Innlent

Gerðardómur setur starfsreglur

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir
„Við boðuðum aðila til fundar við okkur,“ segir Garðar Garðarsson, formaður gerðardóms í kjaradeilu BHM og ríksins.

Fyrsti fundur dómsins var haldinn í gærmorgun ásamt BHM og samninganefnd ríkisins.

„Á þeim fundi fórum við yfir stöðuna í málinu, lögin og tilefni þeirra. Við kynntum aðilum starfsreglur Gerðardómsins sem við erum búin að setja og við gáfum þeim síðan frest í eina viku til að gera kröfu og greinargerð og aðilar eiga að skila því á föstudaginn næsta.“

Gerðardómi er ætlað að skila áliti sínu fyrir 15 ágúst.

Garðar Garðarsson
„Við höfum fengið þau fyrirmæli að skila greinagerð með kröfugerð okkar og röksemdir fyrir henni fyrir næsta föstudag,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.

Aðspurð segist hún ekki vita hvenær dómurinn gæti komist að niðurstöðu. 

„Það er engin leið að segja til um það. Málið er náttúrulega í þeirra höndum. Við hjá BHM munum bara safna öllum gögnum og svara spurningum og gera þeim grein fyrir stöðunni en að öðru leiti er það þeirra að vinna úr stöðunni.“

Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður er formaður dómsins auk hanns sitja í dómnum Ásta Dís Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, og Stefán Svavarsson, endurskoðandi og fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×