Meira af kókaíni í ár en tvö síðustu ár Snærós Sindradóttir skrifar 9. júlí 2015 07:00 Þórarinn Tyrfingsson segir að fljótt fjari undan hjá fólki sem er fíkið í kókaín. vísir/Anton Brink Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haldlagt meira af kókaíni það sem af er ári en samanlagt árin 2013 og 2014. Þau ár var haldlagning kókaíns í algjöru lágmarki.Aldís Hilmarsdóttir„Eitt mál getur skekkt allt. En við erum að vinna mikið og það skýrir árangurinn,“ segir Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá fíkniefnabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísar Aldís þar með til funds á kókaíni í gámi við Sundahöfn í júní síðastliðnum. Tölurnar sem Fréttablaðið miðar við eru frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Töluvert magn af kókaíni hefur þó verið haldlagt af tollvörðum á Keflavíkurflugvelli. Tvær franskar stúlkur um tvítugt sitja nú í gæsluvarðhaldi á Akureyri fyrir að smygla inn fjögurhundruð grömmum af kókaíni og hollenskar mæðgur voru handteknar í byrjun apríl síðastliðnum. Þær höfðu um tuttugu kíló af fíkniefnum meðferðis, þar á meðal kókaín. Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ er grammið af kókaíni nú á tæpar átján þúsund krónur. Fjögurhundruð grömm af efninu myndu því skila gróða upp á rúmar sjö milljónir króna. Þá eru ekki teknar með í reikninginn aðferðir til að drýgja efnið og þynna það út, sem myndi skila enn frekari hagnaði. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að þar á bæ hafi enn ekki skilað sér til meðferðar aukinn fjöldi kókaínfíkla. „Það getur verið að menn séu farnir að hugsa sér til hreyfings og flytja meira inn. Lögreglan getur verið að haldleggja núna sem getur bent til þess að við eigum von á aukningu [til okkar] í framtíðinni,“ segir Þórarinn. Hann segir að í Evrópu blandist kókaínneysla mikið annarri vímuefnaneyslu en þó sé eitthvað um að fólk með meira á milli handanna ánetjist efninu þar sem það er mun dýrara en annað á markaðnum. „Við fengum svoleiðis fólk fyrir hrun en það er mun minna núna. Þessi mýta um að maður geti notað kókaín lengi og verið ríkur hún er dálítið þvæld. Yfirleitt þegar maður er orðinn fíkinn í kókaín er fljót að fara af manni vinnan og peningarnir og flest sem maður er að gera.“ Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haldlagt meira af kókaíni það sem af er ári en samanlagt árin 2013 og 2014. Þau ár var haldlagning kókaíns í algjöru lágmarki.Aldís Hilmarsdóttir„Eitt mál getur skekkt allt. En við erum að vinna mikið og það skýrir árangurinn,“ segir Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá fíkniefnabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísar Aldís þar með til funds á kókaíni í gámi við Sundahöfn í júní síðastliðnum. Tölurnar sem Fréttablaðið miðar við eru frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Töluvert magn af kókaíni hefur þó verið haldlagt af tollvörðum á Keflavíkurflugvelli. Tvær franskar stúlkur um tvítugt sitja nú í gæsluvarðhaldi á Akureyri fyrir að smygla inn fjögurhundruð grömmum af kókaíni og hollenskar mæðgur voru handteknar í byrjun apríl síðastliðnum. Þær höfðu um tuttugu kíló af fíkniefnum meðferðis, þar á meðal kókaín. Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ er grammið af kókaíni nú á tæpar átján þúsund krónur. Fjögurhundruð grömm af efninu myndu því skila gróða upp á rúmar sjö milljónir króna. Þá eru ekki teknar með í reikninginn aðferðir til að drýgja efnið og þynna það út, sem myndi skila enn frekari hagnaði. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að þar á bæ hafi enn ekki skilað sér til meðferðar aukinn fjöldi kókaínfíkla. „Það getur verið að menn séu farnir að hugsa sér til hreyfings og flytja meira inn. Lögreglan getur verið að haldleggja núna sem getur bent til þess að við eigum von á aukningu [til okkar] í framtíðinni,“ segir Þórarinn. Hann segir að í Evrópu blandist kókaínneysla mikið annarri vímuefnaneyslu en þó sé eitthvað um að fólk með meira á milli handanna ánetjist efninu þar sem það er mun dýrara en annað á markaðnum. „Við fengum svoleiðis fólk fyrir hrun en það er mun minna núna. Þessi mýta um að maður geti notað kókaín lengi og verið ríkur hún er dálítið þvæld. Yfirleitt þegar maður er orðinn fíkinn í kókaín er fljót að fara af manni vinnan og peningarnir og flest sem maður er að gera.“
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira