Erlent

Um 150 hafa látist sökum hita

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Íbúar í Karachi hafa tekið upp á ýmsu til að kæla sig niður. Til dæmis að stinga sér til sunds í ánum Malir og Lyari.
Íbúar í Karachi hafa tekið upp á ýmsu til að kæla sig niður. Til dæmis að stinga sér til sunds í ánum Malir og Lyari. nordicphotos/afp
Mikil hitabylgja geisar nú í hafnarborginni Karachi, stærstu borg Pakistan, og nærliggjandi héröðum. Hitinn hefur undanfarna daga farið upp í um 45 gráður á Celsius. Um 150 manns hafa látist sökum hitans.

Yfirvöld í Karachi og svæðinu umhverfis borgina hafa lýst yfir neyðarástandi og meðal annars kallað allt heilbrigðisstarfsfólk úr sumarfríum sínum.

Búist er við því að hitinn lækki á næstu dögum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×