Lífið

Áhugasamir geta kynnt sér dumpling-gerð

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Áhugavert kynna sér dumpling-gerð geta gert sér ferð á Loft Hostel í kvöld.
Áhugavert kynna sér dumpling-gerð geta gert sér ferð á Loft Hostel í kvöld. Vísir/Valli
Í kvöld fer fram viðburður á Lofti Hosteli þar sem áhugasamir geta kynnt sér hvernig matreiða skal dumplings.

Dumplings eru hveitibollur sem eru gufusoðnar, soðnar, steiktar eða bakaðar og ýmist bornar fram þannig eða fylltar með alls konar kjötmeti og/eða grænmeti fyrir eldun.

Á Lofti verður kynnt hvernig á að matreiða dumplings og þátttakendur geta látið reyna á hæfileika sína við eldamennskuna og snætt svo herlegheitin að lokum.

„Viðtökurnar komu mér á óvart, það voru strax 40 búnir að skrá sig á viðburðinn klukkutíma eftir að ég bjó hann til á Facebook og núna eru þeir orðnir rúmlega 150,“ segir Elodie Chen, sem skipulagði og heldur utan um viðburðinn.

Vegna áhugans hefur Elodie ákveðið að halda annan viðburð þann 16. júlí næstkomandi sem fer einnig fram á Lofti Hosteli og hefst á sama tíma.

Viðburðurinn hefst klukkan 19.00 og er aðgangur ókeypis en einungis 20 manns geta tekið þátt í matargerðinni, en öllum er frjálst að mæta og fylgjast með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×