Formaður Bændasamtakanna vill að ákvörðunartaka um hækkanir verði gegnsærri Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. júlí 2015 07:00 Formaður Bændasamtakanna segir að áður fyrr hafi mjólk og smjör verið selt á undirverði. vísir/pjetur Mér finnst vanta alveg skýringar nefndarinnar á því hvað liggur þarna að baki,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, um hækkun á verðlagsnefnd búvöru á smjöri um 11,6 prósent. Finnur Árnason, forstjóri Haga, gerði hækkunina að umtalsefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. „Vísitala neysluverðs hækkaði frá október 2013 þar til nú um 3,56%. Smjörhækkunin er rúmlega þreföld hækkun vísitölu neysluverðs. Hækkunin mun valda verðbólgu, meiri en tilefni er til. Neytendur borga hærra verð fyrir smjörið og lán skuldsettra heimila hækka. Ákvörðunin veldur því tvöföldum skaða,“ skrifaði Finnur. Jón Gunnarsson segir mikilvægt að hægt sé að ræða hækkanir af þessu tagi út frá rökum og því þurfi allar upplýsingar að vera tiltækar. „Mér finnst mikilvægt þegar um er að ræða svona opinbera verðlagningu eins og er í þessu tilfelli að það liggi þá fyrir og mikilvægt að það séu raktar þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar.“Sigurgeir Sindri SigurgeirssonSigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, á sæti í verðlagsnefnd búvara. Hann tekur undir orð Jóns Gunnarssonar. „Við mættum vera harðari með það að samþykkja öll gögn sem við höfum lagt fram og fundargerðir þannig að þetta geti komist strax í birtingu á vef ráðuneytisins,“ segir Sindri.Jón GunnarssonHann segir athugasemdir Finns Árnasonar kunnuglegar. „Það sem vantar er að skýra hvernig þetta hefur gengið fyrir sig í gegnum tíðina. Í verðlagsnefnd hafa tveir vöruflokkar, drykkjarmjólk og smjör, verið undirverðlagðir. Sem þýðir að aðrar vörur sem hafa verið verðlagðar hafa verið látnar taka hlutfallslega meiri hækkun til þess að verja þessa tvo vöruflokka, sem hafa verið taldar vera meiri nauðsynjavörur en aðrar,“ segir Sindri. Þessari verðtilfærslu hafi núna verið hætt og verið sé að leiðrétta muninn. Hann segir líka að smjör sé mjög hagstætt i verði miðað við það sem gerist og gengur í nágrannalöndum okkar.Þá segir Sindri að tölur Hagstofunnar sýni að verð á smjöri í smásölu hafi hækkað um 5,8 prósent frá árinu 2013, en verðlagning verðlagsnefndar búvöru ekki hækkað á sama tíma. „Smjörið þarf því hugsanlega ekki að hækka um 11,6 prósent beint út á markað því verslunin er þegar búin að hækka vöruna umfram almennt verðlag,“ segir Sindri. Alþingi Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Mér finnst vanta alveg skýringar nefndarinnar á því hvað liggur þarna að baki,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, um hækkun á verðlagsnefnd búvöru á smjöri um 11,6 prósent. Finnur Árnason, forstjóri Haga, gerði hækkunina að umtalsefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. „Vísitala neysluverðs hækkaði frá október 2013 þar til nú um 3,56%. Smjörhækkunin er rúmlega þreföld hækkun vísitölu neysluverðs. Hækkunin mun valda verðbólgu, meiri en tilefni er til. Neytendur borga hærra verð fyrir smjörið og lán skuldsettra heimila hækka. Ákvörðunin veldur því tvöföldum skaða,“ skrifaði Finnur. Jón Gunnarsson segir mikilvægt að hægt sé að ræða hækkanir af þessu tagi út frá rökum og því þurfi allar upplýsingar að vera tiltækar. „Mér finnst mikilvægt þegar um er að ræða svona opinbera verðlagningu eins og er í þessu tilfelli að það liggi þá fyrir og mikilvægt að það séu raktar þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar.“Sigurgeir Sindri SigurgeirssonSigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, á sæti í verðlagsnefnd búvara. Hann tekur undir orð Jóns Gunnarssonar. „Við mættum vera harðari með það að samþykkja öll gögn sem við höfum lagt fram og fundargerðir þannig að þetta geti komist strax í birtingu á vef ráðuneytisins,“ segir Sindri.Jón GunnarssonHann segir athugasemdir Finns Árnasonar kunnuglegar. „Það sem vantar er að skýra hvernig þetta hefur gengið fyrir sig í gegnum tíðina. Í verðlagsnefnd hafa tveir vöruflokkar, drykkjarmjólk og smjör, verið undirverðlagðir. Sem þýðir að aðrar vörur sem hafa verið verðlagðar hafa verið látnar taka hlutfallslega meiri hækkun til þess að verja þessa tvo vöruflokka, sem hafa verið taldar vera meiri nauðsynjavörur en aðrar,“ segir Sindri. Þessari verðtilfærslu hafi núna verið hætt og verið sé að leiðrétta muninn. Hann segir líka að smjör sé mjög hagstætt i verði miðað við það sem gerist og gengur í nágrannalöndum okkar.Þá segir Sindri að tölur Hagstofunnar sýni að verð á smjöri í smásölu hafi hækkað um 5,8 prósent frá árinu 2013, en verðlagning verðlagsnefndar búvöru ekki hækkað á sama tíma. „Smjörið þarf því hugsanlega ekki að hækka um 11,6 prósent beint út á markað því verslunin er þegar búin að hækka vöruna umfram almennt verðlag,“ segir Sindri.
Alþingi Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira