Erlent

Styrkir standast stjórnarskrána

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Barack Obama
Barack Obama
Heilbrigðistryggingakerfið, sem Barack Obama forseti kom á árið 2010, brýtur að mati Hæstaréttar Bandaríkjanna ekki gegn stjórnarskrá landsins. Obama fagnaði úrskurðinum, enda hefði neikvæð niðurstaða að verulegu leyti kippt fótunum undan lögunum sem hafa tryggt langflestum íbúum Bandaríkjanna heilbrigðisþjónustu á viðráðanlegu verði.

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur áður staðfest lögmæti annars grundvallarþáttar í löggjöfinni, kröfunnar um að allir íbúar þurfi að útvega sér heilbrigðistryggingu. Lögin hafa frá upphafi mætt mikilli andstöðu af hálfu áhrifaafla innan Repúblikanaflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×