Stefnum á 40% minni losun Svavar Hávarðsson skrifar 26. júní 2015 07:00 Bandaríkin og Kína hafa sameiginlega tilkynnt um markmið sín – nokkuð sem hefur gríðarlegt vægi. nordicphotos/afp Landsmarkmið Íslands fyrir fyrirhugaða loftslagsráðstefnu í París er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Markmiðin verða kynnt í ríkisstjórn í næstu viku. Þetta kom fram í máli Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Katrín kallaði eftir loftslagsmarkmiðum Íslands, enda væri um að ræða stærsta viðfangsefni samtímans sem gjarnan gleymdist í daglegu argaþrasi þingsins.Sigrún MagnúsdóttirSigrún svaraði því til að verið væri að vinna markmið Íslands og að þau yrðu lögð fram í ríkisstjórn „áður en þing fer heim í næstu viku“. Hún sagði einnig „mjög líklegt, svo ég segi það, að við munum fylgja Noregi og Evrópu“. Orð hennar verða ekki skilin öðruvísi en að ákvörðun liggi fyrir. Norðmenn kynntu Sameinuðu þjóðunum áætlun sína fyrir Parísarfundinn fyrir 31. mars – í tæka tíð líkt og ESB og aðildarríki þess. Stefnt er að því að Noregur semji við ESB um að ná markmiðunum í sameiningu, en ef samkomulag næst ekki ætla Norðmenn að gera slíkt upp á eigin spýtur, eins og segir í tilkynningu norska utanríkisráðuneytisins frá þeim tíma og frétt þar um á heimasíðu upplýsingaskrifstofu SÞ fyrir Vestur-Evrópu.Katrín JakobsdóttirVill róttækar aðgerðir því hvatahugsun hefur ekki skilað árangri Ef markmið ESB og Noregs er skoðað, þá segir þar að stefnt sé að 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda „hið minnsta“. Er þá reiknað út frá útblæstri árið 1990 eins og venja er í alþjóðasáttmálum um loftslagsmál. Norðmenn hafa sagt í því samhengi að þeir muni íhuga að auka niðurskurð fram yfir 40 prósent ef það kynni að stuðla að metnaðarfyllra samkomulagi í París á heimsvísu. Katrín bað ráðherra vinsamlegast um að nefndir þingsins fengju kynningu á markmiðum Íslands á sama tíma og ríkisstjórnin og hvatti ráðherra til þess „að þau markmið sem verða kynnt hér í næstu viku verði róttæk, þannig að við getum átt von á að þau skili einhverjum árangri“, sagði Katrín.Stórir sem smáir sitja við sama borð BodyEitt það markverðasta við loftslagssamninginn sem verður undirritaður í París í desember, og helsta breytingin, er að hverju ríki verður það í sjálfsvald sett hvaða skuldbindingar það gengst undir og til hvaða aðgerða það treystir sér að grípa. Nýtt samkomulag mun koma í stað Kýótó-bókunarinnar við loftslagssamninginn sem hefur verið í gildi frá 1997, og gildir til 2020. Eins og þekkt er gekkst fjöldi ríkja ekki undir bókunina, eins og mörg þróunarríki, en einnig Bandaríkin. Öll ríki munu hins vegar falla undir samninginn sem gerður verður í París. Allir, stórir sem smáir, munu því sitja við sama borð. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Landsmarkmið Íslands fyrir fyrirhugaða loftslagsráðstefnu í París er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Markmiðin verða kynnt í ríkisstjórn í næstu viku. Þetta kom fram í máli Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Katrín kallaði eftir loftslagsmarkmiðum Íslands, enda væri um að ræða stærsta viðfangsefni samtímans sem gjarnan gleymdist í daglegu argaþrasi þingsins.Sigrún MagnúsdóttirSigrún svaraði því til að verið væri að vinna markmið Íslands og að þau yrðu lögð fram í ríkisstjórn „áður en þing fer heim í næstu viku“. Hún sagði einnig „mjög líklegt, svo ég segi það, að við munum fylgja Noregi og Evrópu“. Orð hennar verða ekki skilin öðruvísi en að ákvörðun liggi fyrir. Norðmenn kynntu Sameinuðu þjóðunum áætlun sína fyrir Parísarfundinn fyrir 31. mars – í tæka tíð líkt og ESB og aðildarríki þess. Stefnt er að því að Noregur semji við ESB um að ná markmiðunum í sameiningu, en ef samkomulag næst ekki ætla Norðmenn að gera slíkt upp á eigin spýtur, eins og segir í tilkynningu norska utanríkisráðuneytisins frá þeim tíma og frétt þar um á heimasíðu upplýsingaskrifstofu SÞ fyrir Vestur-Evrópu.Katrín JakobsdóttirVill róttækar aðgerðir því hvatahugsun hefur ekki skilað árangri Ef markmið ESB og Noregs er skoðað, þá segir þar að stefnt sé að 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda „hið minnsta“. Er þá reiknað út frá útblæstri árið 1990 eins og venja er í alþjóðasáttmálum um loftslagsmál. Norðmenn hafa sagt í því samhengi að þeir muni íhuga að auka niðurskurð fram yfir 40 prósent ef það kynni að stuðla að metnaðarfyllra samkomulagi í París á heimsvísu. Katrín bað ráðherra vinsamlegast um að nefndir þingsins fengju kynningu á markmiðum Íslands á sama tíma og ríkisstjórnin og hvatti ráðherra til þess „að þau markmið sem verða kynnt hér í næstu viku verði róttæk, þannig að við getum átt von á að þau skili einhverjum árangri“, sagði Katrín.Stórir sem smáir sitja við sama borð BodyEitt það markverðasta við loftslagssamninginn sem verður undirritaður í París í desember, og helsta breytingin, er að hverju ríki verður það í sjálfsvald sett hvaða skuldbindingar það gengst undir og til hvaða aðgerða það treystir sér að grípa. Nýtt samkomulag mun koma í stað Kýótó-bókunarinnar við loftslagssamninginn sem hefur verið í gildi frá 1997, og gildir til 2020. Eins og þekkt er gekkst fjöldi ríkja ekki undir bókunina, eins og mörg þróunarríki, en einnig Bandaríkin. Öll ríki munu hins vegar falla undir samninginn sem gerður verður í París. Allir, stórir sem smáir, munu því sitja við sama borð.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira