Lífið

Heimsþekktur grínari kemur til landsins

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Josh Blue er fatlaður og er þekktur fyrir að gera mikið grín af sjálfum sér.
Josh Blue er fatlaður og er þekktur fyrir að gera mikið grín af sjálfum sér. nordicphotos/getty
„Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessum snillingi og hef mikið fylgst með honum. Hann er frábær uppistandari í alla staði,“ segir Jón Gunnar Geirdal, sem er einn af aðstandendum uppistandsins með hinum heimsþekkta grínara Josh Blue, sem kemur fram í Háskólabíói þann 4. september næstkomandi á vegum Komedy.

Josh Blue er margverðlaunaður uppistandari og sigraði bæði uppistandskeppni á uppistandshátíðinni í Las Vegas árið 2004 og í uppistands raunveruleikaþættinum Last Comic Standing á NBC árið 2006. Undanfarin ár hefur hann farið um allan heim og skemmt fólki. Þá var hann einnig fyrsti maðurinn til að vera með uppistand í spjallþætti Ellen DeGeneres. Hann hefur komið fram og skemmt í fjölda þátta eins og Live with Regis and Kelly og Comics Unleashed.

Blue er fatlaður og gerir mikið grín að sjálfum sér. Hann er með yfir 3,5 milljónir áhorfa á myndbönd sín á Youtube og þá hefur uppistandið hans, Sticky Change notið mikilla vinsælda á Netflix.

Miðasala á uppistandið hefst eftir verslunarmannahelgi á midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×