Útikamar við Gullfoss Stjórnarmaðurinn skrifar 22. júlí 2015 07:00 Stjórnarmaðurinn tók á dögunum á móti útlendum vinum sínum. Vinirnir eru vanir ferðalangar og hafa heimsótt Ísland nokkuð oft. Þó aldrei áður yfir háannatíma að sumri til. Í þetta skiptið höfðu þeir á orði að hlutirnir væru öðruvísi en áður; meiri mannmergð í flugstöðinni, uppáhaldshótelið fullbókað og erfiðara að fá leigubíl fyrir utan flugstöðina. Þá fannst þeim hærra hlutfall af úlpuklæddum Ameríkönum í gönguskóm við morgunverðarborðið á hótelinu sem þeir loks fundu. Þeir kipptu sér þó ekki sérstaklega upp við þetta, heldur ypptu öxlum og sögðust geta sjálfum sér um kennt. Þeir hefðu jú valið að koma á háannatíma. Margir Íslendingar virðast þó ekki nálgast ferðamannaflauminn með jafn stóískri ró. Lausleg skoðun á fréttamiðlum bendir til að þeir erlendu gestir sem hingað koma geri helst ekki þarfir sínar nema á víðavangi, ferðist ekki nema í rútum sem allt stífla í miðbænum, hendi erlendum gjaldeyri í Peningagjá (stjórnarmaðurinn hélt raunar að það væri jákvætt fyrir gjaldeyrisjöfnuðinn) og strandi í stórum stíl uppi á hálendi með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur. Ástandið virðist meira að segja orðið svo alvarlegt að vinsælasti vefmiðill landsins býður nú lesendum sínum upp á sérstakan flipa undir fyrirsögninni „Ferðamennska á Íslandi“. Þetta er nýmæli fyrir ferðaþjónustuna, en a.m.k. síðan frá bankahruni hefur sjávarútvegurinn verið eini íslenski iðnaðurinn sem skipað hefur sérstakan og sjálfstæðan fréttaflokk í fjölmiðlum. Í ár áætla stjórnvöld að ferðamannafjöldi á Íslandi fari í fyrsta skipti yfir eina milljón. Árið 2014 komu tvöfalt fleiri ferðamenn til landsins en árið 2010. Það er ekkert óeðlilegt við að ýmsir vaxtarverkir komi upp þegar ferðamannafjöldi tvöfaldast á fjórum árum. Nú er hins vegar tíminn til að bregðast við og styrkja innviðina. Þá blasa áleitnar spurningar við. Er eðlilegt að fólk greiði sérstaklega fyrir aðgang að ferðamannastöðum? Er vit í því að hafa flugvöll sem varla er notaður á besta byggingarlandi í höfuðborginni? Eigum við að leggja lest frá Keflavík? Eiga ferðamenn að taka þátt í kostnaði við björgunaraðgerðir, eða eiga skattgreiðendur að greiða fyrir kamaraðstöðu við Gullfoss? Allt saman eru þetta, og fleira til, áleitnar spurningar sem fólk verður að mynda sér skoðun á og hafa hugrekki til að íhuga með opnum hug. Þar þýðir ekki að leita sökudólga. Staðan er sú sem hún er, og staðreyndin sú að enginn sá fyrir að ferðamannafjöldi myndi tvöfaldast á örskotsstundu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Ferðamennska á Íslandi Stjórnarmaðurinn Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira
Stjórnarmaðurinn tók á dögunum á móti útlendum vinum sínum. Vinirnir eru vanir ferðalangar og hafa heimsótt Ísland nokkuð oft. Þó aldrei áður yfir háannatíma að sumri til. Í þetta skiptið höfðu þeir á orði að hlutirnir væru öðruvísi en áður; meiri mannmergð í flugstöðinni, uppáhaldshótelið fullbókað og erfiðara að fá leigubíl fyrir utan flugstöðina. Þá fannst þeim hærra hlutfall af úlpuklæddum Ameríkönum í gönguskóm við morgunverðarborðið á hótelinu sem þeir loks fundu. Þeir kipptu sér þó ekki sérstaklega upp við þetta, heldur ypptu öxlum og sögðust geta sjálfum sér um kennt. Þeir hefðu jú valið að koma á háannatíma. Margir Íslendingar virðast þó ekki nálgast ferðamannaflauminn með jafn stóískri ró. Lausleg skoðun á fréttamiðlum bendir til að þeir erlendu gestir sem hingað koma geri helst ekki þarfir sínar nema á víðavangi, ferðist ekki nema í rútum sem allt stífla í miðbænum, hendi erlendum gjaldeyri í Peningagjá (stjórnarmaðurinn hélt raunar að það væri jákvætt fyrir gjaldeyrisjöfnuðinn) og strandi í stórum stíl uppi á hálendi með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur. Ástandið virðist meira að segja orðið svo alvarlegt að vinsælasti vefmiðill landsins býður nú lesendum sínum upp á sérstakan flipa undir fyrirsögninni „Ferðamennska á Íslandi“. Þetta er nýmæli fyrir ferðaþjónustuna, en a.m.k. síðan frá bankahruni hefur sjávarútvegurinn verið eini íslenski iðnaðurinn sem skipað hefur sérstakan og sjálfstæðan fréttaflokk í fjölmiðlum. Í ár áætla stjórnvöld að ferðamannafjöldi á Íslandi fari í fyrsta skipti yfir eina milljón. Árið 2014 komu tvöfalt fleiri ferðamenn til landsins en árið 2010. Það er ekkert óeðlilegt við að ýmsir vaxtarverkir komi upp þegar ferðamannafjöldi tvöfaldast á fjórum árum. Nú er hins vegar tíminn til að bregðast við og styrkja innviðina. Þá blasa áleitnar spurningar við. Er eðlilegt að fólk greiði sérstaklega fyrir aðgang að ferðamannastöðum? Er vit í því að hafa flugvöll sem varla er notaður á besta byggingarlandi í höfuðborginni? Eigum við að leggja lest frá Keflavík? Eiga ferðamenn að taka þátt í kostnaði við björgunaraðgerðir, eða eiga skattgreiðendur að greiða fyrir kamaraðstöðu við Gullfoss? Allt saman eru þetta, og fleira til, áleitnar spurningar sem fólk verður að mynda sér skoðun á og hafa hugrekki til að íhuga með opnum hug. Þar þýðir ekki að leita sökudólga. Staðan er sú sem hún er, og staðreyndin sú að enginn sá fyrir að ferðamannafjöldi myndi tvöfaldast á örskotsstundu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Ferðamennska á Íslandi Stjórnarmaðurinn Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira