Lífið

Halleluwah heldur útgáfutónleika

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Hljómsveitin Halleluwah hefur ekki haft tíma til að halda útgáfutónleika en fagna rækilega í kvöld.
Hljómsveitin Halleluwah hefur ekki haft tíma til að halda útgáfutónleika en fagna rækilega í kvöld.
Hljómsveitin Halleluwah heldur upp á útgáfu plötu sinnar á Húrra í kvöld.

Platan sem er samnefnd hljómsveitinni og heitir því Halleluwah kom út í vor en söngkona hljómsveitarinnar, Rakel Mjöll Leifsdóttir, var búsett erlendis við nám og því hafði ekki gefist tími til þess að efna til útgáfutónleika.

„Núna var ég að koma heim og er búin með námið og við getum loksins haldið útgáfutónleika,“ segir Rakel Mjöll glöð í bragði og segir þau stefna á að spila plötuna í heild. Auk Rakelar Mjallar er Sölvi Blöndal í hljómsveitinni sem hefur verið starfandi í rúm tvö ár.

Hljómsveitin East of my Youth sér um að hita upp áður en Halleluwah stígur á svið og segir Rakel þær spila skemmtilegt elekrópop. Eftir tónleikana tekur Futurgrapher við og heldur stemningunni gangandi.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 í kvöld og er aðgangseyrir 1.000 krónur.


Tengdar fréttir

Fyrsta plata Halleluwah

Meðlimir rafsveitarinnar eru Rakel Mjöll Leifsdóttir og Sölvi Blöndal, stofnandi Quarashi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×