Jón Arnór: Yrði afrek að vinna einn leik á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júlí 2015 07:00 Jón Arnór Stefánsson var mættur í málarabuxunum á æfingu á mánudaginn en fer svo af stað með liðinu eftir nokkra daga. vísir/Andri marinó „Ég er ekki klár í að byrja að æfa því það er svo stutt síðan ég kláraði á Spáni,“ segir Jón Arnór Stefánsson, besti körfuboltamaður þjóðarinnar, við Fréttablaðið er hann og blaðamaður standa við bekkina í Ásgarði og fylgjast með fyrstu formlegu æfingu landsliðsins fyrir Evrópumótið sem hefst í september. Æfingahópurinn var tilkynntur í gær og kom saman í Ásgarði, en nú hefst sex vikna undirbúningur fyrir stundina sögulegu í Berlín þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik á EM.Sjá einnig:Pedersen: Við munum spila til að vinna í öllum leikjum í sumar „Tímabilið hjá mér var rosalega langt og strangt,“ segir Jón Arnór sem spilar með Unicaja Málaga, einu besta liði Spánar. Það tapaði í oddaleik í undanúrslitum spænsku úrvalsdeildarinnar. „Það var mikið af æfingum og mikið af leikjum þannig að ég þarf meira frí. Ég tek nokkra daga til viðbótar sem er meira bara til að hvíla hausinn,“ segir Jón Arnór sem er þó heill líkamlega. „Ég get alveg byrjað leik en þetta er meira fyrir kollinn. Ég þarf bara að fá smá frí. Þá verð ég líka bara ferskari fyrir vikið en ég er rosalega spenntur fyrir þessu öllu.“Ægir Þór Steinarsson, Helgi Már Magnússon og Hlynur Bæringsson rúlla sig í gang fyrir æfingu á mánudaginn.vísir/andri marinóAuðmýktin mikil Strákarnir hafa vitað að þeirra bíður fyrsta ferðin á stórmót síðan í ágúst í fyrra. Biðin hefur því verið löng, en verður allt aðeins raunverulegra þegar æfingar eru formlega hafnar? „Bæði og. Þetta er samt enn þá alltaf svolítið furðulegt,“ segir Jón Arnór og brosir. „Menn eru búnir að bíða eftir þessum degi, að geta loksins byrjað og reynt að sanna sig. Svo kemur að því að það þurfi að skera niður og menn eru bara með brjálaðan metnað fyrir því að komast í liðið.“ Ísland dróst í algjöran dauðariðil með Tyrklandi, Serbíu, Ítalíu, Þýskalandi og Spáni. Möguleikarnir á móti eru litlir og því má ekki gleyma að njóta ferðarinnar. „Leiðin að EM verður ótrúlega skemmtileg þannig við erum bara spenntir fyrir þessu,“ segir Jón Arnór og heldur áfram: „Ég held við séum mjög auðmjúkir. Þetta lið er mjög auðmjúkt. Við æfum bara rosalega vel og höfum mikinn metnað.“ Liðið gerir sér fyllilega grein fyrir því hversu erfitt verkefnið verður í Berlín. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hversu sterkur riðilinn er. Auðvitað ætlum við að njóta þess bara að spila þarna og keppa við þá bestu. Við eigum samt að setja okkur markmið að vinna einn leik. Það yrði bara afrek að vinna einn leik í þessu móti. Það er bara sannleikurinn,“ segir Jón Arnór.Hópurinn hóf æfingar í byrjun vikunnar og skorið verður niður í tólf manns.vísir/andri marinóMótin voru alltaf skemmtilegust Í liðunum sem Ísland mætir eru margar af skærustu körfuboltastjörnum heims. Spænska liðið er fullt af NBA-stjörnum og fleiri má finna í hinum liðunum. Dirk Nowitzki, fyrrverandi NBA-meistari með Dallas Mavericks, spilar sína síðustu landsleiki í Berlín. „Það verður skemmtilegt að spila á móti þessum körlum í landsleikjum. Ég hef nú mætt þeim sumum með félagsliðum. Ég sjálfur er bara spenntur fyrir því að vera hluti af þessu móti og sjá aðra leiki líka. Sem aðdáandi körfuboltans er ég rosalega spenntur fyrir því að sjá umgjörðina til dæmis hjá Þjóðverjanum,“ segir Jón Arnór, en spennan fyrir mótinu er mikil í Berlín. „Þarna verður fullt af fólki og mikið af Íslendingum sem ætla að mæta og skemmta sér og fá sér bjór. Síðan er Dirk að kveðja og fleira. Það er langt síðan ég hef fengið þessa tilfinningu, að vera á svona móti. Ég man bara eftir þessu með yngri landsliðunum. Þetta var það skemmtilegasta sem maður gerði,“ segir Jón Arnór Stefánsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
„Ég er ekki klár í að byrja að æfa því það er svo stutt síðan ég kláraði á Spáni,“ segir Jón Arnór Stefánsson, besti körfuboltamaður þjóðarinnar, við Fréttablaðið er hann og blaðamaður standa við bekkina í Ásgarði og fylgjast með fyrstu formlegu æfingu landsliðsins fyrir Evrópumótið sem hefst í september. Æfingahópurinn var tilkynntur í gær og kom saman í Ásgarði, en nú hefst sex vikna undirbúningur fyrir stundina sögulegu í Berlín þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik á EM.Sjá einnig:Pedersen: Við munum spila til að vinna í öllum leikjum í sumar „Tímabilið hjá mér var rosalega langt og strangt,“ segir Jón Arnór sem spilar með Unicaja Málaga, einu besta liði Spánar. Það tapaði í oddaleik í undanúrslitum spænsku úrvalsdeildarinnar. „Það var mikið af æfingum og mikið af leikjum þannig að ég þarf meira frí. Ég tek nokkra daga til viðbótar sem er meira bara til að hvíla hausinn,“ segir Jón Arnór sem er þó heill líkamlega. „Ég get alveg byrjað leik en þetta er meira fyrir kollinn. Ég þarf bara að fá smá frí. Þá verð ég líka bara ferskari fyrir vikið en ég er rosalega spenntur fyrir þessu öllu.“Ægir Þór Steinarsson, Helgi Már Magnússon og Hlynur Bæringsson rúlla sig í gang fyrir æfingu á mánudaginn.vísir/andri marinóAuðmýktin mikil Strákarnir hafa vitað að þeirra bíður fyrsta ferðin á stórmót síðan í ágúst í fyrra. Biðin hefur því verið löng, en verður allt aðeins raunverulegra þegar æfingar eru formlega hafnar? „Bæði og. Þetta er samt enn þá alltaf svolítið furðulegt,“ segir Jón Arnór og brosir. „Menn eru búnir að bíða eftir þessum degi, að geta loksins byrjað og reynt að sanna sig. Svo kemur að því að það þurfi að skera niður og menn eru bara með brjálaðan metnað fyrir því að komast í liðið.“ Ísland dróst í algjöran dauðariðil með Tyrklandi, Serbíu, Ítalíu, Þýskalandi og Spáni. Möguleikarnir á móti eru litlir og því má ekki gleyma að njóta ferðarinnar. „Leiðin að EM verður ótrúlega skemmtileg þannig við erum bara spenntir fyrir þessu,“ segir Jón Arnór og heldur áfram: „Ég held við séum mjög auðmjúkir. Þetta lið er mjög auðmjúkt. Við æfum bara rosalega vel og höfum mikinn metnað.“ Liðið gerir sér fyllilega grein fyrir því hversu erfitt verkefnið verður í Berlín. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hversu sterkur riðilinn er. Auðvitað ætlum við að njóta þess bara að spila þarna og keppa við þá bestu. Við eigum samt að setja okkur markmið að vinna einn leik. Það yrði bara afrek að vinna einn leik í þessu móti. Það er bara sannleikurinn,“ segir Jón Arnór.Hópurinn hóf æfingar í byrjun vikunnar og skorið verður niður í tólf manns.vísir/andri marinóMótin voru alltaf skemmtilegust Í liðunum sem Ísland mætir eru margar af skærustu körfuboltastjörnum heims. Spænska liðið er fullt af NBA-stjörnum og fleiri má finna í hinum liðunum. Dirk Nowitzki, fyrrverandi NBA-meistari með Dallas Mavericks, spilar sína síðustu landsleiki í Berlín. „Það verður skemmtilegt að spila á móti þessum körlum í landsleikjum. Ég hef nú mætt þeim sumum með félagsliðum. Ég sjálfur er bara spenntur fyrir því að vera hluti af þessu móti og sjá aðra leiki líka. Sem aðdáandi körfuboltans er ég rosalega spenntur fyrir því að sjá umgjörðina til dæmis hjá Þjóðverjanum,“ segir Jón Arnór, en spennan fyrir mótinu er mikil í Berlín. „Þarna verður fullt af fólki og mikið af Íslendingum sem ætla að mæta og skemmta sér og fá sér bjór. Síðan er Dirk að kveðja og fleira. Það er langt síðan ég hef fengið þessa tilfinningu, að vera á svona móti. Ég man bara eftir þessu með yngri landsliðunum. Þetta var það skemmtilegasta sem maður gerði,“ segir Jón Arnór Stefánsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira