðal hinna látnu var prestur kirkjunnar, Clementa Pinckney, sem einnig var öldungadeildarþingmaður á ríkisþinginu í Suður-Karólínu. Átta manns létust á vettvangi en fjórir til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús og lést einn þeirra á sjúkrahúsi stuttu síðar. Árásarmaðurinn heitir Dylann Storm Roof og er 21 árs gamall. Að sögn Reuters-fréttastofunnar fékk hann byssu frá föður sínum í afmælisgjöf þegar hann varð 21 árs í apríl síðastliðnum. Hann flúði af vettvangi og hófst þegar viðamikil leit að honum. Lögreglan hafði svo hendur í hári hans tæpum sólarhring síðar í bænum Shelby, um það bil 300 kílómetrum austur af Charleston, rétt norðan landamæra Suður-Karólínu. Fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC ræddi við fólk sem lifði af skotárásina í kirkjunni. Það sagði Roof hafa komið inn í kirkjuna þegar fræðslufundur var að hefjast, spurt eftir prestinum og sest við hliðina á honum. Þegar fundinum lauk tók hann upp byssuna, stóð upp og tilkynnti að hann væri þangað kominn til að skjóta svart fólk, og hóf skothríð. Að sögn vitna hlóð hann byssuna fimm sinnum áður en hann hætti og yfirgaf kirkjuna. „Ég verð að gera þetta,“ segir viðmælandi NBC að Roof hafi sagt, þegar reynt var að fá hann ofan af því að skjóta fleiri. „Þið nauðgið konunum okkar og eruð að taka völdin í landinu. Og þið verðið að fara.“ Roof er sagður hafa verið rólyndispiltur en á Facebook-síðu hans er mynd af honum í jakka með fánamerkjum aðskilnaðarstjórnanna í Suður-Afríku og Ródesíu, sem nú heitir Simbabve. Athygli vekur að margir Facebook-vina hans eru þeldökkir. Kirkjan í Charleston er elsta kirkja Afrísku meþódistakirkjunnar í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Hún var stofnuð árið 1791 af hópi svartra manna, bæði frjálsra og þræla. Kirkjan brann 95 árum síðar en var endurreist á 100 ára afmælinu, árið 1891.FJöldamorð á fárra vikna fresti Samkvæmt tölum frá Bandarísku alríkislögreglunni eru fjöldamorð með skotvopnum framin í Bandaríkjunum á fárra vikna fresti. Á árunum 2000 til 2013 voru 160 fjöldamorð framin í Bandaríkjunum, sem kostuðu rúmlega þúsund manns lífið. Tíðni fjöldamorða í Bandaríkjunum hefur hækkað, úr 6,4 á ári fyrstu sjö ár tímabilsins í 16,4 á ári seinni sjö árin. Flest fjöldamorðin hafa verið framin í verslunum eða verslunarmiðstöðvum, en næstflest í skólum. Að minnsta kosti tvisvar á síðustu árum hafa verið framin fjöldamorð í trúarhúsum: Í ágúst 2012 voru framin fjöldamorð í hofi síkha í Wisconsin, en í apríl 2014 í bænahúsi gyðinga í Kansas City. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Rúmlega tvítugur maður myrti í fyrrakvöld níu manns, sex karla og þrjár konur, í kirkju í borginni Charleston í Suður-Karólínu. Lögreglan segir augljóst að kynþáttahatur hafi búið að baki. Morðinginn var hvítur en hin myrtu dökk á hörund. Kirkjan er ein af elstu kirkjum þeldökkra í Bandaríkjunum og á sér merkilega sögu. Meðal hinna látnu var prestur kirkjunnar, Clementa Pinckney, sem einnig var öldungadeildarþingmaður á ríkisþinginu í Suður-Karólínu. Átta manns létust á vettvangi en fjórir til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús og lést einn þeirra á sjúkrahúsi stuttu síðar. Árásarmaðurinn heitir Dylann Storm Roof og er 21 árs gamall. Að sögn Reuters-fréttastofunnar fékk hann byssu frá föður sínum í afmælisgjöf þegar hann varð 21 árs í apríl síðastliðnum. Hann flúði af vettvangi og hófst þegar viðamikil leit að honum. Lögreglan hafði svo hendur í hári hans tæpum sólarhring síðar í bænum Shelby, um það bil 300 kílómetrum austur af Charleston, rétt norðan landamæra Suður-Karólínu. Fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC ræddi við fólk sem lifði af skotárásina í kirkjunni. Það sagði Roof hafa komið inn í kirkjuna þegar fræðslufundur var að hefjast, spurt eftir prestinum og sest við hliðina á honum. Þegar fundinum lauk tók hann upp byssuna, stóð upp og tilkynnti að hann væri þangað kominn til að skjóta svart fólk, og hóf skothríð. Að sögn vitna hlóð hann byssuna fimm sinnum áður en hann hætti og yfirgaf kirkjuna. „Ég verð að gera þetta,“ segir viðmælandi NBC að Roof hafi sagt, þegar reynt var að fá hann ofan af því að skjóta fleiri. „Þið nauðgið konunum okkar og eruð að taka völdin í landinu. Og þið verðið að fara.“ Roof er sagður hafa verið rólyndispiltur en á Facebook-síðu hans er mynd af honum í jakka með fánamerkjum aðskilnaðarstjórnanna í Suður-Afríku og Ródesíu, sem nú heitir Simbabve. Athygli vekur að margir Facebook-vina hans eru þeldökkir. Kirkjan í Charleston er elsta kirkja Afrísku meþódistakirkjunnar í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Hún var stofnuð árið 1791 af hópi svartra manna, bæði frjálsra og þræla. Kirkjan brann 95 árum síðar en var endurreist á 100 ára afmælinu, árið 1891.FJöldamorð á fárra vikna fresti Samkvæmt tölum frá Bandarísku alríkislögreglunni eru fjöldamorð með skotvopnum framin í Bandaríkjunum á fárra vikna fresti. Á árunum 2000 til 2013 voru 160 fjöldamorð framin í Bandaríkjunum, sem kostuðu rúmlega þúsund manns lífið. Tíðni fjöldamorða í Bandaríkjunum hefur hækkað, úr 6,4 á ári fyrstu sjö ár tímabilsins í 16,4 á ári seinni sjö árin. Flest fjöldamorðin hafa verið framin í verslunum eða verslunarmiðstöðvum, en næstflest í skólum. Að minnsta kosti tvisvar á síðustu árum hafa verið framin fjöldamorð í trúarhúsum: Í ágúst 2012 voru framin fjöldamorð í hofi síkha í Wisconsin, en í apríl 2014 í bænahúsi gyðinga í Kansas City.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira