Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. júlí 2015 07:00 „Lúsmý er frægur bitvargur í norðanverðri Evrópu,“ segir Jón Halldórsson, líffræðingur og meindýraeyðir, sem aðstoðaði við uppsetningu myndarinnar. MYND/ERLING ÓLAFSSON Síminn hefur hringt stanslaust hjá Náttúrufræðistofnun Íslands á síðustu dögum þar sem áhyggjufullir Íslendingar leita upplýsinga um nýjan landnema, lúsmý. Undarleg atvik hófust um síðastliðna helgi þegar lúsmý tók að herja á íbúa sumarhúsa beggja vegna Hvalfjarðar með þeim afleiðingum að margir hverjir urðu illa útleiknir. Nú er skordýrið farið að láta á sér kræla víðar á suðvesturhorni landsins og hefur þeim fjölgað töluvert sem hafa orðið fyrir slæmu biti. Fréttablaðið hefur fengið ábendingar frá fjölda fólks sem telur sig hafa verið bitið af lúsmýi. Mest hefur orðið vart við mýið beggja vegna Hvalfjarðar. Þá hafa ábendingar borist um að mýið sé komið í Mosfellsbæ, Grafarvog, Hafnarfjörð og í Kópavog. „Þetta er algjör óþverri og ég ætla rétt að vona að þessi viðbjóður sé ekki kominn til að vera,“ segir Karl Tómasson tónlistarmaður en Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að líkami hans væri allur undirlagður biti eftir dvöl í Kjós um síðustu helgi. „Ég viðurkenni það að ég er búinn að vera áhyggjufullur en þetta er klárlega á réttri leið. Nú líður lengra á milli kláðakasta og bitin eru ekki eins upphleypt.“ Náttúrufræðistofnun er nú með málið til rannsóknar og samkvæmt Erling Ólafssyni skordýrafræðingi er ekki vitað til þess að slíkar atlögur hafi átt sér stað áður á Íslandi og er mögulega um nýja tegund af mýi að ræða. Erling segist engar skýringar kunna á því hvers vegna mýið sé komið til landsins. Sérfróðir aðilar erlendis munu greina flugurnar á næstu dögum og vonandi gefa stofnuninni einhver svör. Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV, greindi frá því í gær að hann hefði farið að finna fyrir einkennum bits síðastliðinn þriðjudag og á miðvikudag reyndust bitin vera þrjátíu og sjö samtals. Baldur býr á Kársnesi í Kópavogi og segist ekki hafa farið úr bænum eða svo mikið sem í göngutúr í vikunni. Þá greindi Baldur frá því á Facebook-síðu sinni að hann hefði hitt mann sem hefði lent illa í skordýrinu í Hafnarfirði. Á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands segir að lúsmý sé ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. Í nágrannalöndum okkar eru margar tegundir sem sumar hverjar leggjast á okkur mannfólkið og geta orðið til mikils ama. Þær sem okkur girnast eru allar af ættkvíslinni Culicoides sem hefur til þessa ekki verið staðfest hér á landi. Gríma Huld Blængsdóttir, yfirlæknir á Heilsugæslu Mosfellsbæjar, segir heilsugæsluna hafa fengið inn töluverðan fjölda fólks með bit. „Þriðji hver maður kom hérna í fyrradag vegna bita en það var ekki bara fólk úr Mosó, fólk var að koma hvaðanæva að.“ Gríma segir að meðhöndla eigi bitin með sterakremi eða ofnæmislyfi. „Það á að byrja að meðhöndla sig strax. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir biti þurfa að taka ofnæmislyf áður en farið er á staði þar sem mikið er um mý.“ Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Síminn hefur hringt stanslaust hjá Náttúrufræðistofnun Íslands á síðustu dögum þar sem áhyggjufullir Íslendingar leita upplýsinga um nýjan landnema, lúsmý. Undarleg atvik hófust um síðastliðna helgi þegar lúsmý tók að herja á íbúa sumarhúsa beggja vegna Hvalfjarðar með þeim afleiðingum að margir hverjir urðu illa útleiknir. Nú er skordýrið farið að láta á sér kræla víðar á suðvesturhorni landsins og hefur þeim fjölgað töluvert sem hafa orðið fyrir slæmu biti. Fréttablaðið hefur fengið ábendingar frá fjölda fólks sem telur sig hafa verið bitið af lúsmýi. Mest hefur orðið vart við mýið beggja vegna Hvalfjarðar. Þá hafa ábendingar borist um að mýið sé komið í Mosfellsbæ, Grafarvog, Hafnarfjörð og í Kópavog. „Þetta er algjör óþverri og ég ætla rétt að vona að þessi viðbjóður sé ekki kominn til að vera,“ segir Karl Tómasson tónlistarmaður en Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að líkami hans væri allur undirlagður biti eftir dvöl í Kjós um síðustu helgi. „Ég viðurkenni það að ég er búinn að vera áhyggjufullur en þetta er klárlega á réttri leið. Nú líður lengra á milli kláðakasta og bitin eru ekki eins upphleypt.“ Náttúrufræðistofnun er nú með málið til rannsóknar og samkvæmt Erling Ólafssyni skordýrafræðingi er ekki vitað til þess að slíkar atlögur hafi átt sér stað áður á Íslandi og er mögulega um nýja tegund af mýi að ræða. Erling segist engar skýringar kunna á því hvers vegna mýið sé komið til landsins. Sérfróðir aðilar erlendis munu greina flugurnar á næstu dögum og vonandi gefa stofnuninni einhver svör. Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV, greindi frá því í gær að hann hefði farið að finna fyrir einkennum bits síðastliðinn þriðjudag og á miðvikudag reyndust bitin vera þrjátíu og sjö samtals. Baldur býr á Kársnesi í Kópavogi og segist ekki hafa farið úr bænum eða svo mikið sem í göngutúr í vikunni. Þá greindi Baldur frá því á Facebook-síðu sinni að hann hefði hitt mann sem hefði lent illa í skordýrinu í Hafnarfirði. Á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands segir að lúsmý sé ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. Í nágrannalöndum okkar eru margar tegundir sem sumar hverjar leggjast á okkur mannfólkið og geta orðið til mikils ama. Þær sem okkur girnast eru allar af ættkvíslinni Culicoides sem hefur til þessa ekki verið staðfest hér á landi. Gríma Huld Blængsdóttir, yfirlæknir á Heilsugæslu Mosfellsbæjar, segir heilsugæsluna hafa fengið inn töluverðan fjölda fólks með bit. „Þriðji hver maður kom hérna í fyrradag vegna bita en það var ekki bara fólk úr Mosó, fólk var að koma hvaðanæva að.“ Gríma segir að meðhöndla eigi bitin með sterakremi eða ofnæmislyfi. „Það á að byrja að meðhöndla sig strax. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir biti þurfa að taka ofnæmislyf áður en farið er á staði þar sem mikið er um mý.“
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent