Íslensk leigubílastöð tekur forrit svipað Uber í notkun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. júlí 2015 07:00 Ólíkt Uber munu eingöngu leyfisskyldir ökumenn aka fyrir Taxi Service. vísirgva „Stöðvargjöld eru töluvert lægri hjá okkur en hjá Hreyfli og Bifreiðastöð Reykjavíkur og munum við því bjóða upp á ódýrari þjónustu,“ segir Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar Taxi Service ehf., um nýja þjónustu á leigubílamarkaði á Íslandi. Um er að ræða nýtt snjallforrit eða app sem svipar til leigubílaþjónustu nýsköpunarfyrirtækisins Uber. „Það er allt að verða klárt og við hefjum starfsemi á næstu dögum,“ segir Daði. Í vikunni greindi Fréttablaðið frá því að Ólöf Nordal innanríkisráðherra vildi auka frelsi á leigubílamarkaði. Hún er hrifin af leigubílaþjónustu Uber. Samkvæmt Samgöngustofu hefur engin beiðni borist frá Uber um að hefja þjónustu hér á landi, en fyrirtækið tilkynnti í byrjun árs að nægilega margar undirskriftir hefðu safnast til þess að fyrirtækið myndi hefja starfsemi hér á landi.Snjallforrit TaxiserviceAð sögn Daða hefur Taxi Service unnið í forritinu í samstarfi við Drivr, danskt hugbúnaðarfyrirtæki. Búnaðurinn býður upp á alla þá þætti sem Uber-hugbúnaðurinn inniheldur, meðal annars leiðarkort sem sýnir strax staðsetningu leigubílsins og hvenær hans er að vænta. Þá birtist nafn og mynd af bílstjóranum, sem samþykkt hefur pöntunina, á símanum, auk þess sem áætlaður kostnaður er gefinn upp. Í lok ferðar greiðir notandinn fyrir ferðina með símanum sínum og gefur bílstjóranum einkunn, allt eftir ánægju með þjónustuna. „Það sem gerir Taxi Service ódýrara eru lág stöðvargjöld. Einnig sér forritið um pantanir og þannig spörum við í starfsmannahaldi,“ segir Daði. skjáskot af appinumynd/daði„Ólíkt Uber, þar sem hver og einn getur boðið fram þjónustu sína án trygginga fyrir farþegann, mun Taxi Service eingöngu hafa ökumenn með leyfi. Að auki vinna allir ökumenn eftir siðareglum sem fyrirtækið hefur sett sér í þágu neytenda,“ segir Daði og bætir við að starfsemin uppfylli öll skilyrði laga. „Fylgst verður með gæðum þjónustunnar sem ekki hefur verið hægt að gera áður hér á landi. Ef bílstjórinn fær ekki góða einkunn fæ ég allar upplýsingar um það beint til mín. Ef það kemur fyrir í nokkur skipti verður samstarfi við hann hætt.“ Sæmundur Kristján Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segist ekki hafa áhyggjur af samkeppni. „Við sitjum nú ekki auðum höndum hér og það kemur út app frá okkur á næstunni. Appið er mjög flott og þú sérð staðsetningu leigubílsins sem er á leiðinni til þín,“ segir Sæmundur og bætir að hann skilji þó ekki hvers vegna innanríkisráðherra vilji gera leigubílamarkaðinn frjálsari. „Í dag eru engar breyttar forsendur sem gefa tilefni til að slaka á reglunum. Þessi fagstétt er að standa sig mjög vel og því er engin ástæða til þess að fara að breyta núverandi kerfi sem er í alla staði til fyrirmyndar.“ Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
„Stöðvargjöld eru töluvert lægri hjá okkur en hjá Hreyfli og Bifreiðastöð Reykjavíkur og munum við því bjóða upp á ódýrari þjónustu,“ segir Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar Taxi Service ehf., um nýja þjónustu á leigubílamarkaði á Íslandi. Um er að ræða nýtt snjallforrit eða app sem svipar til leigubílaþjónustu nýsköpunarfyrirtækisins Uber. „Það er allt að verða klárt og við hefjum starfsemi á næstu dögum,“ segir Daði. Í vikunni greindi Fréttablaðið frá því að Ólöf Nordal innanríkisráðherra vildi auka frelsi á leigubílamarkaði. Hún er hrifin af leigubílaþjónustu Uber. Samkvæmt Samgöngustofu hefur engin beiðni borist frá Uber um að hefja þjónustu hér á landi, en fyrirtækið tilkynnti í byrjun árs að nægilega margar undirskriftir hefðu safnast til þess að fyrirtækið myndi hefja starfsemi hér á landi.Snjallforrit TaxiserviceAð sögn Daða hefur Taxi Service unnið í forritinu í samstarfi við Drivr, danskt hugbúnaðarfyrirtæki. Búnaðurinn býður upp á alla þá þætti sem Uber-hugbúnaðurinn inniheldur, meðal annars leiðarkort sem sýnir strax staðsetningu leigubílsins og hvenær hans er að vænta. Þá birtist nafn og mynd af bílstjóranum, sem samþykkt hefur pöntunina, á símanum, auk þess sem áætlaður kostnaður er gefinn upp. Í lok ferðar greiðir notandinn fyrir ferðina með símanum sínum og gefur bílstjóranum einkunn, allt eftir ánægju með þjónustuna. „Það sem gerir Taxi Service ódýrara eru lág stöðvargjöld. Einnig sér forritið um pantanir og þannig spörum við í starfsmannahaldi,“ segir Daði. skjáskot af appinumynd/daði„Ólíkt Uber, þar sem hver og einn getur boðið fram þjónustu sína án trygginga fyrir farþegann, mun Taxi Service eingöngu hafa ökumenn með leyfi. Að auki vinna allir ökumenn eftir siðareglum sem fyrirtækið hefur sett sér í þágu neytenda,“ segir Daði og bætir við að starfsemin uppfylli öll skilyrði laga. „Fylgst verður með gæðum þjónustunnar sem ekki hefur verið hægt að gera áður hér á landi. Ef bílstjórinn fær ekki góða einkunn fæ ég allar upplýsingar um það beint til mín. Ef það kemur fyrir í nokkur skipti verður samstarfi við hann hætt.“ Sæmundur Kristján Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segist ekki hafa áhyggjur af samkeppni. „Við sitjum nú ekki auðum höndum hér og það kemur út app frá okkur á næstunni. Appið er mjög flott og þú sérð staðsetningu leigubílsins sem er á leiðinni til þín,“ segir Sæmundur og bætir að hann skilji þó ekki hvers vegna innanríkisráðherra vilji gera leigubílamarkaðinn frjálsari. „Í dag eru engar breyttar forsendur sem gefa tilefni til að slaka á reglunum. Þessi fagstétt er að standa sig mjög vel og því er engin ástæða til þess að fara að breyta núverandi kerfi sem er í alla staði til fyrirmyndar.“
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira