Lífið

Frægasti sauðfjárgetnaðurinn á Íslandi

Gunnhildur Jónsdóttir skrifar
Magnús bóndi alsæll með fallegu afkvæmin.
Magnús bóndi alsæll með fallegu afkvæmin. Mynd/Diljá
Þeir sem hafa séð myndina Hrúta, sem leikstýrt er af Grími Hákonarsyni, muna eflaust eftir eðlun hrúts og kindar í einu atriði myndarinnar.

Magnús Skarphéðinsson, bóndi í Bárðardal, sá um sauðféð við upptökur og sagði það hafa staðið sig afar vel. „Þetta var ekkert mál fyrir þau. Getnaðurinn náðist í einni töku og þau stóðu sig með prýði.“

Kindin bar lömbum í mars sem voru getin við upptöku á myndinni. „Það heilsast öllum vel hér á bæ og lömbin eru við hestaheilsu,“ segir Magnús.

Kvikmyndin er enn í sýningu í bíóhúsum landsins ef fólk vill fá að sjá með eigin augum þessa fallegu stund. Myndin vakti mikla lukku á Cannes-hátíðinni í maí síðastliðnum.

Hún hlaut meðal annars lof allra helstu gagnrýnenda og var fyrsta íslenska myndin í fullri lengd til þess að vinna Un Certain Regard-verðlaunin.


Tengdar fréttir

Hrútar frumsýnd á Íslandi í kvöld

Verðlaunamyndin Hrútar verður frumsýnd hér á landi norður í Reykjadal í kvöld. Stöð tvö hitti sigurreifa menn á Reykjavíkurflugvelli í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×