Fjarstæða að hér sé bólumyndun Snærós Sindradóttir skrifar 22. júlí 2015 07:00 Mikill fjöldi byggingakrana er í Urriðaholti í Garðabæ. Þar rís nýtt hverfi við Urriðavatn og allt stefnir í að grunnskólar, leikskólar og atvinnuhúsnæði verði í hverfinu. vísir/andri marinó Byggingakrönum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um fimmtán á milli ára. Fjöldi krana hefur hingað til þótt gefa ákveðnar upplýsingar um efnahagsástand lands og hefur oft verið nefndur kranavísitala. „Það er bara alveg fjarstæðukennt að tala um einhverja bólumyndun. Við erum með bransa sem dróst saman á árunum 2009 og 2010 og var enn að dragast saman árið 2012 um 50, 60 og 70 prósent,“ segir Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hann bendir á að byggingabransinn sé margfalt minni en hann var fyrir hrun. Fjárfestingarstigið allt saman er enn frekar lágt. Og í raun þyrfti það að vera miklu hærra.“ Helstu vankantarnir á framkvæmdum nú séu að það vantar litlar og meðalstórar íbúðir. „Það vantar réttu hvatana til að mæta þeirri eftirspurn sem við vitum að er fyrir hendi. Það er ekki brjáluð eftirspurn eftir dýrum og stórum íbúðum,“ segir Bjarni. Þeir sem hafa áhyggjur af þenslumyndun benda jafnan á að iðnaðarmenn vanti til að manna þær framkvæmdir sem eru á teikniborðinu. Bjarni segir að skorturinn sé vissulega til staðar. „Þá erum við ekki að taka tillit til þess að starfandi í þessari grein er bara um það bil helmingur af þeim sem voru starfandi hér árið 2007.“Bjarni Már GylfasonHann telur að enn sé töluvert svigrúm eftir í framkvæmdum áður en hægt sé að tala um bólumyndun. „Alveg klárlega. Það verður að taka tillit til þess að greinin meira en helmingaðist á árunum eftir hrun.“ Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Byggiðnar, félags byggingarmanna, hefur áhyggjur af þenslumyndun hér á landi. „Það er verið að ræða um töluvert mikið af verkefnum sem eru fram undan. Áður en við lendum í einhverri bólu þá vil ég að við setjumst niður og skoðum hvort það er ekki hægt að stýra þessu með einhverjum hætti þannig að við séum ekki að lenda í að vera með allt of mikið undir í einu.“Hann er þeirrar skoðunar að skortur á iðnaðarmönnum bendi til ofþenslu. Aðspurður hvort félag byggingarmanna hafi ekki ríka hagsmuni af því að hér sé framkvæmt mikið segir Finnbjörn: „Jú, mikil ósköp, en það verður að vera einhver smá einhver hugsun í því. Við erum búin að upplifa það að það verður algjört þensluástand og svo atvinnuleysi á eftir. Við viljum frekar hafa þetta svolítið jafnara.“ Guðjón Emilsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, hefur í gegnum árin fylgst með kranavísitölunni. „Það er merkilegt hvað þessar tölur hafa lýst íbúðafjárfestingu vel. Þetta er ekki að ná þessum hæðum eins og 2007. Í mínum huga erum við ekki á sama þensluskeiði og þá.“ Hann segir að vöxtur í íbúðarfjárfestingu hafi verið neikvæður á fyrsta ársfjórðungi. „Eins og staðan er virðist þetta vera í jafnvægi. Vísitölurnar sýna ákveðið jafnvægi.“ Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Byggingakrönum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um fimmtán á milli ára. Fjöldi krana hefur hingað til þótt gefa ákveðnar upplýsingar um efnahagsástand lands og hefur oft verið nefndur kranavísitala. „Það er bara alveg fjarstæðukennt að tala um einhverja bólumyndun. Við erum með bransa sem dróst saman á árunum 2009 og 2010 og var enn að dragast saman árið 2012 um 50, 60 og 70 prósent,“ segir Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hann bendir á að byggingabransinn sé margfalt minni en hann var fyrir hrun. Fjárfestingarstigið allt saman er enn frekar lágt. Og í raun þyrfti það að vera miklu hærra.“ Helstu vankantarnir á framkvæmdum nú séu að það vantar litlar og meðalstórar íbúðir. „Það vantar réttu hvatana til að mæta þeirri eftirspurn sem við vitum að er fyrir hendi. Það er ekki brjáluð eftirspurn eftir dýrum og stórum íbúðum,“ segir Bjarni. Þeir sem hafa áhyggjur af þenslumyndun benda jafnan á að iðnaðarmenn vanti til að manna þær framkvæmdir sem eru á teikniborðinu. Bjarni segir að skorturinn sé vissulega til staðar. „Þá erum við ekki að taka tillit til þess að starfandi í þessari grein er bara um það bil helmingur af þeim sem voru starfandi hér árið 2007.“Bjarni Már GylfasonHann telur að enn sé töluvert svigrúm eftir í framkvæmdum áður en hægt sé að tala um bólumyndun. „Alveg klárlega. Það verður að taka tillit til þess að greinin meira en helmingaðist á árunum eftir hrun.“ Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Byggiðnar, félags byggingarmanna, hefur áhyggjur af þenslumyndun hér á landi. „Það er verið að ræða um töluvert mikið af verkefnum sem eru fram undan. Áður en við lendum í einhverri bólu þá vil ég að við setjumst niður og skoðum hvort það er ekki hægt að stýra þessu með einhverjum hætti þannig að við séum ekki að lenda í að vera með allt of mikið undir í einu.“Hann er þeirrar skoðunar að skortur á iðnaðarmönnum bendi til ofþenslu. Aðspurður hvort félag byggingarmanna hafi ekki ríka hagsmuni af því að hér sé framkvæmt mikið segir Finnbjörn: „Jú, mikil ósköp, en það verður að vera einhver smá einhver hugsun í því. Við erum búin að upplifa það að það verður algjört þensluástand og svo atvinnuleysi á eftir. Við viljum frekar hafa þetta svolítið jafnara.“ Guðjón Emilsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, hefur í gegnum árin fylgst með kranavísitölunni. „Það er merkilegt hvað þessar tölur hafa lýst íbúðafjárfestingu vel. Þetta er ekki að ná þessum hæðum eins og 2007. Í mínum huga erum við ekki á sama þensluskeiði og þá.“ Hann segir að vöxtur í íbúðarfjárfestingu hafi verið neikvæður á fyrsta ársfjórðungi. „Eins og staðan er virðist þetta vera í jafnvægi. Vísitölurnar sýna ákveðið jafnvægi.“
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira