Annþór segir ekkert eðlilegt við þriggja ára rannsókn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júlí 2015 07:00 "Öll rannsóknin er búin að ganga út á að sanna sekt okkar. Það á að rannsaka jafnt til sektar eða sýknu,“ segir Annþór Kristján Karlsson. „Þrátt fyrir skýrslur erlendu sérfræðinganna virðist sem saksóknari ætli að halda áfram með málið, sem er hrikalegt,“ segir Annþór Kristján Karlsson sem ákærður var ásamt Berki Birgissyni fyrir að hafa beitt fanga á Litla-Hrauni ofbeldi árið 2012 og leiddi til dauða hans. Bæði Annþór og Börkur hafa ávallt neitað sök. Nú þegar rúm þrjú ár eru frá andláti fangans hafa allir þeir erlendu sérfræðingar sem fengnir voru til að meta skýrslur um andlát fangans, að ósk verjenda Annþórs og Barkar, skilað niðurstöðum sínum. „Það er ekkert eðlilegt við það að rannsóknin sé búin að taka svona langan tíma. Okkur hefur þótt rosalega sárt að hafa yfir okkur ákæru fyrir að hafa myrt vin okkar sem við gerðum bara alls, alls ekki.“ Einn af íslensku sérfræðingunum komst að þeirri niðurstöðu að áverka hins látna mætti rekja til þungs höggs. „Hún sagði það vissulega, en hún sagði að þetta gæti líka verið eftir fall á einhvern hlut eða fall á gólf eða þrýstiáverki,“ segir Annþór. Niðurstaða Sidsel Rogde, prófessors í réttarmeinafræði við Háskólann í Osló, var sú að ólíklegt væri að áverkar þeir sem leiddu til dauða fangans, sem voru rifa á milta, væru tilkomnir eftir högg eða spark, þótt það væri ekki algjörlega útilokað. „Það er ekki heldur hægt að útiloka að geimverur hafi gert þetta,“ segir Annþór og bætir við að engir sjáanlegir áverkar hafi verið á hinum látna. Rodge sagði einnig að áverkarnir gætu vel hafa verið tilkomnir við endurlífgunartilraunir, sem framkvæmdar voru bæði af fangavörðum og sjúkraflutningamönnum. Þá komust tveir íslenskir prófessorar að þeirri niðurstöðu að ljóst væri af upptökum úr öryggismyndavélum á Litla-Hrauni að hinum látna hefði staðið ógn af Annþóri og Berki. Hinn látni hefði verið hræddur við þá. „Þetta atferlismat hjá þeim er alveg furðulegt. Hann talar um það hvernig við vorum með krosslagðar hendur þegar við ræddum við hann. Við Börkur töluðum við fangaprestinn um daginn og hann var með krosslagðar hendur, ekki stóð okkur ógn af honum,“ segir Annþór. David J. Cooke, prófessor í klínískri réttarsálfræði, gagnrýndi niðurstöðu íslensku prófessoranna og komst að þeirri niðurstöðu að aðferðafræði þeirra uppfyllti ekki þær kröfur sem almennt eru gerðar í réttarsálfræði. Jim Aage Nøttestad, prófessor í klínískri réttarsálfræði, var sá sem skilaði síðustu skýrslunni. Hann telur að það sé ógerlegt að sjá á upptökunni að hinum látna hafi staðið ógn af Annþóri og Berki. „Þær eru óskýrar. Það er ekki hægt að draga neina ályktun af hegðun fanganna án þess að sjá svipbrigði þeirra,“ segir hann. „Allar skýrslurnar eru á skjön við það sem er verið að ákæra okkur fyrir. Það er alveg ótrúlegt að saksóknari sjái ekki sóma sinn í því að fella niður ákæruna,“ segir Annþór og bætir við að hann hafi ekki komist í opið úrræði og verið vistaður á öryggisgangi í eitt og hálft ár vegna málsins. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
„Þrátt fyrir skýrslur erlendu sérfræðinganna virðist sem saksóknari ætli að halda áfram með málið, sem er hrikalegt,“ segir Annþór Kristján Karlsson sem ákærður var ásamt Berki Birgissyni fyrir að hafa beitt fanga á Litla-Hrauni ofbeldi árið 2012 og leiddi til dauða hans. Bæði Annþór og Börkur hafa ávallt neitað sök. Nú þegar rúm þrjú ár eru frá andláti fangans hafa allir þeir erlendu sérfræðingar sem fengnir voru til að meta skýrslur um andlát fangans, að ósk verjenda Annþórs og Barkar, skilað niðurstöðum sínum. „Það er ekkert eðlilegt við það að rannsóknin sé búin að taka svona langan tíma. Okkur hefur þótt rosalega sárt að hafa yfir okkur ákæru fyrir að hafa myrt vin okkar sem við gerðum bara alls, alls ekki.“ Einn af íslensku sérfræðingunum komst að þeirri niðurstöðu að áverka hins látna mætti rekja til þungs höggs. „Hún sagði það vissulega, en hún sagði að þetta gæti líka verið eftir fall á einhvern hlut eða fall á gólf eða þrýstiáverki,“ segir Annþór. Niðurstaða Sidsel Rogde, prófessors í réttarmeinafræði við Háskólann í Osló, var sú að ólíklegt væri að áverkar þeir sem leiddu til dauða fangans, sem voru rifa á milta, væru tilkomnir eftir högg eða spark, þótt það væri ekki algjörlega útilokað. „Það er ekki heldur hægt að útiloka að geimverur hafi gert þetta,“ segir Annþór og bætir við að engir sjáanlegir áverkar hafi verið á hinum látna. Rodge sagði einnig að áverkarnir gætu vel hafa verið tilkomnir við endurlífgunartilraunir, sem framkvæmdar voru bæði af fangavörðum og sjúkraflutningamönnum. Þá komust tveir íslenskir prófessorar að þeirri niðurstöðu að ljóst væri af upptökum úr öryggismyndavélum á Litla-Hrauni að hinum látna hefði staðið ógn af Annþóri og Berki. Hinn látni hefði verið hræddur við þá. „Þetta atferlismat hjá þeim er alveg furðulegt. Hann talar um það hvernig við vorum með krosslagðar hendur þegar við ræddum við hann. Við Börkur töluðum við fangaprestinn um daginn og hann var með krosslagðar hendur, ekki stóð okkur ógn af honum,“ segir Annþór. David J. Cooke, prófessor í klínískri réttarsálfræði, gagnrýndi niðurstöðu íslensku prófessoranna og komst að þeirri niðurstöðu að aðferðafræði þeirra uppfyllti ekki þær kröfur sem almennt eru gerðar í réttarsálfræði. Jim Aage Nøttestad, prófessor í klínískri réttarsálfræði, var sá sem skilaði síðustu skýrslunni. Hann telur að það sé ógerlegt að sjá á upptökunni að hinum látna hafi staðið ógn af Annþóri og Berki. „Þær eru óskýrar. Það er ekki hægt að draga neina ályktun af hegðun fanganna án þess að sjá svipbrigði þeirra,“ segir hann. „Allar skýrslurnar eru á skjön við það sem er verið að ákæra okkur fyrir. Það er alveg ótrúlegt að saksóknari sjái ekki sóma sinn í því að fella niður ákæruna,“ segir Annþór og bætir við að hann hafi ekki komist í opið úrræði og verið vistaður á öryggisgangi í eitt og hálft ár vegna málsins.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira