Nýr flugvöllur í Hvassahrauni gæti tekið við millilandaflugi Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. júní 2015 07:00 Skýrslan kynnt. Ragna Árnadóttir sagði á fundinum að Hvassahraun hefði meiri þróunarmöguleika en önnur svæði. fréttablaðið/ernir samgöngurEin stærsta forsendan fyrir því að stýrihópur um könnun á flugvallarkostum á höfuðborgarsvæðinu mælir með því að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð næsta vetur er að hópurinn telur það svæði hafa meiri þróunarmöguleika en aðrir kostir sem skoðaðir voru. Þetta kom fram í máli Rögnu Árnadóttur, formanns hópsins, í gær. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins gæti þetta þýtt að millilandaflug verði flutt úr Keflavík og í Hvassahraun. Millilandaflugið yrði þá flutt nær höfuðborginni þótt innanlandsflugið yrði fært úr henni. Ólöf Nordal, ráðherra samgöngumála, segir að sá möguleiki að hætta við fyrirhugaða uppbyggingu flugvallarins í Keflavík hafi ekki verið ræddur. Skipulagsvaldið í Vatnsmýrinni liggur hjá Reykjavíkurborg. Nýr flugvöllur yrði aftur á móti varla byggður án aðkomu ríkissjóðs. Tillögur nefndarinnar mælast mjög misjafnlega fyrir á meðal alþingismanna, en það eru þeir sem fara með fjárveitingarvaldið. „Mér finnst óskiljanlegt að þessi tillaga hafi komið fram,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála. Hún segir að betur hefði farið á því að skoða þann möguleika að hafa flugvöllinn í Reykjavík. „Fyrst verið er að fara alla leið til Voga á Vatnsleysuströnd þá hefði mér þótt nefndin geta skoðað þann möguleika að fara með innanlandsflugið til Keflavíkur. En ég tek sérstaklega fram að ég er enginn sérstakur talsmaður þess,“ segir Ragnheiður Elín. En ef ákveðið yrði að innanlandsflugið færi úr Vatnsmýrinni þá væri Keflavík að hennar mati eini raunhæfi möguleikinn, vegna kostnaðarins og þeirrar aðstöðu sem þegar er í Keflavík. Á Facebook-síðu sinni sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra að ekki kæmi til að ríkið greiddi 22 milljarða kostnað fyrir uppbyggingu nýs flugvallar. Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar Alþingis, og Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, eru sammála um að ekki náist pólitísk samstaða um það í þinginu að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. „Ég held að það verði aldrei meirihluti fyrir því að byggja nýjan flugvöll fyrir meira en 25 milljarða króna, ekki svo langt frá öðrum alþjóðaflugvelli,“ segir Höskuldur í samtali við Fréttablaðið. Það sé tímasóun að velta þessum möguleika fyrir sér. „Ég er nú ekki bjartsýnn á að það náist samstaða um þessa lendingu flugvallarmálsins,“ segir Róbert Marshall, fulltrúi Bjartrar framtíðar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Hann leggur áherslu á að ákvörðunin um framtíðarstaðsetningu flugvallarins verði vönduð. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir of snemmt að spá um það hvort einhver sátt geti náðst um málið á Alþingi. „Mér finnst mikilvægt að við byggjum á þessari vinnu, að sveitarfélögin, Alþingi og ráðuneytin setjist yfir þetta og geri tillögur að næstu skrefum.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
samgöngurEin stærsta forsendan fyrir því að stýrihópur um könnun á flugvallarkostum á höfuðborgarsvæðinu mælir með því að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð næsta vetur er að hópurinn telur það svæði hafa meiri þróunarmöguleika en aðrir kostir sem skoðaðir voru. Þetta kom fram í máli Rögnu Árnadóttur, formanns hópsins, í gær. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins gæti þetta þýtt að millilandaflug verði flutt úr Keflavík og í Hvassahraun. Millilandaflugið yrði þá flutt nær höfuðborginni þótt innanlandsflugið yrði fært úr henni. Ólöf Nordal, ráðherra samgöngumála, segir að sá möguleiki að hætta við fyrirhugaða uppbyggingu flugvallarins í Keflavík hafi ekki verið ræddur. Skipulagsvaldið í Vatnsmýrinni liggur hjá Reykjavíkurborg. Nýr flugvöllur yrði aftur á móti varla byggður án aðkomu ríkissjóðs. Tillögur nefndarinnar mælast mjög misjafnlega fyrir á meðal alþingismanna, en það eru þeir sem fara með fjárveitingarvaldið. „Mér finnst óskiljanlegt að þessi tillaga hafi komið fram,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála. Hún segir að betur hefði farið á því að skoða þann möguleika að hafa flugvöllinn í Reykjavík. „Fyrst verið er að fara alla leið til Voga á Vatnsleysuströnd þá hefði mér þótt nefndin geta skoðað þann möguleika að fara með innanlandsflugið til Keflavíkur. En ég tek sérstaklega fram að ég er enginn sérstakur talsmaður þess,“ segir Ragnheiður Elín. En ef ákveðið yrði að innanlandsflugið færi úr Vatnsmýrinni þá væri Keflavík að hennar mati eini raunhæfi möguleikinn, vegna kostnaðarins og þeirrar aðstöðu sem þegar er í Keflavík. Á Facebook-síðu sinni sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra að ekki kæmi til að ríkið greiddi 22 milljarða kostnað fyrir uppbyggingu nýs flugvallar. Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar Alþingis, og Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, eru sammála um að ekki náist pólitísk samstaða um það í þinginu að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. „Ég held að það verði aldrei meirihluti fyrir því að byggja nýjan flugvöll fyrir meira en 25 milljarða króna, ekki svo langt frá öðrum alþjóðaflugvelli,“ segir Höskuldur í samtali við Fréttablaðið. Það sé tímasóun að velta þessum möguleika fyrir sér. „Ég er nú ekki bjartsýnn á að það náist samstaða um þessa lendingu flugvallarmálsins,“ segir Róbert Marshall, fulltrúi Bjartrar framtíðar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Hann leggur áherslu á að ákvörðunin um framtíðarstaðsetningu flugvallarins verði vönduð. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir of snemmt að spá um það hvort einhver sátt geti náðst um málið á Alþingi. „Mér finnst mikilvægt að við byggjum á þessari vinnu, að sveitarfélögin, Alþingi og ráðuneytin setjist yfir þetta og geri tillögur að næstu skrefum.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira