Erlent

Frakkar hafna Julian Assange

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Julian Assange
Julian Assange
Frönsk yfirvöld höfnuðu í gær umsókn Julian Assange, forsprakka Wikileaks, um pólitískt hæli. Forseti Frakklands, François Hollande, sagði í gær að Assange væri eftirlýstur í Evrópu og hafi Frakkland ákveðið að neita honum vegna þess.

Julian Assange er þó ekki í hættu á að verða handtekinn enn um sinn en hann hefur undanfarin þrjú ár verið fastur inni í sendiráði Ekvador í London. Nýlega bað Assange breska ríkið um að fá að stíga út úr húsi í klukkutíma á dag til að fá ferskt loft. Þeirri beiðni hefur ekki enn verið svarað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×