Leið okkar til langlífis og offitu Óttar Snædal skrifar 24. júní 2015 11:00 Það liggur óþefur yfir landinu þessa dagana. Hann smýgur milli þilja og ónáðar saklaust fólk á heimilum sínum, ekki síst á nóttunni. Eins og fólk hefur örugglega getið sér til stafar fnykurinn af orðræðunni gegn kapítalismanum. Það virðist nefnilega svo að margir hafi að undanförnu snúist gegn frjálsum markaðsbúskap eða í það minnsta að andstæðingar hafi fundið skoðunum sínum frjóan jarðveg. Brjálæðislegt? Vissulega, en fréttatímar, pistlaskrif og ræðuhöld í miðbænum hafa heldur styrkt þá skoðun að undanförnu að frjáls markaður sé ekki lengur móðins, eins og hann var nú kúl fyrir hrun. Þetta er varhugaverð þróun í ljósi þess að ekkert hefur reynst eins vel og frjáls markaður í að bæta kjör fjöldans. Hrunið íslenska hefur engu um það breytt. Við erum ríkari en við upphaf aldarinnar, kaupmáttur er meiri og við lifum lengur þrátt fyrir velmegunarspikið. Klassískt er að benda á að hvergi hafa þeir fátækustu það betra en í löndum þar sem frelsi er mikið í viðskiptum en einnig má líta til þeirrar lygilegu þróunar sem orðið hefur frá iðnbyltingu, upphafi alþjóðlegs markaðshagkerfis og kapítalisma. Á þeim 200 árum sem frá eru liðin hefur mannkynið sjöfaldast að stærð á sama tíma og lífskjör hafa rokið upp. Offitan hefur tekið við af næringarskortinum og langlífi af barnadauða. Það má færa sterk rök fyrir því að hér sé slegið vindhögg, auðvitað er andstaða við iðnbyltingu 18. aldar hverfandi hér á landi. Margt ber þó að sama brunni. Síðastliðnir áratugir eru af sumum taldir misheppnuð frjálshyggjutilraun, sem aukið hafi ójöfnuð og komið illa við okkar fátækustu meðbræður og systur. Erfitt er þó að sætta það sjónarmið við framfarirnar sem við okkur blasa. Auðvitað eru snjallsímar, töfrasprotar og sushi-staðir á Akureyri mikil framför en það sem stendur upp úr eru þær milljónir jarðarbúa sem hafa brotist úr fátækt á síðustu 40 árum.Hlutfall jarðarbúa sem lifa á minna en 1 ½ dollara á dag (á föstu verðlagi) hefur fallið úr um 53% árið 1981 niðrí um 17% nú. Það samsvarar því að um 2,5 milljarðar manna hafi sloppið úr allra sárustu fátækt. Vöxtur fátækari þjóða hefur valdið því að ójafnaðarstuðullinn, GINI, fyrir mannkynið í heild hefur verið á niðurleið síðastliðin 40 ár. Minnkun fátæktar hefur verið nokkuð almenn í heiminum á þessum tíma og þó að á hverjum stað hafi hún sín sérkenni þá er eitt sammerkt í flestum ríkjum. Fátækt er nánast spegilmynd af hagvexti. Þar sem við höfum hagvöxt, höfum við minnkandi fátækt. Efnahagslegur uppgangur hvers ríkis er því von fátæka mannsins og hver réttsýn manneskja fagnar því þegar fyrirtæki færa framleiðslu sína til fátækari ríkja. Sárasti misskilningurinn varðandi frelsi í viðskiptum er að telja það harðneskjulega lífssýn að vilja láta markaðinn ráða. Líklega væri best að hætta að tala um markaðinn, hætta útgáfu allra innblaða sem bera það nafn, og vísa heldur til þess að við erum markaðurinn. Markaðsfrelsi gengur út á frjáls samskipti fólks, bæði að fólk hafi val um hvers það neytir og ekki síður að fólk fái að framleiða það sem það telur að aðrir vilji neyta. Allt gengur þetta út á samstarf án valdboðs. Við slíkt umhverfi förum við út fyrir eigin getu, verðum sem heilasellur í flóknu apparati sem enginn hefur fullkomna yfirsýn yfir eða umsjón með. Engin ein manneskja getur búið til tölvu, ekki frekar en blýant, strokleður eða strætómiða. Aðföngin koma víða að, fólk af ýmsu þjóðerni, dreift um heiminn, sérhæfir sig í mismunandi þáttum framleiðsluferlisins svo að á endanum sitjum við í raflýstu húsi og étum Snickers. Er það ekki draumurinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Það liggur óþefur yfir landinu þessa dagana. Hann smýgur milli þilja og ónáðar saklaust fólk á heimilum sínum, ekki síst á nóttunni. Eins og fólk hefur örugglega getið sér til stafar fnykurinn af orðræðunni gegn kapítalismanum. Það virðist nefnilega svo að margir hafi að undanförnu snúist gegn frjálsum markaðsbúskap eða í það minnsta að andstæðingar hafi fundið skoðunum sínum frjóan jarðveg. Brjálæðislegt? Vissulega, en fréttatímar, pistlaskrif og ræðuhöld í miðbænum hafa heldur styrkt þá skoðun að undanförnu að frjáls markaður sé ekki lengur móðins, eins og hann var nú kúl fyrir hrun. Þetta er varhugaverð þróun í ljósi þess að ekkert hefur reynst eins vel og frjáls markaður í að bæta kjör fjöldans. Hrunið íslenska hefur engu um það breytt. Við erum ríkari en við upphaf aldarinnar, kaupmáttur er meiri og við lifum lengur þrátt fyrir velmegunarspikið. Klassískt er að benda á að hvergi hafa þeir fátækustu það betra en í löndum þar sem frelsi er mikið í viðskiptum en einnig má líta til þeirrar lygilegu þróunar sem orðið hefur frá iðnbyltingu, upphafi alþjóðlegs markaðshagkerfis og kapítalisma. Á þeim 200 árum sem frá eru liðin hefur mannkynið sjöfaldast að stærð á sama tíma og lífskjör hafa rokið upp. Offitan hefur tekið við af næringarskortinum og langlífi af barnadauða. Það má færa sterk rök fyrir því að hér sé slegið vindhögg, auðvitað er andstaða við iðnbyltingu 18. aldar hverfandi hér á landi. Margt ber þó að sama brunni. Síðastliðnir áratugir eru af sumum taldir misheppnuð frjálshyggjutilraun, sem aukið hafi ójöfnuð og komið illa við okkar fátækustu meðbræður og systur. Erfitt er þó að sætta það sjónarmið við framfarirnar sem við okkur blasa. Auðvitað eru snjallsímar, töfrasprotar og sushi-staðir á Akureyri mikil framför en það sem stendur upp úr eru þær milljónir jarðarbúa sem hafa brotist úr fátækt á síðustu 40 árum.Hlutfall jarðarbúa sem lifa á minna en 1 ½ dollara á dag (á föstu verðlagi) hefur fallið úr um 53% árið 1981 niðrí um 17% nú. Það samsvarar því að um 2,5 milljarðar manna hafi sloppið úr allra sárustu fátækt. Vöxtur fátækari þjóða hefur valdið því að ójafnaðarstuðullinn, GINI, fyrir mannkynið í heild hefur verið á niðurleið síðastliðin 40 ár. Minnkun fátæktar hefur verið nokkuð almenn í heiminum á þessum tíma og þó að á hverjum stað hafi hún sín sérkenni þá er eitt sammerkt í flestum ríkjum. Fátækt er nánast spegilmynd af hagvexti. Þar sem við höfum hagvöxt, höfum við minnkandi fátækt. Efnahagslegur uppgangur hvers ríkis er því von fátæka mannsins og hver réttsýn manneskja fagnar því þegar fyrirtæki færa framleiðslu sína til fátækari ríkja. Sárasti misskilningurinn varðandi frelsi í viðskiptum er að telja það harðneskjulega lífssýn að vilja láta markaðinn ráða. Líklega væri best að hætta að tala um markaðinn, hætta útgáfu allra innblaða sem bera það nafn, og vísa heldur til þess að við erum markaðurinn. Markaðsfrelsi gengur út á frjáls samskipti fólks, bæði að fólk hafi val um hvers það neytir og ekki síður að fólk fái að framleiða það sem það telur að aðrir vilji neyta. Allt gengur þetta út á samstarf án valdboðs. Við slíkt umhverfi förum við út fyrir eigin getu, verðum sem heilasellur í flóknu apparati sem enginn hefur fullkomna yfirsýn yfir eða umsjón með. Engin ein manneskja getur búið til tölvu, ekki frekar en blýant, strokleður eða strætómiða. Aðföngin koma víða að, fólk af ýmsu þjóðerni, dreift um heiminn, sérhæfir sig í mismunandi þáttum framleiðsluferlisins svo að á endanum sitjum við í raflýstu húsi og étum Snickers. Er það ekki draumurinn?
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun