Samningar næstum í höfn í Grikklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. ágúst 2015 07:00 Skiptar skoðanir eru meðal Grikkja á nýjum neyðaraðstoðarsamningi, en skilyrðum lánardrottna var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr í sumar. nordicphotos/getty „Við þokumst nær og nær. Einungis tvö eða þrjú smáatriði eru eftir,“ sagði Euclid Tsakalotos, fjármálaráðherra Grikklands, við fréttastofu Reuters í gær. Gríska ríkið vinnur nú hörðum höndum að gerð samnings við seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um nýja, 12.600 milljarða króna neyðaraðstoð fyrir ríkið. Neyðaraðstoðarsamningurinn verður til þriggja ára og er bráðnauðsynlegur fyrir Grikki ef þeir ætla að halda sér innan evrusvæðisins og forðast gjaldþrot. Neyðaraðstoðin yrði sú þriðja á fimm árum en áður hafa sömu aðilar auk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lánað Grikkjum.Euclid TsakalotosAlþjóðagjaldeyrissjóðurinn hyggst þó ekki vera með í nýja samningnum þar sem hinir lánardrottnar Grikkja vilja ekki fella niður hluta skulda Grikkja, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur nauðsynlegt svo ríkið geti náð efnahagslegum bata. Grikkir vonast til að klára samninginn fyrir tuttugasta ágúst en þá þarf ríkið að borga 440 milljarða króna af láni frá seðlabanka Evrópu. Grikkir hafa samþykkt að stofna einkavæðingarsjóð að hvöt evrusvæðisins auk þess að uppfylla fleiri skilyrði neyðaraðstoðarsamningsins. Nýi samningurinn á þó eftir að fara í gegn um gríska þingið eftir að hann er í höfn. Þar hefur Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, mætt andstöðu nýverið þegar samþykkja þurfti lagapakka til að greiða fyrir samningaviðræðum. Andstaðan kom úr röðum samflokksmanna hans á þinginu en Tsipras þurfti að reiða sig á atkvæði stjórnarandstöðunnar til að fá frumvarpið samþykkt. Tsipras hótaði þingmönnum sínum í kjölfarið nýjum kosningum, en hann er mjög vinsæll í Grikklandi og myndi samkvæmt skoðanakönnunum ná endurkjöri. Fleiri góðar fréttir bárust Grikkjum í gær, en evran styrktist um 0,2 prósent gagnvart Bandaríkjadal. Gerðist það eftir að Kínverjar felldu gjaldmiðil sinn, júan, til að reyna að stemma stigu við miklu falli kínverska fjármálamarkaðarins. Útflutningur Kínverja dróst saman um 8,3 prósent í júlímánuði. Þá hafa hlutabréf í Grikklandi einnig lækkað í verði í kjölfar opnunar kauphallarinnar í Aþenu fyrr í ágúst. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
„Við þokumst nær og nær. Einungis tvö eða þrjú smáatriði eru eftir,“ sagði Euclid Tsakalotos, fjármálaráðherra Grikklands, við fréttastofu Reuters í gær. Gríska ríkið vinnur nú hörðum höndum að gerð samnings við seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um nýja, 12.600 milljarða króna neyðaraðstoð fyrir ríkið. Neyðaraðstoðarsamningurinn verður til þriggja ára og er bráðnauðsynlegur fyrir Grikki ef þeir ætla að halda sér innan evrusvæðisins og forðast gjaldþrot. Neyðaraðstoðin yrði sú þriðja á fimm árum en áður hafa sömu aðilar auk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lánað Grikkjum.Euclid TsakalotosAlþjóðagjaldeyrissjóðurinn hyggst þó ekki vera með í nýja samningnum þar sem hinir lánardrottnar Grikkja vilja ekki fella niður hluta skulda Grikkja, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur nauðsynlegt svo ríkið geti náð efnahagslegum bata. Grikkir vonast til að klára samninginn fyrir tuttugasta ágúst en þá þarf ríkið að borga 440 milljarða króna af láni frá seðlabanka Evrópu. Grikkir hafa samþykkt að stofna einkavæðingarsjóð að hvöt evrusvæðisins auk þess að uppfylla fleiri skilyrði neyðaraðstoðarsamningsins. Nýi samningurinn á þó eftir að fara í gegn um gríska þingið eftir að hann er í höfn. Þar hefur Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, mætt andstöðu nýverið þegar samþykkja þurfti lagapakka til að greiða fyrir samningaviðræðum. Andstaðan kom úr röðum samflokksmanna hans á þinginu en Tsipras þurfti að reiða sig á atkvæði stjórnarandstöðunnar til að fá frumvarpið samþykkt. Tsipras hótaði þingmönnum sínum í kjölfarið nýjum kosningum, en hann er mjög vinsæll í Grikklandi og myndi samkvæmt skoðanakönnunum ná endurkjöri. Fleiri góðar fréttir bárust Grikkjum í gær, en evran styrktist um 0,2 prósent gagnvart Bandaríkjadal. Gerðist það eftir að Kínverjar felldu gjaldmiðil sinn, júan, til að reyna að stemma stigu við miklu falli kínverska fjármálamarkaðarins. Útflutningur Kínverja dróst saman um 8,3 prósent í júlímánuði. Þá hafa hlutabréf í Grikklandi einnig lækkað í verði í kjölfar opnunar kauphallarinnar í Aþenu fyrr í ágúst.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira