Fá forgang til að reisa heilsulind í Ölfusdal Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. júlí 2015 07:00 "Svæðið er í beinni sjónlínu frá Kömbunum og þarna er rosalega fallegt,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. fréttablaðið/vilhelm „Við erum afskaplega ánægð með áhugann sem aðilar sýna Hveragerði og höfum beðið eftir því að einhver sjái möguleika á frekari uppbyggingu á staðnum,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerðisbæ, um nýsamþykkta beiðni frá félaginu First ehf. um sex mánaða forgang að byggingarlóð í Ölfusdal til byggingar heilsulindar. „Hugmyndin samrýmist vel stefnu bæjarfélagsins um uppbyggingu heilsutengdrar ferðaþjónustu,“ segir Aldís. Bæjarráð Hvergerðis samþykkti beiðnina á fundi sínum á dögunum. „Það er frábært að einstaklingar vilji nýta sér þá sérstöðu sem Hveragerði hefur,“ segir Aldís sem vonast til þess að verkefnið verði að veruleika. „Svæðið er í beinni sjónlínu frá Kömbunum og þarna er rosalega fallegt. Það er búið að gróðursetja tugþúsundir trjáa og það stefnir allt í að þetta verði ferðaparadís.“Ólafur SigurðssonÓlafur Sigurðsson, markaðs- og þróunarstjóri First ehf., segir að félagið hafi um nokkurt skeið unnið að skoðun á þeim möguleika að setja upp heilsulind á Íslandi. „Ölfusdalur þótti álitlegur kostur til að staðsetja slíka starfsemi og eru margar ástæður fyrir því,“ segir Ólafur og nefnir góða staðsetningu dalsins sem dæmi. „Hveragerði er í leiðinni á marga ferðamannastaði og svo er mikið af fallegum gönguleiðum þarna.“ Nánar ganga hugmyndir First ehf. út á byggingu 65 herbergja hostels auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. „Á hostelinu verður gisting ódýr og þarna verða baðlón með heitu vatni, leirböð og gufuböð auk aðstöðu fyrir viðeigandi slökunarmeðferðir,“ segir hann. Undirbúningsvinna verkefnisins er langt komin og að sögn Ólafs er unnið að verkefninu í samstarfi við Eflu verkfræðistofu og nokkra arkitekta. Ólafur segir að bankar og aðrir fjármögnunaraðilar hafi tekið vel í hugmyndirnar og að heildarfjárfesting sé áætluð um það bil einn og hálfur milljarður. „Í dag heimsækja 150.000 gestir dalinn á ári og við reiknum með því að fá 225.000 gesti á ári til okkar,“ segir Ólafur og bætir við að markhópurinn sé einstaklingar á aldrinum átján til fimmtíu ára. „Þetta verður unnið í þremur áföngum. Fyrsti áfanginn snýr að bílastæðum og þjónustuhúsi sem mun rísa á svæðinu. Annar áfangi er böðin og sá þriðji er að byggja hostelið,“ segir Ólafur sem stefnir að því að svæðið verði tilbúið í maí árið 2017. Ath. Fyrirsögn fréttarinnar var breytt 15.48. Þar sem áður stóð að heilsulind væri áformuð í Reykjadal stendur nú að heilsulindin eigi að vera í Ölfusdal - eins og stendur í meginmáli fréttarinnar. Um er að ræða svæði við upphaf gönguleiðar í Reykjadal. Við breytinguna á fyrirsögninni falla því miður út athugasemdir sem lesendur hafa gert við fréttina. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
„Við erum afskaplega ánægð með áhugann sem aðilar sýna Hveragerði og höfum beðið eftir því að einhver sjái möguleika á frekari uppbyggingu á staðnum,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerðisbæ, um nýsamþykkta beiðni frá félaginu First ehf. um sex mánaða forgang að byggingarlóð í Ölfusdal til byggingar heilsulindar. „Hugmyndin samrýmist vel stefnu bæjarfélagsins um uppbyggingu heilsutengdrar ferðaþjónustu,“ segir Aldís. Bæjarráð Hvergerðis samþykkti beiðnina á fundi sínum á dögunum. „Það er frábært að einstaklingar vilji nýta sér þá sérstöðu sem Hveragerði hefur,“ segir Aldís sem vonast til þess að verkefnið verði að veruleika. „Svæðið er í beinni sjónlínu frá Kömbunum og þarna er rosalega fallegt. Það er búið að gróðursetja tugþúsundir trjáa og það stefnir allt í að þetta verði ferðaparadís.“Ólafur SigurðssonÓlafur Sigurðsson, markaðs- og þróunarstjóri First ehf., segir að félagið hafi um nokkurt skeið unnið að skoðun á þeim möguleika að setja upp heilsulind á Íslandi. „Ölfusdalur þótti álitlegur kostur til að staðsetja slíka starfsemi og eru margar ástæður fyrir því,“ segir Ólafur og nefnir góða staðsetningu dalsins sem dæmi. „Hveragerði er í leiðinni á marga ferðamannastaði og svo er mikið af fallegum gönguleiðum þarna.“ Nánar ganga hugmyndir First ehf. út á byggingu 65 herbergja hostels auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. „Á hostelinu verður gisting ódýr og þarna verða baðlón með heitu vatni, leirböð og gufuböð auk aðstöðu fyrir viðeigandi slökunarmeðferðir,“ segir hann. Undirbúningsvinna verkefnisins er langt komin og að sögn Ólafs er unnið að verkefninu í samstarfi við Eflu verkfræðistofu og nokkra arkitekta. Ólafur segir að bankar og aðrir fjármögnunaraðilar hafi tekið vel í hugmyndirnar og að heildarfjárfesting sé áætluð um það bil einn og hálfur milljarður. „Í dag heimsækja 150.000 gestir dalinn á ári og við reiknum með því að fá 225.000 gesti á ári til okkar,“ segir Ólafur og bætir við að markhópurinn sé einstaklingar á aldrinum átján til fimmtíu ára. „Þetta verður unnið í þremur áföngum. Fyrsti áfanginn snýr að bílastæðum og þjónustuhúsi sem mun rísa á svæðinu. Annar áfangi er böðin og sá þriðji er að byggja hostelið,“ segir Ólafur sem stefnir að því að svæðið verði tilbúið í maí árið 2017. Ath. Fyrirsögn fréttarinnar var breytt 15.48. Þar sem áður stóð að heilsulind væri áformuð í Reykjadal stendur nú að heilsulindin eigi að vera í Ölfusdal - eins og stendur í meginmáli fréttarinnar. Um er að ræða svæði við upphaf gönguleiðar í Reykjadal. Við breytinguna á fyrirsögninni falla því miður út athugasemdir sem lesendur hafa gert við fréttina.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira