Útgáfa ljósmyndabókar stöðvuð eftir ábendingu um kynferðisbrotamann Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 24. júní 2015 07:00 Tjónið vegna bókanna er nokkuð en vonast er til að útgáfa nýrrar bókar bæti tjónið. vísir/gva „Það sem vó þyngst var málstaður Druslugöngunnar, hann er það sem skiptir máli,“ segir María Rut Kristinsdóttir, talskona Druslugöngunnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hættu aðstandendur Druslugöngunnar við að gefa út ljósmyndabók um gönguna í fyrra eftir að ábending barst á opinbera Facebook-síðu göngunnar um að maður ótengdur Druslugöngunni, sem kom að útgáfu bókarinnar, væri kynferðisafbrotamaður. María Rut Kristinsdóttir„Aðdragandinn að þessari bók var að maður sem var alveg ótengdur göngunni hafði samband við mig og var með þessa hugmynd að búa til ljósmyndabók þar sem myndir úr Druslugöngunni myndu koma fyrir í bland við texta og eftir einhvern tíma ákváðum við að taka þátt í þessu verkefni af því að okkur þótti það skemmtilegt að festa þessar myndir í bók, þessar myndir úr Druslugöngunni.“ Þegar langt var liðið á verkefnið og það var opinberað barst þeim ábending frá þolanda á opinberri síðu göngunnar um að umræddur maður væri kynferðisafbrotamaður. Maðurinn hefur aldrei hlotið dóm vegna meints brots. „Þetta vafaatriði gerði það að verkum að við, sem stöndum að göngunni, gátum ekki lengur tekið þátt í verkefninu og við drógum okkur alfarið úr þessari útgáfu og lögðumst alfarið gegn því að hún kæmi út í þessari mynd. Það er skýrt að markmið Druslugöngunnar er að uppræta kynferðisofbeldi og segja frá og skila skömminni og það er skýrt að málstaður Druslugöngunnar er miklu, miklu stærri en einhver bók. Aldrei myndum við taka þátt í neinu sem gæti rýrt trúverðugleika göngunnar að neinu leyti,“ segir María. Að sögn Maríu setti þetta strik í reikninginn en að lokum komst hópurinn að niðurstöðu í sátt við Sölku bókaforlag. Fjárhagslegt tjón fyrir Sölku mun hafa hlaupið á tæpum þremur milljónum króna vegna ákvörðunarinnar. Bækurnar eru þó enn til og eru innsiglaðar og munu ekki fara í dreifingu. Upplagið var um þúsund bækur. Skipuleggjendur Druslugöngunnar ætla að safna efni í nýja ljósmyndabók og vonast er til að hagnaðurinn af henni bæti Sölku upp tjónið. „Okkur langar til að festa Druslugönguna 2015 á filmu og gera verkefninu góð skil þannig að það fái farsælan endi. Þetta er leiðindamál sem lagðist þungt á okkur öll en ég er handviss í mínu hjarta um að við höfum gert rétt. Við tókum skýra afstöðu.“ Druslugangan mun fara fram þann 25. júlí næstkomandi. Markmið hennar er að færa ábyrgð af þolendum kynferðislegs ofbeldis yfir á gerendur. „Við ætlum okkur að sprengja alla skala í ár,“ segir María. „Af því að það hefur náttúrulega verið mikil undiralda síðustu mánuði í ýmsum hreyfingum til dæmis með Free the nipple og núna Konur tala og Þöggun. Þarna ætlum við að sameinast öll í vonandi góðu veðri. Við ætlum sérstaklega að grípa þessa einstaklinga sem hafa komið fram síðustu misserin og hafa sagt sína sögu sem eru orðnir alveg fjölmargir. Þeir munu koma þarna og vonandi upplifa gönguna og þá tilfinningu sem fylgir henni þegar maður gengur niður Skólavörðuholtið til að skila skömminni,“ segir hún. Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
„Það sem vó þyngst var málstaður Druslugöngunnar, hann er það sem skiptir máli,“ segir María Rut Kristinsdóttir, talskona Druslugöngunnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hættu aðstandendur Druslugöngunnar við að gefa út ljósmyndabók um gönguna í fyrra eftir að ábending barst á opinbera Facebook-síðu göngunnar um að maður ótengdur Druslugöngunni, sem kom að útgáfu bókarinnar, væri kynferðisafbrotamaður. María Rut Kristinsdóttir„Aðdragandinn að þessari bók var að maður sem var alveg ótengdur göngunni hafði samband við mig og var með þessa hugmynd að búa til ljósmyndabók þar sem myndir úr Druslugöngunni myndu koma fyrir í bland við texta og eftir einhvern tíma ákváðum við að taka þátt í þessu verkefni af því að okkur þótti það skemmtilegt að festa þessar myndir í bók, þessar myndir úr Druslugöngunni.“ Þegar langt var liðið á verkefnið og það var opinberað barst þeim ábending frá þolanda á opinberri síðu göngunnar um að umræddur maður væri kynferðisafbrotamaður. Maðurinn hefur aldrei hlotið dóm vegna meints brots. „Þetta vafaatriði gerði það að verkum að við, sem stöndum að göngunni, gátum ekki lengur tekið þátt í verkefninu og við drógum okkur alfarið úr þessari útgáfu og lögðumst alfarið gegn því að hún kæmi út í þessari mynd. Það er skýrt að markmið Druslugöngunnar er að uppræta kynferðisofbeldi og segja frá og skila skömminni og það er skýrt að málstaður Druslugöngunnar er miklu, miklu stærri en einhver bók. Aldrei myndum við taka þátt í neinu sem gæti rýrt trúverðugleika göngunnar að neinu leyti,“ segir María. Að sögn Maríu setti þetta strik í reikninginn en að lokum komst hópurinn að niðurstöðu í sátt við Sölku bókaforlag. Fjárhagslegt tjón fyrir Sölku mun hafa hlaupið á tæpum þremur milljónum króna vegna ákvörðunarinnar. Bækurnar eru þó enn til og eru innsiglaðar og munu ekki fara í dreifingu. Upplagið var um þúsund bækur. Skipuleggjendur Druslugöngunnar ætla að safna efni í nýja ljósmyndabók og vonast er til að hagnaðurinn af henni bæti Sölku upp tjónið. „Okkur langar til að festa Druslugönguna 2015 á filmu og gera verkefninu góð skil þannig að það fái farsælan endi. Þetta er leiðindamál sem lagðist þungt á okkur öll en ég er handviss í mínu hjarta um að við höfum gert rétt. Við tókum skýra afstöðu.“ Druslugangan mun fara fram þann 25. júlí næstkomandi. Markmið hennar er að færa ábyrgð af þolendum kynferðislegs ofbeldis yfir á gerendur. „Við ætlum okkur að sprengja alla skala í ár,“ segir María. „Af því að það hefur náttúrulega verið mikil undiralda síðustu mánuði í ýmsum hreyfingum til dæmis með Free the nipple og núna Konur tala og Þöggun. Þarna ætlum við að sameinast öll í vonandi góðu veðri. Við ætlum sérstaklega að grípa þessa einstaklinga sem hafa komið fram síðustu misserin og hafa sagt sína sögu sem eru orðnir alveg fjölmargir. Þeir munu koma þarna og vonandi upplifa gönguna og þá tilfinningu sem fylgir henni þegar maður gengur niður Skólavörðuholtið til að skila skömminni,“ segir hún.
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira