Innlent

Segir ákvörðun Páleyjar hafa verið rétta

Þjóðhátíð 2015 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ákvörðun sína. 
fréttablaðið/vilhelm
Þjóðhátíð 2015 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ákvörðun sína. fréttablaðið/vilhelm Vísir
Marta Möller lagði fram nauðgunarkæru á Þjóðhátíð fyrir níu árum og segir hún að mikil fjölmiðlaumfjöllun strax í kjölfar kæru hennar hafi reynst henni erfið.

Þegar brotið var aftur á Mörtu árið 2013, nú í miðbæ Reykjavíkur, óttaðist hún að kæra þar sem hún vildi ekki þurfa að sjá fjallað um mál sitt í fjölmiðlum áður en hún fengi tækifæri á að jafna sig á því sem gerst hafði.

Marta sagði sögu sína á Facebook þar sem hún hefur fyllst reiði vegna umræðunnar um ákvörðun Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, um að upplýsa ekki um kynferðisbrot á Þjóðhátíð.

Fjölmiðlar greindu í síðustu viku frá bréfi Páleyjar til viðbragðsaðila þar sem hún hvetur þá til þess að veita engar upplýsingar. Slíkar upplýsingar voru síðan veittar fjölmiðlum eftir að fulltrúar neyðarmóttöku á Landspítalanum fyrir þolendur kynferðisbrota tjáðu sig um fjölda þeirra sem leituðu þangað. „Mér finnst Páley vera að gera svo rétt,“ sagði Marta í samtali við fréttavefinn Vísi í gær.

„Hún er bara að hugsa um hagsmuni þolenda, það liggur ekkert annað að baki hjá henni. Ég hef lent í þessu tvisvar sinnum á ævinni og ég fann hvað það var miklu auðveldara að takast á við það í seinna skiptið þegar fréttaflutningur var ekki eins mikill. Bara ein frétt og búið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×