Margir vilja neita samkynja pörum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. júní 2015 09:00 Úrskurður hæstaréttar Bandaríkjanna um að samkynja pör ættu að fá að giftast í öllum fylkjum er umdeildur í Texas. vísir/epa Dómsmálaráðherra Texas, Ken Paxton, upplýsti opinbera starfsmenn fylkisins í gær um að ef starfsmennirnir neituðu samkynja pörum um hjónavígslu á grundvelli trúar sinnar myndi skrifstofa hans verða þeim úti um lögmann þeim til varnar að kostnaðarlausu. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði að bann við hjónavígslum samkynja para stangaðist á við stjórnarskrá ríkisins og urðu þær hjónavígslur með þeim úrskurði löglegar í öllum fylkjum Bandaríkjanna. Paxton sagði að samkvæmt fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem snýr meðal annars að trúfrelsi, væri í lagi að neita samkynja pörum um hjónavígslu. Bætti hann því við að þeir starfsmenn sem það gerðu ættu hættu á lögsóknum og sektum. „Fjöldi lögfræðinga stendur þó á hliðarlínunni, tilbúinn til að aðstoða þá sem verja vilja trú sína, í mörgum tilfellum vilja þeir aðstoða skjólstæðingnum að kostnaðarlausu. Ég mun gera allt sem í valdi mínu stendur til að vera rödd þeirra sem standa vilja vörð um réttindi sín,“ sagði Paxton. Sakaði hann þá hæstarétt Bandaríkjanna um að hundsa anda stjórnarskrárinnar til að búa til réttindi sem væru ekki til. Vísar hann þar til úrskurðar hæstaréttar sem segir það rétt hvers og eins að fá að giftast. Ríkisstjóri Texas úr Repúblikanaflokknum, Greg Abbott, tók undir orð Paxtons. „Í ljósi niðurstöðu hæstaréttar mun loforði laganna um trúfrelsi einstaklinga verða ógnað af þeim sem vilja þagga niður í starfsmönnum sem vilja ekki, samvisku sinnar vegna, taka þátt í hjónavígslum sem stangast á við trú þeirra. Ríkisstjórinn bætti við: „Sem opinberir embættismenn ber okkur stjórnarskrárbundin skylda til að verja trúfrelsi og réttindi allra íbúa Texas.“ Fyrir helgi sagði talsmaður Bobby Jindal, ríkisstjóra Louisiana-fylkis og forsetaframbjóðendaefni repúblikana, að fylkið myndi neita því að vígja samkynja hjón þar til fylkið yrði neytt til þess. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Dómsmálaráðherra Texas, Ken Paxton, upplýsti opinbera starfsmenn fylkisins í gær um að ef starfsmennirnir neituðu samkynja pörum um hjónavígslu á grundvelli trúar sinnar myndi skrifstofa hans verða þeim úti um lögmann þeim til varnar að kostnaðarlausu. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði að bann við hjónavígslum samkynja para stangaðist á við stjórnarskrá ríkisins og urðu þær hjónavígslur með þeim úrskurði löglegar í öllum fylkjum Bandaríkjanna. Paxton sagði að samkvæmt fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem snýr meðal annars að trúfrelsi, væri í lagi að neita samkynja pörum um hjónavígslu. Bætti hann því við að þeir starfsmenn sem það gerðu ættu hættu á lögsóknum og sektum. „Fjöldi lögfræðinga stendur þó á hliðarlínunni, tilbúinn til að aðstoða þá sem verja vilja trú sína, í mörgum tilfellum vilja þeir aðstoða skjólstæðingnum að kostnaðarlausu. Ég mun gera allt sem í valdi mínu stendur til að vera rödd þeirra sem standa vilja vörð um réttindi sín,“ sagði Paxton. Sakaði hann þá hæstarétt Bandaríkjanna um að hundsa anda stjórnarskrárinnar til að búa til réttindi sem væru ekki til. Vísar hann þar til úrskurðar hæstaréttar sem segir það rétt hvers og eins að fá að giftast. Ríkisstjóri Texas úr Repúblikanaflokknum, Greg Abbott, tók undir orð Paxtons. „Í ljósi niðurstöðu hæstaréttar mun loforði laganna um trúfrelsi einstaklinga verða ógnað af þeim sem vilja þagga niður í starfsmönnum sem vilja ekki, samvisku sinnar vegna, taka þátt í hjónavígslum sem stangast á við trú þeirra. Ríkisstjórinn bætti við: „Sem opinberir embættismenn ber okkur stjórnarskrárbundin skylda til að verja trúfrelsi og réttindi allra íbúa Texas.“ Fyrir helgi sagði talsmaður Bobby Jindal, ríkisstjóra Louisiana-fylkis og forsetaframbjóðendaefni repúblikana, að fylkið myndi neita því að vígja samkynja hjón þar til fylkið yrði neytt til þess.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira