Lögbundna sálfræðiþjónustu í grunn- og framhaldsskóla Óskar Steinn Ómarsson skrifar 17. júlí 2015 12:30 Algengasta dánarorsök ungra íslenskra karlmanna á aldrinum 18 til 25 ára er sjálfsvíg. Ekki bílslys, ekki krabbamein, heldur sjálfsvíg. Fjórir til sex ungir karlmenn svipta sig lífi ár hvert, en alls falla að meðaltali 35 Íslendingar fyrir eigin hendi árlega. Símtölum um sjálfsvíg í hjálparsíma Rauða krossins, 1717, hefur fjölgað um 42% milli ára. Ef um annars konar dauðsföll væri að ræða, svo sem af völdum kynsjúkdóms, væri talað um faraldur. Viðvörunarbjöllurnar eru líka byrjaðar að hringja í framhaldsskólum landsins. Á meðan brottfall fer almennt minnkandi hækkar hlutfall þeirra sem hætta í námi vegna andlegra veikinda. Á haustönn 2014 hættu 12 prósent vegna andlegrar vanlíðunar – upp um þrjú prósentustig frá því árið áður. Náms- og starfsráðgjafar upplifa aukið álag og segja að starf þeirra snúist í auknum mæli um að veita nemendum með erfið persónuleg vandamál þjónustu, sem betur ætti heima á sviði velferðarþjónustu. Við verðum að grípa til aðgerða strax. Í lögum um grunn- og framhaldsskóla er hvergi að finna nein ákvæði um aðgengi nemenda að sálfræðiþjónustu. Í dag er því eina raunverulega úrræðið að leita til dýrra sálfræðinga utan veggja skólans. Vegna mikils kostnaðar bíta margir á jaxlinn og veigra sér við því að leita aðstoðar. Rétturinn til gjaldfrjálsrar sálfræðiþjónustu í grunn- og framhaldsskólum landsins á að vera sjálfsagður og óskoraður. Um er að ræða nauðsynlega heilbrigðisþjónustu sem getur skipt sköpum fyrir ungt fólk sem á í erfiðleikum með að fóta sig í lífinu. Lögbundin sálfræðiþjónusta í grunn- og framhaldsskólum getur bætt andlega heilsu ungmenna, dregið úr brottfalli og bjargað mannslífum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Algengasta dánarorsök ungra íslenskra karlmanna á aldrinum 18 til 25 ára er sjálfsvíg. Ekki bílslys, ekki krabbamein, heldur sjálfsvíg. Fjórir til sex ungir karlmenn svipta sig lífi ár hvert, en alls falla að meðaltali 35 Íslendingar fyrir eigin hendi árlega. Símtölum um sjálfsvíg í hjálparsíma Rauða krossins, 1717, hefur fjölgað um 42% milli ára. Ef um annars konar dauðsföll væri að ræða, svo sem af völdum kynsjúkdóms, væri talað um faraldur. Viðvörunarbjöllurnar eru líka byrjaðar að hringja í framhaldsskólum landsins. Á meðan brottfall fer almennt minnkandi hækkar hlutfall þeirra sem hætta í námi vegna andlegra veikinda. Á haustönn 2014 hættu 12 prósent vegna andlegrar vanlíðunar – upp um þrjú prósentustig frá því árið áður. Náms- og starfsráðgjafar upplifa aukið álag og segja að starf þeirra snúist í auknum mæli um að veita nemendum með erfið persónuleg vandamál þjónustu, sem betur ætti heima á sviði velferðarþjónustu. Við verðum að grípa til aðgerða strax. Í lögum um grunn- og framhaldsskóla er hvergi að finna nein ákvæði um aðgengi nemenda að sálfræðiþjónustu. Í dag er því eina raunverulega úrræðið að leita til dýrra sálfræðinga utan veggja skólans. Vegna mikils kostnaðar bíta margir á jaxlinn og veigra sér við því að leita aðstoðar. Rétturinn til gjaldfrjálsrar sálfræðiþjónustu í grunn- og framhaldsskólum landsins á að vera sjálfsagður og óskoraður. Um er að ræða nauðsynlega heilbrigðisþjónustu sem getur skipt sköpum fyrir ungt fólk sem á í erfiðleikum með að fóta sig í lífinu. Lögbundin sálfræðiþjónusta í grunn- og framhaldsskólum getur bætt andlega heilsu ungmenna, dregið úr brottfalli og bjargað mannslífum.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar