Stefnubreyting við sameiningu stofnana Alma Lísa Jóhannsdóttir skrifar 12. ágúst 2015 10:00 Á undanförnum árum hafa stjórnvöld stefnt að því að fækka opinberum stofnunum. Sérstaklega hefur verið einblínt á sameiningu smærri stofnana með það fyrir augum að auka hagkvæmni í ríkisrekstrinum. Síðustu ríkisstjórnir hafa unnið að þessu. Stórar sameiningar áttu sér stað á kjörtímabili ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Aðferðafræðin við sameiningarnar var að starfsfólk stofnananna fékk að halda starfi sínu og hugað var þannig að velferð mannauðsins í umbótaferlinu enda lykillinn að því að vel takist til. Í fyrsta fjárlagafrumvarpi núverandi ríkisstjórnar boðaði fjármálaráðherra stórfelldar breytingar á ríkisrekstrinum. Meðal þeirra var fækkun opinberra stofnana um 50 og haldið var þannig áfram á þeirri vegferð sem hófst rétt fyrir aldamótin 2000. Framtíðarsýnin sem birtist í rökunum fyrir ákvörðuninni var einnig skýr en í frumvarpinu var eitt höfuðmarkmiðanna að einfalda ríkiskerfið og minnka umfang þess með það að leiðarljósi að auka skilvirkni. Þó svo að markmiðið sé það sama hefur margt breyst. Ef litið er til þeirrar aðferðafræði sem notuð hefur verið við sameiningu stofnana á undanförnum árum má sjá að nú hefur átt sér stað stefnubreyting. Hún birtist með þeim hætti að stjórnvöld telja nú mikilvægt, jafnvel nauðsynlegt, að segja öllu starfsfólki upp við sameiningar stofnana. Nýlegar sameiningar sýna þetta með skýrum hætti. Nýjasta dæmið er frá síðasta starfsdegi Alþingis fyrir sumarfrí með stofnun Menntamálastofnunar. SFR telur þessa leið ranga. Einfaldlega vegna þess að verkefnin sem eru færð til nýrrar stofnunar eru hin sömu og voru hjá fyrirrennurum hennar og því er aðeins um breytingar á byggingu stofnana að ræða en ekki um niðurlagningu starfa og verkefna svo um ræðir. Starfsmönnum eru ýmist boðin störf hjá nýrri stofnun við sömu verkefni og áður, eða þeim eru boðin ný verkefni. Það er verulegt áhyggjuefni að nú virðist vera að færast í aukana að settur sé fyrirvari í lögin um að lækka megi starfsfólk í starfsstigi. Standi vilji stjórnvalda til þess að gera breytingar á störfum er til samræmis við meðalhófsreglu að flytja störfin en ekki leggja þau niður. SFR telur grundvallaratriði að gætt sé jafnræðis gagnvart opinberum starfsmönnum við sameiningu stofnana. Engin rök eru fyrir því að réttarstaða starfsfólks þeirra stofnana sem lagðar eru niður nú sé lakari en réttarstaða starfsmanna við sambærilegar sameiningar sem hafa átt sér stað. Stjórnvöld hafa ekki markað sér opinbera stefnu um hvernig þau vilja standa að verkefnum eins og sameiningum stofnana. Því hafa þau ekki heldur tekið ákvörðun um hvernig þau vilja búa að mannauðnum við slíkar aðstæður. Hingað til hefur það verið á forræði einstakra stofnana eða ráðuneytis. Þetta er algjörlega ótækt. Stjórnvöld verða að vita hvert þau ætla að fara og hvernig þau ætla að komast þangað. Tryggja þarf að á bak við ákvörðun um sameiningu stofnana liggi fjárhagslegar, rekstrarlegar, stjórnsýslulegar, samfélagslegar, faglegar og hugsanlega pólitískar forsendur þannig að markmiðið með breytingunum sé á hreinu og leiðirnar að því séu skýrar. Undirbúningur er alltaf mikilvægur enda getur ávinningur af umbótum orðið lítill sem enginn ef ekki er staðið vel að málum frá upphafi. Stjórnsýslan á að starfa með faglegum hætti og gæta jafnræðis og meðalhófs enda er mikilvægt að gætt sé samræmis við ákvörðunartöku stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa stjórnvöld stefnt að því að fækka opinberum stofnunum. Sérstaklega hefur verið einblínt á sameiningu smærri stofnana með það fyrir augum að auka hagkvæmni í ríkisrekstrinum. Síðustu ríkisstjórnir hafa unnið að þessu. Stórar sameiningar áttu sér stað á kjörtímabili ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Aðferðafræðin við sameiningarnar var að starfsfólk stofnananna fékk að halda starfi sínu og hugað var þannig að velferð mannauðsins í umbótaferlinu enda lykillinn að því að vel takist til. Í fyrsta fjárlagafrumvarpi núverandi ríkisstjórnar boðaði fjármálaráðherra stórfelldar breytingar á ríkisrekstrinum. Meðal þeirra var fækkun opinberra stofnana um 50 og haldið var þannig áfram á þeirri vegferð sem hófst rétt fyrir aldamótin 2000. Framtíðarsýnin sem birtist í rökunum fyrir ákvörðuninni var einnig skýr en í frumvarpinu var eitt höfuðmarkmiðanna að einfalda ríkiskerfið og minnka umfang þess með það að leiðarljósi að auka skilvirkni. Þó svo að markmiðið sé það sama hefur margt breyst. Ef litið er til þeirrar aðferðafræði sem notuð hefur verið við sameiningu stofnana á undanförnum árum má sjá að nú hefur átt sér stað stefnubreyting. Hún birtist með þeim hætti að stjórnvöld telja nú mikilvægt, jafnvel nauðsynlegt, að segja öllu starfsfólki upp við sameiningar stofnana. Nýlegar sameiningar sýna þetta með skýrum hætti. Nýjasta dæmið er frá síðasta starfsdegi Alþingis fyrir sumarfrí með stofnun Menntamálastofnunar. SFR telur þessa leið ranga. Einfaldlega vegna þess að verkefnin sem eru færð til nýrrar stofnunar eru hin sömu og voru hjá fyrirrennurum hennar og því er aðeins um breytingar á byggingu stofnana að ræða en ekki um niðurlagningu starfa og verkefna svo um ræðir. Starfsmönnum eru ýmist boðin störf hjá nýrri stofnun við sömu verkefni og áður, eða þeim eru boðin ný verkefni. Það er verulegt áhyggjuefni að nú virðist vera að færast í aukana að settur sé fyrirvari í lögin um að lækka megi starfsfólk í starfsstigi. Standi vilji stjórnvalda til þess að gera breytingar á störfum er til samræmis við meðalhófsreglu að flytja störfin en ekki leggja þau niður. SFR telur grundvallaratriði að gætt sé jafnræðis gagnvart opinberum starfsmönnum við sameiningu stofnana. Engin rök eru fyrir því að réttarstaða starfsfólks þeirra stofnana sem lagðar eru niður nú sé lakari en réttarstaða starfsmanna við sambærilegar sameiningar sem hafa átt sér stað. Stjórnvöld hafa ekki markað sér opinbera stefnu um hvernig þau vilja standa að verkefnum eins og sameiningum stofnana. Því hafa þau ekki heldur tekið ákvörðun um hvernig þau vilja búa að mannauðnum við slíkar aðstæður. Hingað til hefur það verið á forræði einstakra stofnana eða ráðuneytis. Þetta er algjörlega ótækt. Stjórnvöld verða að vita hvert þau ætla að fara og hvernig þau ætla að komast þangað. Tryggja þarf að á bak við ákvörðun um sameiningu stofnana liggi fjárhagslegar, rekstrarlegar, stjórnsýslulegar, samfélagslegar, faglegar og hugsanlega pólitískar forsendur þannig að markmiðið með breytingunum sé á hreinu og leiðirnar að því séu skýrar. Undirbúningur er alltaf mikilvægur enda getur ávinningur af umbótum orðið lítill sem enginn ef ekki er staðið vel að málum frá upphafi. Stjórnsýslan á að starfa með faglegum hætti og gæta jafnræðis og meðalhófs enda er mikilvægt að gætt sé samræmis við ákvörðunartöku stjórnvalda.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun