Hvar er endirinn? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. júlí 2015 09:45 Italo Calvino á mynd frá 1984. Ulf Andersen/Nordic photo/ Getty Bækur Ef að vetrarnóttu ferðalangur Italo Calvino Þýðing: Brynja Cortes Andrésdóttir Útgefandi: Ugla Skáldsaga þar sem lesandinn er aðalpersónan og samanstendur af upphafsköflum tíu ólíkra skáldsagna sem aldrei finnst endir á hljómar ekki eins og skemmtileg lesning. Hver vill lesa upphaf sagna en fá aldrei svörin við spurningunum sem þau kveikja? Er ekki beinlínis verið að draga lesandann á asnaeyrum? Er þetta ekki bara eitthvert bókmenntafræðilegt runk sem á ekkert erindi við almenna lesendur? Þessar spurningar heyrast þegar rætt er um skáldsögu Italos Calvino, Ef að vetrarnóttu ferðalangur, sem komin er út í íslenskri þýðingu Brynju Cortes Andrésdóttur, og svarið við þeim öllum er risastórt nei. Ef að vetrarnóttu ferðalangur, sem kom út 1979, hefur verið kölluð póstmódernískt púsluspil þar sem lestrarupplifun, textatengsl og sköpunarferli bókmennta eru viðfangsefnin. Rammi sögunnar er leit lesandans, sem gegnir því einfalda fornafni „þú“, að framhaldi skáldsögunnar Ef að vetrarnóttu ferðalangur eftir Italo Calvino, en hann hefur verið svo óheppinn að fá í hendur gallað eintak þar sem sömu síðurnar eru prentaðar aftur og aftur og ekkert áframhald sögunnar að finna. Leitin að áframhaldinu er þó engan veginn einföld því í hvert sinn sem hann fær í hendur bók sem hann heldur að sé hin rétta reynist það vera einhver allt önnur skáldsaga en sá hængur er á að þær eru allar sama marki brenndar og sú upphaflega; það vantar í þær allt nema fyrsta kaflann. Sögurnar eru eins ólíkar og þær eru margar; Hér er noir-sena sem gæti verið úr Hollywood-mynd, önnur sem minnir á Tjekov, upphaf einnar sögunnar gæti verið eftir Borges, annarrar eftir Mishima, og svo framvegis, en allar fanga þær lesandann svo hann hættir að leita að áframhaldi bókarinnar þar á undan og fer að leita að áframhaldi þeirrar sem hann las síðast. Ástin á skáldskapnum er þó ekki það eina sem rekur hann áfram, það er líka kona í spilinu, hin lesandi kona, og ástin á henni blandast ástinni á lestrinum, verður sá hvati sem rekur hann áfram. Inn í blandast svo heimsfrægur höfundur, þýðandi, falsari, útgefandi, textarannsóknarfólk og yfirleitt bara allir sem koma að sköpun, stælingum, rannsóknum, umfjöllunum og lestri á skáldskap. Allt tengist þetta órjúfanlegum böndum og er nauðsynlegur þáttur í því að bókmenntir verði til og nái til sinna. Þetta er skáldsaga um skáldskap, sköpun, ást og lestur en um leið er hvert söguupphaf grípandi og áhugavekjandi og frábærlega stílað sem skilar sér vel í afbragðsgóðri þýðingu Brynju. Og lesandinn í hérinu og núinu verður álíka frústreraður og lesandinn í sögunni og þráir að fá meira að vita. Þetta er sum sé engin þurr fræðileg og uppskrúfuð rannsókn á bókatilurð og viðtökum heldur leiftrandi skemmtileg og, já, spennandi saga með nánast óendanlegum möguleikum til túlkunar og nálgunar. Þetta er einfaldlega bók sem allir ættu að lesa hafi þeir minnsta vott af áhuga á bókmenntum. Í greinargóðum og fróðlegum eftirmála rekur þýðandinn, Brynja Cortes Andrésdóttir, feril Calvinos og hugmyndir hans um skáldskap sem varpar enn einu ljósinu á skáldsöguna og gerir það að verkum að lesandann langar helst til að byrja lestur hennar upp á nýtt. Það er engin leið að hætta.Niðurstaða: Frábær þýðing á einni af merkustu skáldsögum síðustu aldar. Bók sem allir ættu að lesa. Gagnrýni Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur Ef að vetrarnóttu ferðalangur Italo Calvino Þýðing: Brynja Cortes Andrésdóttir Útgefandi: Ugla Skáldsaga þar sem lesandinn er aðalpersónan og samanstendur af upphafsköflum tíu ólíkra skáldsagna sem aldrei finnst endir á hljómar ekki eins og skemmtileg lesning. Hver vill lesa upphaf sagna en fá aldrei svörin við spurningunum sem þau kveikja? Er ekki beinlínis verið að draga lesandann á asnaeyrum? Er þetta ekki bara eitthvert bókmenntafræðilegt runk sem á ekkert erindi við almenna lesendur? Þessar spurningar heyrast þegar rætt er um skáldsögu Italos Calvino, Ef að vetrarnóttu ferðalangur, sem komin er út í íslenskri þýðingu Brynju Cortes Andrésdóttur, og svarið við þeim öllum er risastórt nei. Ef að vetrarnóttu ferðalangur, sem kom út 1979, hefur verið kölluð póstmódernískt púsluspil þar sem lestrarupplifun, textatengsl og sköpunarferli bókmennta eru viðfangsefnin. Rammi sögunnar er leit lesandans, sem gegnir því einfalda fornafni „þú“, að framhaldi skáldsögunnar Ef að vetrarnóttu ferðalangur eftir Italo Calvino, en hann hefur verið svo óheppinn að fá í hendur gallað eintak þar sem sömu síðurnar eru prentaðar aftur og aftur og ekkert áframhald sögunnar að finna. Leitin að áframhaldinu er þó engan veginn einföld því í hvert sinn sem hann fær í hendur bók sem hann heldur að sé hin rétta reynist það vera einhver allt önnur skáldsaga en sá hængur er á að þær eru allar sama marki brenndar og sú upphaflega; það vantar í þær allt nema fyrsta kaflann. Sögurnar eru eins ólíkar og þær eru margar; Hér er noir-sena sem gæti verið úr Hollywood-mynd, önnur sem minnir á Tjekov, upphaf einnar sögunnar gæti verið eftir Borges, annarrar eftir Mishima, og svo framvegis, en allar fanga þær lesandann svo hann hættir að leita að áframhaldi bókarinnar þar á undan og fer að leita að áframhaldi þeirrar sem hann las síðast. Ástin á skáldskapnum er þó ekki það eina sem rekur hann áfram, það er líka kona í spilinu, hin lesandi kona, og ástin á henni blandast ástinni á lestrinum, verður sá hvati sem rekur hann áfram. Inn í blandast svo heimsfrægur höfundur, þýðandi, falsari, útgefandi, textarannsóknarfólk og yfirleitt bara allir sem koma að sköpun, stælingum, rannsóknum, umfjöllunum og lestri á skáldskap. Allt tengist þetta órjúfanlegum böndum og er nauðsynlegur þáttur í því að bókmenntir verði til og nái til sinna. Þetta er skáldsaga um skáldskap, sköpun, ást og lestur en um leið er hvert söguupphaf grípandi og áhugavekjandi og frábærlega stílað sem skilar sér vel í afbragðsgóðri þýðingu Brynju. Og lesandinn í hérinu og núinu verður álíka frústreraður og lesandinn í sögunni og þráir að fá meira að vita. Þetta er sum sé engin þurr fræðileg og uppskrúfuð rannsókn á bókatilurð og viðtökum heldur leiftrandi skemmtileg og, já, spennandi saga með nánast óendanlegum möguleikum til túlkunar og nálgunar. Þetta er einfaldlega bók sem allir ættu að lesa hafi þeir minnsta vott af áhuga á bókmenntum. Í greinargóðum og fróðlegum eftirmála rekur þýðandinn, Brynja Cortes Andrésdóttir, feril Calvinos og hugmyndir hans um skáldskap sem varpar enn einu ljósinu á skáldsöguna og gerir það að verkum að lesandann langar helst til að byrja lestur hennar upp á nýtt. Það er engin leið að hætta.Niðurstaða: Frábær þýðing á einni af merkustu skáldsögum síðustu aldar. Bók sem allir ættu að lesa.
Gagnrýni Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira