Lífið

Ábreiður af lögum hver annarra

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hljómsveitin tók lag eftir Júníus Meyvant og setti í eigin búning.
Hljómsveitin tók lag eftir Júníus Meyvant og setti í eigin búning. Mynd/Florian Trykowski
„Okkar útgáfa er talsvert frábrugðin upprunalegu útgáfunni en þetta var mjög skemmtilegt verkefni,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari hljómsveitarinnar Diktu. Sveitin tók á dögunum þátt í svokölluðu „Spotify Sessions“ verkefni en í því tóku þátt íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn og léku lög hver annarra, ásamt því leika eitt lag eftir sjálfan sig.

„Við tókum lagið Color Decay eftir Júníus Meyvant og reyndum að gera okkar útgáfu af því. Við tókum þetta upp læf í Sundlauginni og bættum engu við þannig að þetta er hrátt og skemmtilegt,“ segir Haukur Heiðar um framlag Diktu til verkefnisins.

Steinþór Helgi Arnsteinsson


Ásamt Diktu og Júníusi Meyvant tóku þátt í verkefninu hljómsveitirnar Vök og Valdimar.

Afraksturinn er kominn á Spotify og fróðlegt að heyra misjafnar útgáfur listamannanna.

„Þetta er hluti af markaðsstarfi Spotify á Íslandi, þeir hafa verið að gera þetta með listamönnum úti. Það er verið að reyna nýta miðilinn og búa til eitthvað nýtt og skemmtilegt,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson sem hafði umsjón með verkefninu.

„Í þetta sinn var verkefnið tekið enn lengra og gerðu listamenn ábreiður af lögum hver annars og útkoman er frábær, sérstaklega því þetta er allt tekið læf og listamennirnir fengu lítinn undirbúningstíma,“ bætir Steinþór Helgi við. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×