Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. júlí 2015 07:00 Báturinn Sædís ÍS-067 kemur með skipbrotsmennina til hafnar í Bolungarvík. Mynd/Hafþór Gunnarsson Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka nú hvort að björgunarbúnaður í fiskibátnum Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi. Þegar bátnum hvolfdi átti björgunarbúnaður að blása út en svo virðist vera að búnaðurinn hafi ekki virkað. Tveir björgunarbátar eru á Jóni Hákoni en ekki er vitað hvort þeir voru búnir sjálfvirkum sleppibúnaði. Gengið var úr skugga um að bátarnir væru í lagi fyrir um tæpu ári þegar þeir fóru í árlega skoðun. Jóni Hákoni BA-60 hvolfdi við Rit skammt utan Aðalvíkur í gærmorgun. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst viðvörun klukkan átta í gærmorgun um að skipið sendi ekki vöktunarboð í sjálfvirka tilkynningaskyldu. Bátnum mun hafa hvolft þegar verið var að draga inn veiðafærin en aðstæður við Aðalvík voru góðar, ölduhæð lítil og hæg norðlæg átt. Ekki er víst hver tildrög slyssins eru en það er til rannsóknar. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar reyndi að ná sambandi við skipverja í gegn um talstöðvarbúnað án árangurs og var því brugðið á það ráð að biðja nærliggjandi báta að svipast um eftir Jóni Hákoni. Klukkan hálf níu tilkynnti fiskibáturinn Mardís ÍS-400 að hún væri komin að Jóni Hákoni þar sem hann flaut á hvolfi og þremur skipverjum hefði verið bjargað af kili bátsins. Talið er að mennirnir hafi verið á kilinum í rúman klukkutíma. Fjórði skipverjinn fannst skömmu síðar en hann var látinn þegar Mardís kom að honum. Mardís sigldi með mennina áleiðis en þeir voru fluttir yfir í Sædísi ÍS-067 sem sigldi með þá til Bolungarvíkur. Skömmu síðar kom Fagranesið ÍS-008 að Jóni Hákoni og ætlaði að bíða við skipið þangað til að björgunarsveitir mættu á svæðið. Klukkan níu tilkynnti Fagranesið að Jón Hákon væri sokkinn. Sædís kom til hafnar í Bolungarvík upp úr klukkan tíu og skipverjarnir þrír voru fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka nú hvort að björgunarbúnaður í fiskibátnum Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi. Þegar bátnum hvolfdi átti björgunarbúnaður að blása út en svo virðist vera að búnaðurinn hafi ekki virkað. Tveir björgunarbátar eru á Jóni Hákoni en ekki er vitað hvort þeir voru búnir sjálfvirkum sleppibúnaði. Gengið var úr skugga um að bátarnir væru í lagi fyrir um tæpu ári þegar þeir fóru í árlega skoðun. Jóni Hákoni BA-60 hvolfdi við Rit skammt utan Aðalvíkur í gærmorgun. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst viðvörun klukkan átta í gærmorgun um að skipið sendi ekki vöktunarboð í sjálfvirka tilkynningaskyldu. Bátnum mun hafa hvolft þegar verið var að draga inn veiðafærin en aðstæður við Aðalvík voru góðar, ölduhæð lítil og hæg norðlæg átt. Ekki er víst hver tildrög slyssins eru en það er til rannsóknar. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar reyndi að ná sambandi við skipverja í gegn um talstöðvarbúnað án árangurs og var því brugðið á það ráð að biðja nærliggjandi báta að svipast um eftir Jóni Hákoni. Klukkan hálf níu tilkynnti fiskibáturinn Mardís ÍS-400 að hún væri komin að Jóni Hákoni þar sem hann flaut á hvolfi og þremur skipverjum hefði verið bjargað af kili bátsins. Talið er að mennirnir hafi verið á kilinum í rúman klukkutíma. Fjórði skipverjinn fannst skömmu síðar en hann var látinn þegar Mardís kom að honum. Mardís sigldi með mennina áleiðis en þeir voru fluttir yfir í Sædísi ÍS-067 sem sigldi með þá til Bolungarvíkur. Skömmu síðar kom Fagranesið ÍS-008 að Jóni Hákoni og ætlaði að bíða við skipið þangað til að björgunarsveitir mættu á svæðið. Klukkan níu tilkynnti Fagranesið að Jón Hákon væri sokkinn. Sædís kom til hafnar í Bolungarvík upp úr klukkan tíu og skipverjarnir þrír voru fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira