Gamlar minjar eða nýjar minjar Hólmsteinn S. Rósbergsson skrifar 29. júlí 2015 07:00 Það er ekki hægt að halda í fortíðina nema að litlu leyti. Alls ekki í lífið sjálft, en stundum í umhverfið. Við þurfum að halda í umhverfið svo við missum ekki fótanna í öllum nýjungunum. Ef við gerum það ekki erum við öll eins og nýbúar með lítið eða rofið tengslanet. Þegar kemur að gömlum húsum, er því mikilvægt að þau séu á sínum stað. Þá getum við fundið fyrir þeirri fótfestu í tímanum sem við þurfum á að halda. Forsætisráðherra „dúkkaði upp“ með þá hugmynd að leysa húsnæðisþörf Alþingis með því að dusta rykið af gamalli hugmynd Guðjóns Samúelssonar af þess konar húsi. Um svipað leiti var kynnt sú hugmynd að byggja safn af gamaldags húsum á Selfossi. Ef ég byrja að tala um þessa húsnæðisþörf Alþingis þá er þetta algjör vitleysa. Þó ekki væri annað, þá kann bara enginn að byggja svona hús nú til dags. Og af því við eigum ekki menn sem kunna til verka þá yrði þetta aldrei annað en léleg eftirlíking. Við erum búin að glutra niður þekkingunni á að smíða „sléttbyrtan eikarbát“. Eins er með byggingu á steinhúsum eins og: Alþingishúsinu, Landsbankahúsinu og elsta hluta Útvegsbankahússins (nú héraðsdómur) sem eru í miðbæ Reykjavíkur. Eins er með hús Landsbankans á Akureyri. Það er ekki verið að byggja eitt einasta slíkt hús í landinu, þannig að við þyrftum í það minnsta að flytja inn alla þekkinguna á nýjan leik. Við þurfum að vernda og halda við okkar byggingararfi, og getum verið stolt af miklum hluta hans. En sérhver tími kallar á ný viðhorf og nýjar lausnir. Þess vegna þurfum við að treysta arkitektum til að teikna falleg hús þegar þeir fá tækifæri til. Tækifærin koma einmitt þegar þarf að byggja á Alþingishúsreitnum eða jafnvel nýtt Alþingishús, og það þurfum við að nýta okkur. Látum nútímann sýna hvað hann getur. Treystum arkitektum til að færa okkur eitthvað sem við, og þeir sem heimsækja okkur taka eftir. Hér áður var það viðhorf uppi að flytja gömul hús af sínum stað og koma þeim fyrir í einu þorpi, og það þorp varð að Árbæjarsafni. Þessi viðhorf eru úrelt. Nú er uppi það viðhorf að varðveita eigi hús þar sem þau eru og þá helst þar sem þau voru byggð. Það hefur stundum tekist vel að færa þau aðeins um set ef nauðsyn hefur krafið. Jafnvel hefur tekist vel að hækka þau um eina hæð. Þetta viðhorf á ekki bara við um húsið í heild, heldur þannig að ef rífa þarf eitthvað niður þá eigi að raða því eins upp og það var áður. Ekki bara hipsumhaps. Það góða við þá hugmynd að byggja upp safn af gamaldags húsum, er að hún sýnir hvað gömul hús eru sterkir áhrifavaldar í að búa til miðbæjarkjarna. Hann verður bara ekki til nema með tilstuðlan þeirra. Á Íslandi er næstum allt nýtt og Selfoss eitt það nýjasta af því nýja. En þeim finnst kannski betra að vera aðeins eldri. Nútímamaður sem færi að ganga í aldamótaklæðnaði hefðarfólks þætti hálf „spjátrungslegur“ þó það sé ágætis klæðnaður, og ekkert út á hann að setja sem slíkan. Enda náttúrlega miklu flottari en „flís“ sem sumir ganga í nú til dags. Ég óttast að svona hús yrðu aldrei nema skeljar; tilbúningur fyrir eitthvað allt annað en húsið sjálft. Þó ekki væri annað en byggingareglugerðin sem gerir svo og svo miklar kröfur um styrk og öryggi, þá myndi hún þvælast fyrir mörgu í gerð húsanna. Og varla ætla menn að fara að beygja hana allt í einu. Nei, íbúar Eyrarbakka og Stokkseyrar þurfa ekki að óttast þessa hugmynd að byggja gömul hús á Selfossi, því þeirra hús eru ekta. Ekta hús á sínum stað með sínu mannlífi og fjölbreytileika þess. Listafólki t.d. Og eins konar flóttafólki úr skarkala borgarinnar og kannski bara einhver íbúi sem hefur dagað uppi í tímanum. Þetta er alvöru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að halda í fortíðina nema að litlu leyti. Alls ekki í lífið sjálft, en stundum í umhverfið. Við þurfum að halda í umhverfið svo við missum ekki fótanna í öllum nýjungunum. Ef við gerum það ekki erum við öll eins og nýbúar með lítið eða rofið tengslanet. Þegar kemur að gömlum húsum, er því mikilvægt að þau séu á sínum stað. Þá getum við fundið fyrir þeirri fótfestu í tímanum sem við þurfum á að halda. Forsætisráðherra „dúkkaði upp“ með þá hugmynd að leysa húsnæðisþörf Alþingis með því að dusta rykið af gamalli hugmynd Guðjóns Samúelssonar af þess konar húsi. Um svipað leiti var kynnt sú hugmynd að byggja safn af gamaldags húsum á Selfossi. Ef ég byrja að tala um þessa húsnæðisþörf Alþingis þá er þetta algjör vitleysa. Þó ekki væri annað, þá kann bara enginn að byggja svona hús nú til dags. Og af því við eigum ekki menn sem kunna til verka þá yrði þetta aldrei annað en léleg eftirlíking. Við erum búin að glutra niður þekkingunni á að smíða „sléttbyrtan eikarbát“. Eins er með byggingu á steinhúsum eins og: Alþingishúsinu, Landsbankahúsinu og elsta hluta Útvegsbankahússins (nú héraðsdómur) sem eru í miðbæ Reykjavíkur. Eins er með hús Landsbankans á Akureyri. Það er ekki verið að byggja eitt einasta slíkt hús í landinu, þannig að við þyrftum í það minnsta að flytja inn alla þekkinguna á nýjan leik. Við þurfum að vernda og halda við okkar byggingararfi, og getum verið stolt af miklum hluta hans. En sérhver tími kallar á ný viðhorf og nýjar lausnir. Þess vegna þurfum við að treysta arkitektum til að teikna falleg hús þegar þeir fá tækifæri til. Tækifærin koma einmitt þegar þarf að byggja á Alþingishúsreitnum eða jafnvel nýtt Alþingishús, og það þurfum við að nýta okkur. Látum nútímann sýna hvað hann getur. Treystum arkitektum til að færa okkur eitthvað sem við, og þeir sem heimsækja okkur taka eftir. Hér áður var það viðhorf uppi að flytja gömul hús af sínum stað og koma þeim fyrir í einu þorpi, og það þorp varð að Árbæjarsafni. Þessi viðhorf eru úrelt. Nú er uppi það viðhorf að varðveita eigi hús þar sem þau eru og þá helst þar sem þau voru byggð. Það hefur stundum tekist vel að færa þau aðeins um set ef nauðsyn hefur krafið. Jafnvel hefur tekist vel að hækka þau um eina hæð. Þetta viðhorf á ekki bara við um húsið í heild, heldur þannig að ef rífa þarf eitthvað niður þá eigi að raða því eins upp og það var áður. Ekki bara hipsumhaps. Það góða við þá hugmynd að byggja upp safn af gamaldags húsum, er að hún sýnir hvað gömul hús eru sterkir áhrifavaldar í að búa til miðbæjarkjarna. Hann verður bara ekki til nema með tilstuðlan þeirra. Á Íslandi er næstum allt nýtt og Selfoss eitt það nýjasta af því nýja. En þeim finnst kannski betra að vera aðeins eldri. Nútímamaður sem færi að ganga í aldamótaklæðnaði hefðarfólks þætti hálf „spjátrungslegur“ þó það sé ágætis klæðnaður, og ekkert út á hann að setja sem slíkan. Enda náttúrlega miklu flottari en „flís“ sem sumir ganga í nú til dags. Ég óttast að svona hús yrðu aldrei nema skeljar; tilbúningur fyrir eitthvað allt annað en húsið sjálft. Þó ekki væri annað en byggingareglugerðin sem gerir svo og svo miklar kröfur um styrk og öryggi, þá myndi hún þvælast fyrir mörgu í gerð húsanna. Og varla ætla menn að fara að beygja hana allt í einu. Nei, íbúar Eyrarbakka og Stokkseyrar þurfa ekki að óttast þessa hugmynd að byggja gömul hús á Selfossi, því þeirra hús eru ekta. Ekta hús á sínum stað með sínu mannlífi og fjölbreytileika þess. Listafólki t.d. Og eins konar flóttafólki úr skarkala borgarinnar og kannski bara einhver íbúi sem hefur dagað uppi í tímanum. Þetta er alvöru.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun