Costco byrjar að ráða starfsmenn í upphafi næsta árs Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júlí 2015 07:00 Costco hefur áform um að ráðast í framkvæmdir og stækka húsnæðið um 2.000 fermetra. Þeir Gunnar Einarsson og Steve Pappas skoðuðu sig um í Kauptúni í gær. vísir/stefán Bandaríska verslunarkeðjan Costo skrifaði í gær undir samning um kaup á húsnæði við Kauptún í Garðabæ. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að búist sé við því að verslunin verði opnuð sumarið 2016. Seljandi er félagið Sýsla, sem er í eigu bræðranna Sigurðar Gísla Pálmasonar og Jóns Pálmasonar. Að lokinni undirskrift fóru fulltrúar Costco hér á landi að Kauptúni til þess að skoða húsakynnin betur. Steve Pappas, svæðisstjóri Costco í Bretlandi og á Íslandi, er hér í sinni fimmtu ferð til landsins í tengslum við komu fyrirtækisins. Hann sagðist í samtali við Fréttablaðið vera mjög spenntur fyrir því að opna á Íslandi. Í tilkynningu sem Costco sendi frá sér í gær kom fram að ráðnir verða 160 starfsmenn héðan en stefnan er að þeir verði orðnir 250 eftir þrjú ár, þegar reynsla er komin á reksturinn. „Við væntum þess að byrja ráðningarferlið snemma á næsta ári,“ segir Pappas í tilkynningunni. Þegar Fréttablaðið náði tali af Pappas við Kauptúnið í gær sagði hann engin áform vera uppi um það að hefja rekstur á öðrum stöðum en í Kauptúninu í Garðabæ. Þannig verður Costco frábrugðin öðrum lágverðsmatvöruverslunum eins og Bónus, Krónunni eða Nettó, sem allar eru í íbúðahverfum. Pappas segir að Costco muni keppa við aðrar verslanir um verð og vöruúrvalið verði mikið. „Við erum meira en matvöruverslun,“ segir Pappas. Auk þess að bjóða upp á matvöru verður boðið upp á raftæki, bílavarahluti, dekk, húsgögn og fleira. Að auki er stefnt á að opnuð verði bensínstöð fyrir framan verslunina. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir ágætt að fá öflugt fyrirtæki í bæinn og að vonandi geti Costco rekið sína verslun með sóma og borgað góð laun. „En fyrst og fremst er þetta ávinningur, vonandi, fyrir neytendur á Íslandi að fá lægra vöruverð og meira úrval,“ segir Gunnar. Hann segir að Costco hafi áform um að stækka húsið örlítið í norður um tvö þúsund fermetra. Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Bandaríska verslunarkeðjan Costo skrifaði í gær undir samning um kaup á húsnæði við Kauptún í Garðabæ. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að búist sé við því að verslunin verði opnuð sumarið 2016. Seljandi er félagið Sýsla, sem er í eigu bræðranna Sigurðar Gísla Pálmasonar og Jóns Pálmasonar. Að lokinni undirskrift fóru fulltrúar Costco hér á landi að Kauptúni til þess að skoða húsakynnin betur. Steve Pappas, svæðisstjóri Costco í Bretlandi og á Íslandi, er hér í sinni fimmtu ferð til landsins í tengslum við komu fyrirtækisins. Hann sagðist í samtali við Fréttablaðið vera mjög spenntur fyrir því að opna á Íslandi. Í tilkynningu sem Costco sendi frá sér í gær kom fram að ráðnir verða 160 starfsmenn héðan en stefnan er að þeir verði orðnir 250 eftir þrjú ár, þegar reynsla er komin á reksturinn. „Við væntum þess að byrja ráðningarferlið snemma á næsta ári,“ segir Pappas í tilkynningunni. Þegar Fréttablaðið náði tali af Pappas við Kauptúnið í gær sagði hann engin áform vera uppi um það að hefja rekstur á öðrum stöðum en í Kauptúninu í Garðabæ. Þannig verður Costco frábrugðin öðrum lágverðsmatvöruverslunum eins og Bónus, Krónunni eða Nettó, sem allar eru í íbúðahverfum. Pappas segir að Costco muni keppa við aðrar verslanir um verð og vöruúrvalið verði mikið. „Við erum meira en matvöruverslun,“ segir Pappas. Auk þess að bjóða upp á matvöru verður boðið upp á raftæki, bílavarahluti, dekk, húsgögn og fleira. Að auki er stefnt á að opnuð verði bensínstöð fyrir framan verslunina. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir ágætt að fá öflugt fyrirtæki í bæinn og að vonandi geti Costco rekið sína verslun með sóma og borgað góð laun. „En fyrst og fremst er þetta ávinningur, vonandi, fyrir neytendur á Íslandi að fá lægra vöruverð og meira úrval,“ segir Gunnar. Hann segir að Costco hafi áform um að stækka húsið örlítið í norður um tvö þúsund fermetra.
Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira