Ná þarf samningum um orku til álvers í Skagabyggð Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. júlí 2015 07:00 Wang Hongquian, forstjóri NFC, og Ingvar Skúlason, framkvæmdastjóri Klappa, handsala samstarfið. Að baki þeim standa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Zhan Weidong, sendiherra Kína á Íslandi, auk fulltrúa sveitarstjórna á Norðurlandi vestra, NFC og Kínverska þróunarbankans. Mynd/Klappir Development Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um fjármögnun byggingar 120 þúsund tonna álvers á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð. Undir yfirlýsinguna rituðu fulltrúar Klappa Development og China Nonferrous Metal Industry's Foreign Engineering and Construction (NFC) í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík síðdegis á þriðjudag. „Heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður rúmir 100 milljarðar króna (780 milljónir Bandaríkjadala). Áætlanir gera ráð fyrir 240 varanlegum störfum í álveri Klappa og allt að 800 tímabundnum störfum á byggingartíma,“ segir í tilkynningu Klappa og NFC. Þá er haft eftir Ingvari Unnsteini Skúlasyni, framkvæmdastjóra Kletts, að framboð á nauðsynlegri orku muni svo ráða því hvenær hægt verði að hefja rekstur álvers að Hafursstöðum.Ketill SigurjónssonKetill Sigurjónsson, lögfræðingur og MBA, sem heldur úti Orkublogginu, segir einfaldlega verða að koma í ljós hvernig svona fyrirtæki gangi að verða sér úti um orku. Íslensk orkufyrirtæki hafi lýst því yfir að hún sé af skornum skammti. „Áliðnaður er orkufrekasti iðnaður í heiminum og þú byggir ekki álver nema að tryggja þér mikið magn af orku til langs tíma á mjög lágu verði,“ segir hann. Síðan verði að koma í ljós hvort hér á landi sé að finna orkufyrirtæki sem tilbúið sé til að selja orku á mjög lágu verði til langs tíma. „En það tekur tíma að reisa álver og á sama tíma væri kannski hægt að reisa virkjun fyrir álver.“ Um slíkt þurfi að nást samningar. „En á meðan ekki hefur verið tilkynnt um slíka samninga er voða lítið um þetta hægt að segja. Þá er þetta bara svona hugmynd og menn verða svo bara að halda áfram með hugmyndina sína.“ Í tilkynningu Klappa og NFC kemur fram að viljayfirlýsingin byggi meðal annars á samstarfssamningi á milli sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra og Klappa Development, en þar hafi Sveitarfélagið Skagafjörður og Húnaþing vestra ákveðið að starfa með Blönduósbæ, Húnavatnshreppi, Sveitarfélaginu Skagaströnd og Skagabyggð, sem áður höfðu undirritað samstarfssamning við Klappir um uppbyggingu og rekstur álvers að Hafursstöðum. Þá ábyrgist NFC fjármögnun að minnsta kosti 70 prósenta kostnaðar við framkvæmdina og uppbyggingu innviða í gegnum kínverska eða aðra banka, auk þess að ábyrgjast byggingu allra mannvirkja sem og rekstur álversins meðan á uppkeyrslu þess stendur. Skagabyggð Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um fjármögnun byggingar 120 þúsund tonna álvers á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð. Undir yfirlýsinguna rituðu fulltrúar Klappa Development og China Nonferrous Metal Industry's Foreign Engineering and Construction (NFC) í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík síðdegis á þriðjudag. „Heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður rúmir 100 milljarðar króna (780 milljónir Bandaríkjadala). Áætlanir gera ráð fyrir 240 varanlegum störfum í álveri Klappa og allt að 800 tímabundnum störfum á byggingartíma,“ segir í tilkynningu Klappa og NFC. Þá er haft eftir Ingvari Unnsteini Skúlasyni, framkvæmdastjóra Kletts, að framboð á nauðsynlegri orku muni svo ráða því hvenær hægt verði að hefja rekstur álvers að Hafursstöðum.Ketill SigurjónssonKetill Sigurjónsson, lögfræðingur og MBA, sem heldur úti Orkublogginu, segir einfaldlega verða að koma í ljós hvernig svona fyrirtæki gangi að verða sér úti um orku. Íslensk orkufyrirtæki hafi lýst því yfir að hún sé af skornum skammti. „Áliðnaður er orkufrekasti iðnaður í heiminum og þú byggir ekki álver nema að tryggja þér mikið magn af orku til langs tíma á mjög lágu verði,“ segir hann. Síðan verði að koma í ljós hvort hér á landi sé að finna orkufyrirtæki sem tilbúið sé til að selja orku á mjög lágu verði til langs tíma. „En það tekur tíma að reisa álver og á sama tíma væri kannski hægt að reisa virkjun fyrir álver.“ Um slíkt þurfi að nást samningar. „En á meðan ekki hefur verið tilkynnt um slíka samninga er voða lítið um þetta hægt að segja. Þá er þetta bara svona hugmynd og menn verða svo bara að halda áfram með hugmyndina sína.“ Í tilkynningu Klappa og NFC kemur fram að viljayfirlýsingin byggi meðal annars á samstarfssamningi á milli sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra og Klappa Development, en þar hafi Sveitarfélagið Skagafjörður og Húnaþing vestra ákveðið að starfa með Blönduósbæ, Húnavatnshreppi, Sveitarfélaginu Skagaströnd og Skagabyggð, sem áður höfðu undirritað samstarfssamning við Klappir um uppbyggingu og rekstur álvers að Hafursstöðum. Þá ábyrgist NFC fjármögnun að minnsta kosti 70 prósenta kostnaðar við framkvæmdina og uppbyggingu innviða í gegnum kínverska eða aðra banka, auk þess að ábyrgjast byggingu allra mannvirkja sem og rekstur álversins meðan á uppkeyrslu þess stendur.
Skagabyggð Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira