Aldrei meira fjármagn til uppbyggingar Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar 22. júlí 2015 07:00 Uppbygging á ferðamannastöðum er eitt af brýnustu verkefnum sem við stöndum frammi fyrir. Um þetta viðfangsefni hefur mikið verið fjallað á undanförnum árum sem kemur ekki á óvart, enda höfum við séð þreföldun í komu ferðamanna hingað til lands á síðastliðnum áratug og ekki náð að byggja upp innviði í takt við fjölgunina. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur starfað frá árinu 2011 og hefur unnið að fjölmörgum verkefnum. Frá upphafi hefur sjóðurinn úthlutað 2.300 milljónum króna, þar af tæpum 1.700 milljónum á tveimur síðustu árum. Til viðbótar við tekjur af gistináttagjaldi, sem ætlað var að standa undir þessari fjármögnun, hefur ríkisstjórnin sett aukalega 1.230 milljónir til þessa mikilvæga málaflokks á síðustu tveimur árum. Mun meira en nokkru sinni fyrr. Vandinn sem við blasir er margþættur og einskorðast ekki eingöngu við salernismál, sem nú eru mikið til umræðu. Úrbóta er víða þörf til að tryggja vernd náttúrunnar, öryggi ferðamanna og nauðsynlega innviði til að þjónusta þann mikla fjölda sem sækir landið heim. Frumvarpi um náttúrupassa var ætlað að leysa heildstætt þetta margþætta viðfangsefni sem snýr ekki eingöngu að innviðauppbyggingu heldur að öðrum þáttum eins og öryggismálum. Ljóst er að málið er á ábyrgð margra aðilaf, ríkis, sveitarfélaga, landeigenda og ferðaþjónustunnar sjálfrar. Því er brýnt að allir vinni saman að lausn þessara mála. Á undanförnum mánuðum hefur ráðuneyti mitt í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu og fleiri unnið að langtíma stefnumótun fyrir greinina í heild. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu og kynna í næsta mánuði. Vel hefur verið til vandað, litið til fordæma erlendis frá og samráð haft við hagsmunaaðila og aðra áhugasama um land allt. Ég bind miklar vonir við þessa vinnu og tel hana nauðsynlega til þess að styðja við áframhaldandi vöxt og framfarir ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan er tiltölulega ung atvinnugrein hér á landi í þeirri mynd sem við þekkjum og glímir því kannski við ýmsa vaxtarverki. Salernismálin eru bara einn angi þeirra. Stjórnvöld eru vel meðvituð um það verkefni og því hefur auknu fjármagni verið varið til slíkra verkefna. Má geta þess að yfir 100 milljónum verður varið í að bæta salernisaðstöðu um allt land á þessu ári. Reyndar er það svo að fleira tefur uppbyggingu en skortur á fjármagni og má þar nefna skipulagsmál og annan undirbúning. Sem dæmi má nefna að af þeim 380 milljónum sem Framkvæmdasjóðurinn úthlutaði sérstaklega vorið 2014, án mótframlags, liggja tæpar 200 milljónir enn óhreyfðar vegna þess að verkefnunum er ekki lokið. Ferðaþjónustan er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein. Verkefnin eru ærin og til þess að ljúka þeim þurfum við samstillt átak. Með öflugri stefnumótun, framtíðarsýn og samvinnu er ég sannfærð um að okkur takist vel til eins og alltaf þegar við stöndum saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Uppbygging á ferðamannastöðum er eitt af brýnustu verkefnum sem við stöndum frammi fyrir. Um þetta viðfangsefni hefur mikið verið fjallað á undanförnum árum sem kemur ekki á óvart, enda höfum við séð þreföldun í komu ferðamanna hingað til lands á síðastliðnum áratug og ekki náð að byggja upp innviði í takt við fjölgunina. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur starfað frá árinu 2011 og hefur unnið að fjölmörgum verkefnum. Frá upphafi hefur sjóðurinn úthlutað 2.300 milljónum króna, þar af tæpum 1.700 milljónum á tveimur síðustu árum. Til viðbótar við tekjur af gistináttagjaldi, sem ætlað var að standa undir þessari fjármögnun, hefur ríkisstjórnin sett aukalega 1.230 milljónir til þessa mikilvæga málaflokks á síðustu tveimur árum. Mun meira en nokkru sinni fyrr. Vandinn sem við blasir er margþættur og einskorðast ekki eingöngu við salernismál, sem nú eru mikið til umræðu. Úrbóta er víða þörf til að tryggja vernd náttúrunnar, öryggi ferðamanna og nauðsynlega innviði til að þjónusta þann mikla fjölda sem sækir landið heim. Frumvarpi um náttúrupassa var ætlað að leysa heildstætt þetta margþætta viðfangsefni sem snýr ekki eingöngu að innviðauppbyggingu heldur að öðrum þáttum eins og öryggismálum. Ljóst er að málið er á ábyrgð margra aðilaf, ríkis, sveitarfélaga, landeigenda og ferðaþjónustunnar sjálfrar. Því er brýnt að allir vinni saman að lausn þessara mála. Á undanförnum mánuðum hefur ráðuneyti mitt í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu og fleiri unnið að langtíma stefnumótun fyrir greinina í heild. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu og kynna í næsta mánuði. Vel hefur verið til vandað, litið til fordæma erlendis frá og samráð haft við hagsmunaaðila og aðra áhugasama um land allt. Ég bind miklar vonir við þessa vinnu og tel hana nauðsynlega til þess að styðja við áframhaldandi vöxt og framfarir ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan er tiltölulega ung atvinnugrein hér á landi í þeirri mynd sem við þekkjum og glímir því kannski við ýmsa vaxtarverki. Salernismálin eru bara einn angi þeirra. Stjórnvöld eru vel meðvituð um það verkefni og því hefur auknu fjármagni verið varið til slíkra verkefna. Má geta þess að yfir 100 milljónum verður varið í að bæta salernisaðstöðu um allt land á þessu ári. Reyndar er það svo að fleira tefur uppbyggingu en skortur á fjármagni og má þar nefna skipulagsmál og annan undirbúning. Sem dæmi má nefna að af þeim 380 milljónum sem Framkvæmdasjóðurinn úthlutaði sérstaklega vorið 2014, án mótframlags, liggja tæpar 200 milljónir enn óhreyfðar vegna þess að verkefnunum er ekki lokið. Ferðaþjónustan er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein. Verkefnin eru ærin og til þess að ljúka þeim þurfum við samstillt átak. Með öflugri stefnumótun, framtíðarsýn og samvinnu er ég sannfærð um að okkur takist vel til eins og alltaf þegar við stöndum saman.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar