Sá á kvölina sem á völina Stella Á. Kristjánsdóttir skrifar 1. júlí 2015 07:00 100 ár eru liðin frá því að konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis og gaman að gleðjast yfir áföngum sem hafa náðst í kynjajafnrétti en eins að skoða hvaða hindranir eru enn í veginum til að staða kynjanna sé jöfn. Konur á Íslandi standa vel að vígi þegar kemur að kynjajafnrétti og þær verið frumkvöðlar á mörgum sviðum vegna ötullar baráttu kvenna sem og jafnréttissinnaðri þjóð. Það þarf að bæta viðhorf samfélagsins til kvenna og að virðing fyrir konum sé sú sama og fyrir körlum. Það er undarlegt hvað karlar virðast eiga auðvelt með að koma sér á framfæri og fá stuðning karla sem kvenna þegar þeir bjóða sig fram til ábyrgðarstarfa. Það hefur vakið furðu mína að karlar séu formenn þriggja stórra stéttarfélaga þar sem konur eru í meirihluta félagsmanna. Konur þurfa að spyrja sig krefjandi spurninga og líta í eigin barm ef þær vilja stuðla að jafnri stöðu kynjanna. Hvað veldur því að konur kjósa síður konur til áhrifastarfa og þegar það gerist þá er það enn þá undantekningin sem sannar regluna. Treysta konur ekki kynsystrum sínum til góðra verka, að láta hlusta á sig, að vera ákveðnar og rökfastar og að vera í forsvari á opinberum vettvangi? Að sama skapi er það umhugsunarefni ef konur sækjast síður eftir áhrifastöðum og finna ekki fyrir sambærilegum stuðningi og karlar. Formaður Félags grunnskólakennara hefur verið karl fyrir utan eina undantekningu í marga áratugi. Var staðan þannig að engin kona bauð sig fram til formennsku þegar kosið var síðast um formann hjá Félagi hjúkrunarfræðinga, grunnskólakennara og leikskólakennara þar sem konur eru í kringum 90-99% félagsmanna? Það er þá enn ein birtingarmyndin á ójafnri stöðu kynjanna á 21. öldinni og er valdletjandi fyrir konur og særir mitt femíníska hjarta.Á herðum kvenna Fjölmiðlar eru yfirfullir af körlum sem viðmælendum, greinahöfundum og álitsgjöfum. Konur þurfa að nota öll tækifæri sem gefast til að auka sýnileika kvenna í fjölmiðlum og ein leið til þess er að kjósa konur til áhrifastarfa og að auka þannig möguleika á að rödd og viðhorf kvenna heyrist til jafns við hinn helminginn af mannkyninu. Þeir sem starfa á fjölmiðlum kvarta undan því að erfitt sé að fá konur í viðtöl og þarna kemur að okkur sjálfum, við þurfum að þora, vilja og geta eins og sungið var á kvennafrídaginn 1975. Það eru ekki góð skilaboð til samfélagsins og sér í lagi ungu kynslóðanna, að konur sjáist og heyrist ekki til jafns á við karla í fjölmiðlum og að þær séu ekki jafn virkar á öllum sviðum samfélagsins. Förum vel með kosningarétt okkar og hugum vel að því hvaða afleiðingar val okkar hefur fyrir ímynd kvenna og valdastöðu kvenna innan samfélagsins og jafnari stöðu kynjanna. Konur, spyrjið ykkur næst þegar þið notið kosningarétt ykkar hvort, þegar til lengri tíma er litið, atkvæði ykkar stuðli að framþróun í jafnréttismálum kynjanna. Samtakamáttur kvenna og barátta fyrir kynjajafnrétti mun hvíla fyrst og fremst á herðum kvenna við að efla virðingu og völd kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
100 ár eru liðin frá því að konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis og gaman að gleðjast yfir áföngum sem hafa náðst í kynjajafnrétti en eins að skoða hvaða hindranir eru enn í veginum til að staða kynjanna sé jöfn. Konur á Íslandi standa vel að vígi þegar kemur að kynjajafnrétti og þær verið frumkvöðlar á mörgum sviðum vegna ötullar baráttu kvenna sem og jafnréttissinnaðri þjóð. Það þarf að bæta viðhorf samfélagsins til kvenna og að virðing fyrir konum sé sú sama og fyrir körlum. Það er undarlegt hvað karlar virðast eiga auðvelt með að koma sér á framfæri og fá stuðning karla sem kvenna þegar þeir bjóða sig fram til ábyrgðarstarfa. Það hefur vakið furðu mína að karlar séu formenn þriggja stórra stéttarfélaga þar sem konur eru í meirihluta félagsmanna. Konur þurfa að spyrja sig krefjandi spurninga og líta í eigin barm ef þær vilja stuðla að jafnri stöðu kynjanna. Hvað veldur því að konur kjósa síður konur til áhrifastarfa og þegar það gerist þá er það enn þá undantekningin sem sannar regluna. Treysta konur ekki kynsystrum sínum til góðra verka, að láta hlusta á sig, að vera ákveðnar og rökfastar og að vera í forsvari á opinberum vettvangi? Að sama skapi er það umhugsunarefni ef konur sækjast síður eftir áhrifastöðum og finna ekki fyrir sambærilegum stuðningi og karlar. Formaður Félags grunnskólakennara hefur verið karl fyrir utan eina undantekningu í marga áratugi. Var staðan þannig að engin kona bauð sig fram til formennsku þegar kosið var síðast um formann hjá Félagi hjúkrunarfræðinga, grunnskólakennara og leikskólakennara þar sem konur eru í kringum 90-99% félagsmanna? Það er þá enn ein birtingarmyndin á ójafnri stöðu kynjanna á 21. öldinni og er valdletjandi fyrir konur og særir mitt femíníska hjarta.Á herðum kvenna Fjölmiðlar eru yfirfullir af körlum sem viðmælendum, greinahöfundum og álitsgjöfum. Konur þurfa að nota öll tækifæri sem gefast til að auka sýnileika kvenna í fjölmiðlum og ein leið til þess er að kjósa konur til áhrifastarfa og að auka þannig möguleika á að rödd og viðhorf kvenna heyrist til jafns við hinn helminginn af mannkyninu. Þeir sem starfa á fjölmiðlum kvarta undan því að erfitt sé að fá konur í viðtöl og þarna kemur að okkur sjálfum, við þurfum að þora, vilja og geta eins og sungið var á kvennafrídaginn 1975. Það eru ekki góð skilaboð til samfélagsins og sér í lagi ungu kynslóðanna, að konur sjáist og heyrist ekki til jafns á við karla í fjölmiðlum og að þær séu ekki jafn virkar á öllum sviðum samfélagsins. Förum vel með kosningarétt okkar og hugum vel að því hvaða afleiðingar val okkar hefur fyrir ímynd kvenna og valdastöðu kvenna innan samfélagsins og jafnari stöðu kynjanna. Konur, spyrjið ykkur næst þegar þið notið kosningarétt ykkar hvort, þegar til lengri tíma er litið, atkvæði ykkar stuðli að framþróun í jafnréttismálum kynjanna. Samtakamáttur kvenna og barátta fyrir kynjajafnrétti mun hvíla fyrst og fremst á herðum kvenna við að efla virðingu og völd kvenna.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun