Innlent

Sérstakur vill verða héraðssaksóknari

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Ólafur Þór Hauksson
Ólafur Þór Hauksson fréttablaðið/Daníel
Stjórnsýsla Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, og Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri eru meðal þeirra sem sækjast eftir nýju embætti héraðssaksóknara. Auglýst var eftir umsækjendum í embætti hæstaréttardómara, héraðssaksóknara og varahéraðssaksóknara í júlí.

Fimm vilja verða héraðssaksóknarar. Ásamt þeim Ólafi og Bryndísi sóttu þau Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, Hulda Elsa Björgvinsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, og Jón H.B. Snorrason varalögreglustjóri um starfið.

Bryndís Kristjánsdóttir
Þrír sóttu um embætti hæstaréttardómara, þau Davíð Þór Björgvinsson, Ingveldur Einarsdóttir og Karl Axelsson. 

Fimm sóttu um stöðu varahéraðssaksóknara; áðurefndur Björn Þorvaldsson og Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknarar hjá embætti sérstaks saksóknara, og Daði Kristjánsson, Hulda Elsa Björgvinsdóttir og Kolbrún Benediktsdóttir, öll saksóknarar hjá embætti ríkissaksóknara.

Nýr héraðssaksóknari tekur til starfa 1. janúar og verður embætti sérstaks saksóknara þá lagt niður. 

Innanríkisráðherra hefur falið nefnd að fara yfir umsóknirnar og á hún að skila ráðherra rökstuddu áliti á hæfni umsækjenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×