Nýr flugvöllur í Hvassahrauni gæti tekið við millilandaflugi Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. júní 2015 07:00 Skýrslan kynnt. Ragna Árnadóttir sagði á fundinum að Hvassahraun hefði meiri þróunarmöguleika en önnur svæði. fréttablaðið/ernir samgöngurEin stærsta forsendan fyrir því að stýrihópur um könnun á flugvallarkostum á höfuðborgarsvæðinu mælir með því að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð næsta vetur er að hópurinn telur það svæði hafa meiri þróunarmöguleika en aðrir kostir sem skoðaðir voru. Þetta kom fram í máli Rögnu Árnadóttur, formanns hópsins, í gær. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins gæti þetta þýtt að millilandaflug verði flutt úr Keflavík og í Hvassahraun. Millilandaflugið yrði þá flutt nær höfuðborginni þótt innanlandsflugið yrði fært úr henni. Ólöf Nordal, ráðherra samgöngumála, segir að sá möguleiki að hætta við fyrirhugaða uppbyggingu flugvallarins í Keflavík hafi ekki verið ræddur. Skipulagsvaldið í Vatnsmýrinni liggur hjá Reykjavíkurborg. Nýr flugvöllur yrði aftur á móti varla byggður án aðkomu ríkissjóðs. Tillögur nefndarinnar mælast mjög misjafnlega fyrir á meðal alþingismanna, en það eru þeir sem fara með fjárveitingarvaldið. „Mér finnst óskiljanlegt að þessi tillaga hafi komið fram,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála. Hún segir að betur hefði farið á því að skoða þann möguleika að hafa flugvöllinn í Reykjavík. „Fyrst verið er að fara alla leið til Voga á Vatnsleysuströnd þá hefði mér þótt nefndin geta skoðað þann möguleika að fara með innanlandsflugið til Keflavíkur. En ég tek sérstaklega fram að ég er enginn sérstakur talsmaður þess,“ segir Ragnheiður Elín. En ef ákveðið yrði að innanlandsflugið færi úr Vatnsmýrinni þá væri Keflavík að hennar mati eini raunhæfi möguleikinn, vegna kostnaðarins og þeirrar aðstöðu sem þegar er í Keflavík. Á Facebook-síðu sinni sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra að ekki kæmi til að ríkið greiddi 22 milljarða kostnað fyrir uppbyggingu nýs flugvallar. Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar Alþingis, og Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, eru sammála um að ekki náist pólitísk samstaða um það í þinginu að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. „Ég held að það verði aldrei meirihluti fyrir því að byggja nýjan flugvöll fyrir meira en 25 milljarða króna, ekki svo langt frá öðrum alþjóðaflugvelli,“ segir Höskuldur í samtali við Fréttablaðið. Það sé tímasóun að velta þessum möguleika fyrir sér. „Ég er nú ekki bjartsýnn á að það náist samstaða um þessa lendingu flugvallarmálsins,“ segir Róbert Marshall, fulltrúi Bjartrar framtíðar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Hann leggur áherslu á að ákvörðunin um framtíðarstaðsetningu flugvallarins verði vönduð. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir of snemmt að spá um það hvort einhver sátt geti náðst um málið á Alþingi. „Mér finnst mikilvægt að við byggjum á þessari vinnu, að sveitarfélögin, Alþingi og ráðuneytin setjist yfir þetta og geri tillögur að næstu skrefum.“ Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
samgöngurEin stærsta forsendan fyrir því að stýrihópur um könnun á flugvallarkostum á höfuðborgarsvæðinu mælir með því að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð næsta vetur er að hópurinn telur það svæði hafa meiri þróunarmöguleika en aðrir kostir sem skoðaðir voru. Þetta kom fram í máli Rögnu Árnadóttur, formanns hópsins, í gær. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins gæti þetta þýtt að millilandaflug verði flutt úr Keflavík og í Hvassahraun. Millilandaflugið yrði þá flutt nær höfuðborginni þótt innanlandsflugið yrði fært úr henni. Ólöf Nordal, ráðherra samgöngumála, segir að sá möguleiki að hætta við fyrirhugaða uppbyggingu flugvallarins í Keflavík hafi ekki verið ræddur. Skipulagsvaldið í Vatnsmýrinni liggur hjá Reykjavíkurborg. Nýr flugvöllur yrði aftur á móti varla byggður án aðkomu ríkissjóðs. Tillögur nefndarinnar mælast mjög misjafnlega fyrir á meðal alþingismanna, en það eru þeir sem fara með fjárveitingarvaldið. „Mér finnst óskiljanlegt að þessi tillaga hafi komið fram,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála. Hún segir að betur hefði farið á því að skoða þann möguleika að hafa flugvöllinn í Reykjavík. „Fyrst verið er að fara alla leið til Voga á Vatnsleysuströnd þá hefði mér þótt nefndin geta skoðað þann möguleika að fara með innanlandsflugið til Keflavíkur. En ég tek sérstaklega fram að ég er enginn sérstakur talsmaður þess,“ segir Ragnheiður Elín. En ef ákveðið yrði að innanlandsflugið færi úr Vatnsmýrinni þá væri Keflavík að hennar mati eini raunhæfi möguleikinn, vegna kostnaðarins og þeirrar aðstöðu sem þegar er í Keflavík. Á Facebook-síðu sinni sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra að ekki kæmi til að ríkið greiddi 22 milljarða kostnað fyrir uppbyggingu nýs flugvallar. Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar Alþingis, og Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, eru sammála um að ekki náist pólitísk samstaða um það í þinginu að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. „Ég held að það verði aldrei meirihluti fyrir því að byggja nýjan flugvöll fyrir meira en 25 milljarða króna, ekki svo langt frá öðrum alþjóðaflugvelli,“ segir Höskuldur í samtali við Fréttablaðið. Það sé tímasóun að velta þessum möguleika fyrir sér. „Ég er nú ekki bjartsýnn á að það náist samstaða um þessa lendingu flugvallarmálsins,“ segir Róbert Marshall, fulltrúi Bjartrar framtíðar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Hann leggur áherslu á að ákvörðunin um framtíðarstaðsetningu flugvallarins verði vönduð. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir of snemmt að spá um það hvort einhver sátt geti náðst um málið á Alþingi. „Mér finnst mikilvægt að við byggjum á þessari vinnu, að sveitarfélögin, Alþingi og ráðuneytin setjist yfir þetta og geri tillögur að næstu skrefum.“
Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira