Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. júlí 2015 07:00 Báturinn Sædís ÍS-067 kemur með skipbrotsmennina til hafnar í Bolungarvík. Mynd/Hafþór Gunnarsson Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka nú hvort að björgunarbúnaður í fiskibátnum Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi. Þegar bátnum hvolfdi átti björgunarbúnaður að blása út en svo virðist vera að búnaðurinn hafi ekki virkað. Tveir björgunarbátar eru á Jóni Hákoni en ekki er vitað hvort þeir voru búnir sjálfvirkum sleppibúnaði. Gengið var úr skugga um að bátarnir væru í lagi fyrir um tæpu ári þegar þeir fóru í árlega skoðun. Jóni Hákoni BA-60 hvolfdi við Rit skammt utan Aðalvíkur í gærmorgun. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst viðvörun klukkan átta í gærmorgun um að skipið sendi ekki vöktunarboð í sjálfvirka tilkynningaskyldu. Bátnum mun hafa hvolft þegar verið var að draga inn veiðafærin en aðstæður við Aðalvík voru góðar, ölduhæð lítil og hæg norðlæg átt. Ekki er víst hver tildrög slyssins eru en það er til rannsóknar. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar reyndi að ná sambandi við skipverja í gegn um talstöðvarbúnað án árangurs og var því brugðið á það ráð að biðja nærliggjandi báta að svipast um eftir Jóni Hákoni. Klukkan hálf níu tilkynnti fiskibáturinn Mardís ÍS-400 að hún væri komin að Jóni Hákoni þar sem hann flaut á hvolfi og þremur skipverjum hefði verið bjargað af kili bátsins. Talið er að mennirnir hafi verið á kilinum í rúman klukkutíma. Fjórði skipverjinn fannst skömmu síðar en hann var látinn þegar Mardís kom að honum. Mardís sigldi með mennina áleiðis en þeir voru fluttir yfir í Sædísi ÍS-067 sem sigldi með þá til Bolungarvíkur. Skömmu síðar kom Fagranesið ÍS-008 að Jóni Hákoni og ætlaði að bíða við skipið þangað til að björgunarsveitir mættu á svæðið. Klukkan níu tilkynnti Fagranesið að Jón Hákon væri sokkinn. Sædís kom til hafnar í Bolungarvík upp úr klukkan tíu og skipverjarnir þrír voru fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka nú hvort að björgunarbúnaður í fiskibátnum Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi. Þegar bátnum hvolfdi átti björgunarbúnaður að blása út en svo virðist vera að búnaðurinn hafi ekki virkað. Tveir björgunarbátar eru á Jóni Hákoni en ekki er vitað hvort þeir voru búnir sjálfvirkum sleppibúnaði. Gengið var úr skugga um að bátarnir væru í lagi fyrir um tæpu ári þegar þeir fóru í árlega skoðun. Jóni Hákoni BA-60 hvolfdi við Rit skammt utan Aðalvíkur í gærmorgun. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst viðvörun klukkan átta í gærmorgun um að skipið sendi ekki vöktunarboð í sjálfvirka tilkynningaskyldu. Bátnum mun hafa hvolft þegar verið var að draga inn veiðafærin en aðstæður við Aðalvík voru góðar, ölduhæð lítil og hæg norðlæg átt. Ekki er víst hver tildrög slyssins eru en það er til rannsóknar. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar reyndi að ná sambandi við skipverja í gegn um talstöðvarbúnað án árangurs og var því brugðið á það ráð að biðja nærliggjandi báta að svipast um eftir Jóni Hákoni. Klukkan hálf níu tilkynnti fiskibáturinn Mardís ÍS-400 að hún væri komin að Jóni Hákoni þar sem hann flaut á hvolfi og þremur skipverjum hefði verið bjargað af kili bátsins. Talið er að mennirnir hafi verið á kilinum í rúman klukkutíma. Fjórði skipverjinn fannst skömmu síðar en hann var látinn þegar Mardís kom að honum. Mardís sigldi með mennina áleiðis en þeir voru fluttir yfir í Sædísi ÍS-067 sem sigldi með þá til Bolungarvíkur. Skömmu síðar kom Fagranesið ÍS-008 að Jóni Hákoni og ætlaði að bíða við skipið þangað til að björgunarsveitir mættu á svæðið. Klukkan níu tilkynnti Fagranesið að Jón Hákon væri sokkinn. Sædís kom til hafnar í Bolungarvík upp úr klukkan tíu og skipverjarnir þrír voru fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira