Erlent

Stingur upp á árlegri sýningu BRICS-ríkja

þórgnýr einar albertsson skrifar
BRICS-ríkin funda nú í Rússlandi en í sambandinu eru Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður-Afríka.
BRICS-ríkin funda nú í Rússlandi en í sambandinu eru Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður-Afríka. nordicphotos/afp
Leiðtogaráðstefna BRICS-ríkjanna hófst í rússnesku borginni UFA, um 1.100 kílómetra austur af Moskvu, í gær. Ráðstefnuna sækja Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, Vladimír Pútín, forseti Rússlands, Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, Xi Jinping, forseti Kína og Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku.

Modi stakk upp á því á ráðstefnunni í gær að ríkin fimm héldu árlega sýningu þar sem framleiðendur frá ríkjunum kæmu saman og sýndu sitt besta. Bauðst hann einnig til að halda fyrstu sýninguna á Indlandi á næsta ári. Hann hvatti ríkin til þess að vinna saman og læra hvert af öðru.

Vladimír Pútín tekur undir þetta en forsetinn er sagður vilja leita stuðnings BRICS-ríkjanna gegn Vesturlöndum sem nú standa andspænis Pútín vegna stríðsins í Úkraínu. „Ég mun ekki fela það að ég er einstaklega glaður að sjá vini okkar frá Kína,“ sagði Pútín á miðvikudagskvöld þegar leiðtogarnir komu til borgarinnar, en hann lítur á Kínverja sem mikilvæga bandamenn.

Narendra Modi stakk upp á því á fundi með Pútín að kenna Rússanum jóga, en Modi er mikill áhugamaður um jóga. „Það lítur út fyrir að vera erfitt, þess vegna hef ég ekki prófað það,“ sagði Pútín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×