Leið okkar til langlífis og offitu Óttar Snædal skrifar 24. júní 2015 11:00 Það liggur óþefur yfir landinu þessa dagana. Hann smýgur milli þilja og ónáðar saklaust fólk á heimilum sínum, ekki síst á nóttunni. Eins og fólk hefur örugglega getið sér til stafar fnykurinn af orðræðunni gegn kapítalismanum. Það virðist nefnilega svo að margir hafi að undanförnu snúist gegn frjálsum markaðsbúskap eða í það minnsta að andstæðingar hafi fundið skoðunum sínum frjóan jarðveg. Brjálæðislegt? Vissulega, en fréttatímar, pistlaskrif og ræðuhöld í miðbænum hafa heldur styrkt þá skoðun að undanförnu að frjáls markaður sé ekki lengur móðins, eins og hann var nú kúl fyrir hrun. Þetta er varhugaverð þróun í ljósi þess að ekkert hefur reynst eins vel og frjáls markaður í að bæta kjör fjöldans. Hrunið íslenska hefur engu um það breytt. Við erum ríkari en við upphaf aldarinnar, kaupmáttur er meiri og við lifum lengur þrátt fyrir velmegunarspikið. Klassískt er að benda á að hvergi hafa þeir fátækustu það betra en í löndum þar sem frelsi er mikið í viðskiptum en einnig má líta til þeirrar lygilegu þróunar sem orðið hefur frá iðnbyltingu, upphafi alþjóðlegs markaðshagkerfis og kapítalisma. Á þeim 200 árum sem frá eru liðin hefur mannkynið sjöfaldast að stærð á sama tíma og lífskjör hafa rokið upp. Offitan hefur tekið við af næringarskortinum og langlífi af barnadauða. Það má færa sterk rök fyrir því að hér sé slegið vindhögg, auðvitað er andstaða við iðnbyltingu 18. aldar hverfandi hér á landi. Margt ber þó að sama brunni. Síðastliðnir áratugir eru af sumum taldir misheppnuð frjálshyggjutilraun, sem aukið hafi ójöfnuð og komið illa við okkar fátækustu meðbræður og systur. Erfitt er þó að sætta það sjónarmið við framfarirnar sem við okkur blasa. Auðvitað eru snjallsímar, töfrasprotar og sushi-staðir á Akureyri mikil framför en það sem stendur upp úr eru þær milljónir jarðarbúa sem hafa brotist úr fátækt á síðustu 40 árum.Hlutfall jarðarbúa sem lifa á minna en 1 ½ dollara á dag (á föstu verðlagi) hefur fallið úr um 53% árið 1981 niðrí um 17% nú. Það samsvarar því að um 2,5 milljarðar manna hafi sloppið úr allra sárustu fátækt. Vöxtur fátækari þjóða hefur valdið því að ójafnaðarstuðullinn, GINI, fyrir mannkynið í heild hefur verið á niðurleið síðastliðin 40 ár. Minnkun fátæktar hefur verið nokkuð almenn í heiminum á þessum tíma og þó að á hverjum stað hafi hún sín sérkenni þá er eitt sammerkt í flestum ríkjum. Fátækt er nánast spegilmynd af hagvexti. Þar sem við höfum hagvöxt, höfum við minnkandi fátækt. Efnahagslegur uppgangur hvers ríkis er því von fátæka mannsins og hver réttsýn manneskja fagnar því þegar fyrirtæki færa framleiðslu sína til fátækari ríkja. Sárasti misskilningurinn varðandi frelsi í viðskiptum er að telja það harðneskjulega lífssýn að vilja láta markaðinn ráða. Líklega væri best að hætta að tala um markaðinn, hætta útgáfu allra innblaða sem bera það nafn, og vísa heldur til þess að við erum markaðurinn. Markaðsfrelsi gengur út á frjáls samskipti fólks, bæði að fólk hafi val um hvers það neytir og ekki síður að fólk fái að framleiða það sem það telur að aðrir vilji neyta. Allt gengur þetta út á samstarf án valdboðs. Við slíkt umhverfi förum við út fyrir eigin getu, verðum sem heilasellur í flóknu apparati sem enginn hefur fullkomna yfirsýn yfir eða umsjón með. Engin ein manneskja getur búið til tölvu, ekki frekar en blýant, strokleður eða strætómiða. Aðföngin koma víða að, fólk af ýmsu þjóðerni, dreift um heiminn, sérhæfir sig í mismunandi þáttum framleiðsluferlisins svo að á endanum sitjum við í raflýstu húsi og étum Snickers. Er það ekki draumurinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Það liggur óþefur yfir landinu þessa dagana. Hann smýgur milli þilja og ónáðar saklaust fólk á heimilum sínum, ekki síst á nóttunni. Eins og fólk hefur örugglega getið sér til stafar fnykurinn af orðræðunni gegn kapítalismanum. Það virðist nefnilega svo að margir hafi að undanförnu snúist gegn frjálsum markaðsbúskap eða í það minnsta að andstæðingar hafi fundið skoðunum sínum frjóan jarðveg. Brjálæðislegt? Vissulega, en fréttatímar, pistlaskrif og ræðuhöld í miðbænum hafa heldur styrkt þá skoðun að undanförnu að frjáls markaður sé ekki lengur móðins, eins og hann var nú kúl fyrir hrun. Þetta er varhugaverð þróun í ljósi þess að ekkert hefur reynst eins vel og frjáls markaður í að bæta kjör fjöldans. Hrunið íslenska hefur engu um það breytt. Við erum ríkari en við upphaf aldarinnar, kaupmáttur er meiri og við lifum lengur þrátt fyrir velmegunarspikið. Klassískt er að benda á að hvergi hafa þeir fátækustu það betra en í löndum þar sem frelsi er mikið í viðskiptum en einnig má líta til þeirrar lygilegu þróunar sem orðið hefur frá iðnbyltingu, upphafi alþjóðlegs markaðshagkerfis og kapítalisma. Á þeim 200 árum sem frá eru liðin hefur mannkynið sjöfaldast að stærð á sama tíma og lífskjör hafa rokið upp. Offitan hefur tekið við af næringarskortinum og langlífi af barnadauða. Það má færa sterk rök fyrir því að hér sé slegið vindhögg, auðvitað er andstaða við iðnbyltingu 18. aldar hverfandi hér á landi. Margt ber þó að sama brunni. Síðastliðnir áratugir eru af sumum taldir misheppnuð frjálshyggjutilraun, sem aukið hafi ójöfnuð og komið illa við okkar fátækustu meðbræður og systur. Erfitt er þó að sætta það sjónarmið við framfarirnar sem við okkur blasa. Auðvitað eru snjallsímar, töfrasprotar og sushi-staðir á Akureyri mikil framför en það sem stendur upp úr eru þær milljónir jarðarbúa sem hafa brotist úr fátækt á síðustu 40 árum.Hlutfall jarðarbúa sem lifa á minna en 1 ½ dollara á dag (á föstu verðlagi) hefur fallið úr um 53% árið 1981 niðrí um 17% nú. Það samsvarar því að um 2,5 milljarðar manna hafi sloppið úr allra sárustu fátækt. Vöxtur fátækari þjóða hefur valdið því að ójafnaðarstuðullinn, GINI, fyrir mannkynið í heild hefur verið á niðurleið síðastliðin 40 ár. Minnkun fátæktar hefur verið nokkuð almenn í heiminum á þessum tíma og þó að á hverjum stað hafi hún sín sérkenni þá er eitt sammerkt í flestum ríkjum. Fátækt er nánast spegilmynd af hagvexti. Þar sem við höfum hagvöxt, höfum við minnkandi fátækt. Efnahagslegur uppgangur hvers ríkis er því von fátæka mannsins og hver réttsýn manneskja fagnar því þegar fyrirtæki færa framleiðslu sína til fátækari ríkja. Sárasti misskilningurinn varðandi frelsi í viðskiptum er að telja það harðneskjulega lífssýn að vilja láta markaðinn ráða. Líklega væri best að hætta að tala um markaðinn, hætta útgáfu allra innblaða sem bera það nafn, og vísa heldur til þess að við erum markaðurinn. Markaðsfrelsi gengur út á frjáls samskipti fólks, bæði að fólk hafi val um hvers það neytir og ekki síður að fólk fái að framleiða það sem það telur að aðrir vilji neyta. Allt gengur þetta út á samstarf án valdboðs. Við slíkt umhverfi förum við út fyrir eigin getu, verðum sem heilasellur í flóknu apparati sem enginn hefur fullkomna yfirsýn yfir eða umsjón með. Engin ein manneskja getur búið til tölvu, ekki frekar en blýant, strokleður eða strætómiða. Aðföngin koma víða að, fólk af ýmsu þjóðerni, dreift um heiminn, sérhæfir sig í mismunandi þáttum framleiðsluferlisins svo að á endanum sitjum við í raflýstu húsi og étum Snickers. Er það ekki draumurinn?
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun