Lífið

Fjallað um Beauty Tips í grein New Yorker

Gunnhildur Jónsdóttir skrifar
Áslaug María segir að stelpur séu hvergi nærri hættar að segja sögu sína í Beauty tips-hópnum.
Áslaug María segir að stelpur séu hvergi nærri hættar að segja sögu sína í Beauty tips-hópnum. Mynd/Guðný Ruth Þorfinnsdóttir
Bandaríski fjölmiðillinn The New Yorker birti á dögunum glæsilega grein sem ber nafnið „The Independent Mothers of Iceland“ sem fjallar um konur og mæður á Íslandi.

Í greininni er meðal annars minnst á Facebook-hópinn Beauty tips, sem hefur verið mikið í umræðunni hér á landi. Þar átti sér stað bylting fyrir nokkrum mánuðum þar sem stelpur stigu fram undir kassamerkinu þöggun og sögðu frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir.

Í grein New Yorker segir frá því hve Íslendingar eru þreyttir á því hversu lengi íslenska réttarkerfið er að bregðast við slíkum málum og að ungar íslenskar konur snúi sér að Facebook og birti reynslusögur. Meðlimir Beauty tips-hópsins eru yfir 29.000, en það eru einungis stelpur.

Áslaug María Agnarsdóttir, stofnandi Beauty tips, segir að hún hafi átt von á því að því að fréttir af þöggunarbyltingunni myndu rata út fyrir landsteinana en ekki í stóra miðla eins og The New Yorker.

„Það er auðvitað mjög gaman að þessu og gaman að sjá að þetta sé að fréttast út um allan heim. Ég veit að það hefur verið stofnaður svipaður hópur í Danmörku en þó ekki jafn stór og Beauty tips. Stelpur eru enn að deila sögunum sínum sem er auðvitað bara frábært. Hópurinn og umræðan hefur líka hjálpað mér og gert mjög mikið fyrir mig. Ég hafði ekki hugmynd um í hvaða háskólanám mig langaði, en nú er ég ákveðin í að fara í sálfræðina í haust.“


Tengdar fréttir

Raddir þessara kvenna þurfa að heyrast

Unnur Ösp og Nína Dögg skrifuðu handrit að dramatískum spennuþáttum sem innblásnir eru af sjö ára rannsóknarvinnu þeirra í Kvennafangelsinu í Kópavogi.

Höldum baráttunni áfram

Við fögnum í dag aldarafmæli kosningaréttar kvenna. Bríet Bjarnhéðinsdóttir þakkaði fyrir réttum 100 árum þingmönnunum sem komu að því að breyta stjórnarskránni. Þeir voru auðvitað allir karlar. Það minnir okkur á að það er ekki síður hlutverk karla en kvenna að koma jafnrétti á.

Má ég nafngreina kvalara minn?

Bylting varð í Facebook-hópnum Beauty tips á dögunum þar sem fjöldi kvenna hefur komið fram og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×