Gerðardómur yfirleitt skipaður með hraði Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. júlí 2015 07:00 Um 500 manns sóttu baráttufund BHM í Rúgbrauðsgerðinni þegar verkföll voru á sjöundu viku. Rúmum þrem vikum síðar voru verkföll BHM stöðvuð með lögum frá Alþingi. Fréttablaðið/Vilhelm Engir fundir eða viðræður hafa átt sér stað milli samninganefnda BHM og ríkisins frá fundi sem ríkissáttasemjari boðaði til í kjaradeilunni á miðvikudaginn fyrir viku síðan. Úr því ekki samdist fyrir mánaðamót ber Hæstarétti, samkvæmt lögum sem sett voru á verkfall aðildarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga, að skipa gerðardóm sem úrskurðar um kjörin. Rétt fyrir mánaðamótin sagði Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM ansi fátt benda til þess að tilboð kæmi frá ríkinu. „Það er alla vega ekkert að gerast og ekkert sem bendir til að það fari neitt að gerast,“ sagði hann hann. Mál BHM á hendur ríkinu verður flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur 6. júlí næstkomandi. Páll segir markmiðið með málshöfðuninni skýra. „Við viljum auðvitað bara sjá þessum ólögum hnekkt.“ Í samantekt um stöðuna í kjaradeilu BHM og ríkisins, á vef BHM, er bent á að inn í lögin hafi verið skrifaðar forsendur niðurstöðu væntanlegs gerðardóms. „Og þess vandlega gætt að ekki sé hægt að miða við kjarasamninga sem nýlega hafa verið gerðir við aðrar sambærilegar háskólamenntaðar stéttir.“ Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti er venjan sú að gengið sé mjög hratt til verka við skipan gerðardóms, enda þurfi dómurinn, samkvæmt lögunum sem sett voru 13. júní, að skila úrskurði sínum eigi síðar en 15. ágúst.GerðardómurinnÍ annarri grein laga um kjaramál stéttarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga (nr. 31/2015) segir að hafi ekki verið skrifað undir kjarasamning fyrir 1. júlí skuli Hæstiréttur tilnefna þrjá menn í gerðardóm sem skuli fyrir 15. ágúst ákveða kaup og kjör félagsmanna. „Hæstiréttur kveður á um hver hinna þriggja gerðardómsmanna skuli vera formaður dómsins og kallar sá dóminn saman,“ segir í lögunum. Alþingi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Engir fundir eða viðræður hafa átt sér stað milli samninganefnda BHM og ríkisins frá fundi sem ríkissáttasemjari boðaði til í kjaradeilunni á miðvikudaginn fyrir viku síðan. Úr því ekki samdist fyrir mánaðamót ber Hæstarétti, samkvæmt lögum sem sett voru á verkfall aðildarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga, að skipa gerðardóm sem úrskurðar um kjörin. Rétt fyrir mánaðamótin sagði Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM ansi fátt benda til þess að tilboð kæmi frá ríkinu. „Það er alla vega ekkert að gerast og ekkert sem bendir til að það fari neitt að gerast,“ sagði hann hann. Mál BHM á hendur ríkinu verður flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur 6. júlí næstkomandi. Páll segir markmiðið með málshöfðuninni skýra. „Við viljum auðvitað bara sjá þessum ólögum hnekkt.“ Í samantekt um stöðuna í kjaradeilu BHM og ríkisins, á vef BHM, er bent á að inn í lögin hafi verið skrifaðar forsendur niðurstöðu væntanlegs gerðardóms. „Og þess vandlega gætt að ekki sé hægt að miða við kjarasamninga sem nýlega hafa verið gerðir við aðrar sambærilegar háskólamenntaðar stéttir.“ Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti er venjan sú að gengið sé mjög hratt til verka við skipan gerðardóms, enda þurfi dómurinn, samkvæmt lögunum sem sett voru 13. júní, að skila úrskurði sínum eigi síðar en 15. ágúst.GerðardómurinnÍ annarri grein laga um kjaramál stéttarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga (nr. 31/2015) segir að hafi ekki verið skrifað undir kjarasamning fyrir 1. júlí skuli Hæstiréttur tilnefna þrjá menn í gerðardóm sem skuli fyrir 15. ágúst ákveða kaup og kjör félagsmanna. „Hæstiréttur kveður á um hver hinna þriggja gerðardómsmanna skuli vera formaður dómsins og kallar sá dóminn saman,“ segir í lögunum.
Alþingi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira