Guttinn sem sló kempunum ref fyrir rass Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. ágúst 2015 06:00 Aron yfirvegaður og brosmildur á Nesinu. fréttablaðið/andri „Mér líður alveg frábærlega. Ég átti ekki von á þessu. Kom hingað bara með það markmið að hafa gaman af þessu,“ segir hinn 18 ára gamli Aron Snær Júlíusson sem gerði sér lítið fyrir og vann Einvígið á Nesinu sem var haldið í 19. skipti í gær. Þetta var frumraun Arons á mótinu. Tíu kylfingar hefja leik og einn dettur út á hverri holu. Aron stóðst pressuna á lokaholunni er hann var gegn atvinnumanninum Birgi Leifi Hafþórssyni. Þurfti bráðabana til þess að skera úr um sigurvegara. „Ég var að spila völlinn líka í fyrsta skipti. Auðvitað er geggjað að vinna og skemmtilegt að hafa unnið Bigga í endann. Þetta kom ánægjulega á óvart allt saman,“ segir strákurinn auðmjúkur. Birgir Leifur gerði mjög vel að næla í bráðabana á lokaholunni eftir að hafa slegið út af í upphafshögginu. Þriðja höggið af teig var gull. Beint á pinna og svo eitt pútt. „Ég tók áhættu á síðustu og það gekk ekki. Það var frábært að redda sér samt og seinna upphafshöggið er líklega með þeim betri sem ég hef tekið hér,“ segir Birgir en hann hrósaði stráknum efnilega. „Ég þekki þennan strák og hann er harður keppnismaður.“ Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Mér líður alveg frábærlega. Ég átti ekki von á þessu. Kom hingað bara með það markmið að hafa gaman af þessu,“ segir hinn 18 ára gamli Aron Snær Júlíusson sem gerði sér lítið fyrir og vann Einvígið á Nesinu sem var haldið í 19. skipti í gær. Þetta var frumraun Arons á mótinu. Tíu kylfingar hefja leik og einn dettur út á hverri holu. Aron stóðst pressuna á lokaholunni er hann var gegn atvinnumanninum Birgi Leifi Hafþórssyni. Þurfti bráðabana til þess að skera úr um sigurvegara. „Ég var að spila völlinn líka í fyrsta skipti. Auðvitað er geggjað að vinna og skemmtilegt að hafa unnið Bigga í endann. Þetta kom ánægjulega á óvart allt saman,“ segir strákurinn auðmjúkur. Birgir Leifur gerði mjög vel að næla í bráðabana á lokaholunni eftir að hafa slegið út af í upphafshögginu. Þriðja höggið af teig var gull. Beint á pinna og svo eitt pútt. „Ég tók áhættu á síðustu og það gekk ekki. Það var frábært að redda sér samt og seinna upphafshöggið er líklega með þeim betri sem ég hef tekið hér,“ segir Birgir en hann hrósaði stráknum efnilega. „Ég þekki þennan strák og hann er harður keppnismaður.“
Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira