Bankastjórinn telur ódýrara að byggja við Austurhöfn Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. júlí 2015 07:00 Svona mun svæðið við Austurhöfn líta út með nýrri byggingu Landsbankans, Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. Meginþorri húsnæðisins sem Landsbankinn noti í Kvosinni sé leiguhúsnæði og flestir leigusamningarnir á milli eins til þriggja ára. Þetta skapi rekstraráhættu fyrir bankann. Í dag sé húsnæðið sem bankinn rekur starfsemi sína í eins og völundarhús og það skapi óhagræði. Fyrirhuguð bygging nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn í Reykjavík hefur verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt eru þingmennirnir Elín Hirst og Guðlaugur Þór Þórðarson.Steinþór PálssonVísir/DaníelNúverandi húsnæði sóun á peningum Steinþór segir aftur á móti að við núverandi húsnæðiskost sé verið að sóa peningum. Það væri 700 milljónum króna ódýrara að koma húsnæðinu í framtíðarmynd en að búa við óbreytt ástand. „Við erum búin að vera að skoða kosti í húsnæðismálum á undanförnum árum. Við viljum vera staðsett þar sem miðstöð verslunar og viðskipta er í landinu. Það er á þessu svæði þar sem Reykjavíkurborg hefur í aðalskipulagi sagt að eigi að vera aðalviðskiptaásinn, frá miðbænum og að Kirkjusandi,“ segir Steinþór. Lóðin við Austurhöfn hafi fengist á góðu verði. „Þar er búið að grafa og jarðvinnan er að mestu búin. Gatnagerðargjöld eru innifalin. Við borgum 58 þúsund krónur fyrir fermetrann,“ segir Steinþór og bendir á að lóðaverðið sé vægt, sé horft til þess að búið er að vinna jarðvegsvinnuna. Steinþór segir lóðina vera hagstæðari en ef keypt væri lóð annars staðar, eins og við Borgartúnið. „Vegna þess að það er búið að byggja mikið af bílastæðum við Hörpuna, sem eru tóm á daginn en full á kvöldin, það er því mikil samnýting. Og við munum þess vegna byggja miklu færri bílastæði þarna í Austurhöfninni heldur en ef við værum einhvers staðar við Borgartúnið eða í nágrenni,“ segir Steinþór. Segir dýrara að byggja á öðrum stað Hann tekur fram að bílastæðin séu mjög dýr í byggingu og ítrekar að þegar allt komi til alls sé þetta ódýrari lausn en að byggja höfuðstöðvar annars staðar. „Til viðbótar við þetta má nefna að í deiluskipulagi er gert ráð fyrir að hluti af jarðhæðinni verði nýttur í aðra starfsemi þannig að byggingin mun hýsa fleira en bara bankann,“ segir Steinþór. Það verði því byggt verslunarpláss og því ráðstafað til annarra aðila, annaðhvort með leigu eða sölu á hluta húsnæðisins. Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. Meginþorri húsnæðisins sem Landsbankinn noti í Kvosinni sé leiguhúsnæði og flestir leigusamningarnir á milli eins til þriggja ára. Þetta skapi rekstraráhættu fyrir bankann. Í dag sé húsnæðið sem bankinn rekur starfsemi sína í eins og völundarhús og það skapi óhagræði. Fyrirhuguð bygging nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn í Reykjavík hefur verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt eru þingmennirnir Elín Hirst og Guðlaugur Þór Þórðarson.Steinþór PálssonVísir/DaníelNúverandi húsnæði sóun á peningum Steinþór segir aftur á móti að við núverandi húsnæðiskost sé verið að sóa peningum. Það væri 700 milljónum króna ódýrara að koma húsnæðinu í framtíðarmynd en að búa við óbreytt ástand. „Við erum búin að vera að skoða kosti í húsnæðismálum á undanförnum árum. Við viljum vera staðsett þar sem miðstöð verslunar og viðskipta er í landinu. Það er á þessu svæði þar sem Reykjavíkurborg hefur í aðalskipulagi sagt að eigi að vera aðalviðskiptaásinn, frá miðbænum og að Kirkjusandi,“ segir Steinþór. Lóðin við Austurhöfn hafi fengist á góðu verði. „Þar er búið að grafa og jarðvinnan er að mestu búin. Gatnagerðargjöld eru innifalin. Við borgum 58 þúsund krónur fyrir fermetrann,“ segir Steinþór og bendir á að lóðaverðið sé vægt, sé horft til þess að búið er að vinna jarðvegsvinnuna. Steinþór segir lóðina vera hagstæðari en ef keypt væri lóð annars staðar, eins og við Borgartúnið. „Vegna þess að það er búið að byggja mikið af bílastæðum við Hörpuna, sem eru tóm á daginn en full á kvöldin, það er því mikil samnýting. Og við munum þess vegna byggja miklu færri bílastæði þarna í Austurhöfninni heldur en ef við værum einhvers staðar við Borgartúnið eða í nágrenni,“ segir Steinþór. Segir dýrara að byggja á öðrum stað Hann tekur fram að bílastæðin séu mjög dýr í byggingu og ítrekar að þegar allt komi til alls sé þetta ódýrari lausn en að byggja höfuðstöðvar annars staðar. „Til viðbótar við þetta má nefna að í deiluskipulagi er gert ráð fyrir að hluti af jarðhæðinni verði nýttur í aðra starfsemi þannig að byggingin mun hýsa fleira en bara bankann,“ segir Steinþór. Það verði því byggt verslunarpláss og því ráðstafað til annarra aðila, annaðhvort með leigu eða sölu á hluta húsnæðisins.
Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira