Varp á Suðurlandi gekk betur en sérfræðingar óttuðust í vor Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. júlí 2015 07:00 Lóan átti erfitt í byrjun sumars og sótti inn í húsagarða í þéttbýli. Nordicphotos/afp „Þetta byrjaði allt dálítið seint en þetta lítur allt ágætlega út,“ segir Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi. Gunnar og samstarfsmenn hans rannsaka varp vaðfugla á Suðurlandi. „Við erum mest að skoða jaðrakana, spóa og tjaldi,“ segir Tómas en bætir því við að þeir fylgist með hreiðrum allra varpfugla og tímasetningu varpsins og geri stikkprufur á fjölda á stórum svæðum. Þetta hafi þeir gert síðan 2011. „Við eigum eftir að sjá hvernig ungunum gengur en þetta er ekki nærri því eins slæmt og við héldum í vor, þrátt fyrir þetta kalda árferði,“ segir Tómas. Það hafi gengið illa hjá þeim fuglum sem urpu snemma í vor, þegar gróðurinn var lítill og hreiðrin berskjölduð. Gunnar Þór Hallgrímsson, fuglafræðingur og dósent í dýrafræði við Háskóla Íslands, segir að staða varpsins sé bæði landshlutabundin og tegundabundin. Menn séu enn þá úti við að telja fugla á sínum svæðum, en heildarmyndin muni sjást síðar í sumar þegar þeir beri saman bækur sínar. Gunnar segir þó að mávavarp hafi verið í þokkalegu ástandi í sumar, miðað við síðustu ár, staðan hjá mávinum hafi verið mjög slæm undanfarin ár vegna hruns sílastofnsins. Þá hafi æðarfuglar verpt seint á suðvestanverðu og vestanverðu landinu. Þetta skýrist væntanlega af köldu vori. Gunnar segir að talningar á lóum og spóum verði mest spennandi. Þessir fuglar virðist hafa átt mjög slæmt vor. Það bar á því í vor að lóur fyndust í húsagörðum í þéttbýli, sem er óvenjulegt. „Það voru að finnast dauðar lóur, þannig að það verður mjög spennandi að sjá. Það er mín tilfinning þar sem ég hef farið að það sé lítið af lóu í varpi. Það er mín tilfinning að það sé minna af lóu en oft áður í varpi,“ segir Gunnar.Tómas Grétar Gunnarsson„Það er fullt af fuglum með unga. Þeir eru dálítið seinir og það kannski hefur áhrif í haust þegar þeir ætla að fara að undirbúa sig undir farflug að vera svolítið seinni til. Það skiptir máli að vera vel þroskaðir þegar kemur að því,“ segir Tómas. Hann segist telja að af vaðfuglunum hafi varpið sennilegast gengið verst hjá tjaldinum. „Spóinn byrjar tiltölulega seinn og það virðist bara ganga ágætlega hjá honum,“ segir Tómas Grétar og bætir við að jaðrakaninn virðist vera í meðallagi. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
„Þetta byrjaði allt dálítið seint en þetta lítur allt ágætlega út,“ segir Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi. Gunnar og samstarfsmenn hans rannsaka varp vaðfugla á Suðurlandi. „Við erum mest að skoða jaðrakana, spóa og tjaldi,“ segir Tómas en bætir því við að þeir fylgist með hreiðrum allra varpfugla og tímasetningu varpsins og geri stikkprufur á fjölda á stórum svæðum. Þetta hafi þeir gert síðan 2011. „Við eigum eftir að sjá hvernig ungunum gengur en þetta er ekki nærri því eins slæmt og við héldum í vor, þrátt fyrir þetta kalda árferði,“ segir Tómas. Það hafi gengið illa hjá þeim fuglum sem urpu snemma í vor, þegar gróðurinn var lítill og hreiðrin berskjölduð. Gunnar Þór Hallgrímsson, fuglafræðingur og dósent í dýrafræði við Háskóla Íslands, segir að staða varpsins sé bæði landshlutabundin og tegundabundin. Menn séu enn þá úti við að telja fugla á sínum svæðum, en heildarmyndin muni sjást síðar í sumar þegar þeir beri saman bækur sínar. Gunnar segir þó að mávavarp hafi verið í þokkalegu ástandi í sumar, miðað við síðustu ár, staðan hjá mávinum hafi verið mjög slæm undanfarin ár vegna hruns sílastofnsins. Þá hafi æðarfuglar verpt seint á suðvestanverðu og vestanverðu landinu. Þetta skýrist væntanlega af köldu vori. Gunnar segir að talningar á lóum og spóum verði mest spennandi. Þessir fuglar virðist hafa átt mjög slæmt vor. Það bar á því í vor að lóur fyndust í húsagörðum í þéttbýli, sem er óvenjulegt. „Það voru að finnast dauðar lóur, þannig að það verður mjög spennandi að sjá. Það er mín tilfinning þar sem ég hef farið að það sé lítið af lóu í varpi. Það er mín tilfinning að það sé minna af lóu en oft áður í varpi,“ segir Gunnar.Tómas Grétar Gunnarsson„Það er fullt af fuglum með unga. Þeir eru dálítið seinir og það kannski hefur áhrif í haust þegar þeir ætla að fara að undirbúa sig undir farflug að vera svolítið seinni til. Það skiptir máli að vera vel þroskaðir þegar kemur að því,“ segir Tómas. Hann segist telja að af vaðfuglunum hafi varpið sennilegast gengið verst hjá tjaldinum. „Spóinn byrjar tiltölulega seinn og það virðist bara ganga ágætlega hjá honum,“ segir Tómas Grétar og bætir við að jaðrakaninn virðist vera í meðallagi.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira