Hatursfull umræða og svartur húmor Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. ágúst 2015 07:00 Íslendingar rita fordómafull ummæli um minnihlutahópa á spjallborði á netinu. fréttablaðið/pjetur Gestur spjallborðs sem Fréttablaðið hefur fjallað um í vikunni segir engan hatursáróður þar að finna heldur í versta falli hatursfulla umræðu. Á spjallborðinu er að finna ummæli Íslendinga sem níðast á flestum hugsanlegum minnihlutahópum. Spjallborðsgesturinn segir ummælin sögð í hálfkæringi í þessum menningarkima internetsins. Hann segir fólk blása upp skoðanir sínar til þess að hneyksla og vekja hlátur. Gesturinn segir að spjallborðsgestir taki dæmi, til dæmis um að blökkumenn séu með meiri glæpahneigð en hvítt fólk, sem hann segir satt samkvæmt opinberum bandarískum tölum, og ýki það upp án þess að vera á móti blökkumönnum.Sjá einnig: Íslendingar deila hatursáróðri á spjallborðiGuðrún PétursdóttirHann segir ýkjurnar svo settar fram á öfgafullan hátt með orðalagi sem þætti ekki í lagi annars staðar á netinu. Gesturinn segir þetta án efa smekklaust en hluta af menningu spjallborðsins. Guðrún Pétursdóttir félagsfræðingur er ekki sammála fullyrðingu spjallborðsgestsins um glæpahneigð blökkumanna og kallar hana steypu. Fredrick Brennan„Þetta er margútskýrt. Þegar yfirvöld beina sjónum sínum að ákveðnum hóp svona mikið endurspegla tölurnar það. Ef þú stoppar bara svarta menn sem keyra of hratt sýnir tölfræðin að svartir keyra hraðar en hvítir,“ segir Guðrún.Sjá einnig: Skaðlegt að loka á hatursáróðurssíðu „Meirihlutinn hefur byggt upp kerfi sem reynir að viðhalda stöðunni. Ég held að glæpatíðni sé ekki hærri hjá svörtu fólki heldur handtökurnar,“ segir Guðrún og bætir við að kerfið bæli minnihlutahópa niður og haldi þeim í áframhaldandi þrælahaldi, meðal annars með því að taka af þeim félagsleg réttindi eins og kosningarétt, sem maður missir við afbrot. Gesturinn segir spjallborðið vettvang til að ræða hin og þessi mál án þess að þaggað sé niður í fólki og segir innihaldið svartan húmor og kaldhæðni með hugmyndafræðilegum undirtónum. Eigandi spjallborðsins sem Íslendingarnir sækja, Fredrick Brennan, segir hatursáróður og kynþáttafordóma ekki brjóta gegn reglum síðu sinnar. Á síðunni getur hver sem er stofnað spjallborð um nærri hvað sem er á hvaða tungumáli sem er. Aðspurður hvort eitthvað sé bannað segir Brennan svo vera. „Barnaklám og sumt höfundarréttarvarið efni er tekið niður af síðunni.“ Hann segist þó ekki geta fylgst með allri umræðu á síðu sinni og hvort hún sé lögleg í landi þeirra sem á síðuna skrifa. „Ég hef ekki tíma til að fylgjast með kjánalegum lögum heimsins. Vissir þú að það er ólöglegt að vera feitur í Japan?“ spyr Brennan, þegar hann er spurður hvort hann viti að hatursáróður sé ólöglegur á Íslandi. Tengdar fréttir Skaðlegt að loka á hatursáróðurssíðu Helgi Hrafn Gunnarsson segir í skásta falli gagnslaust að loka á hatursáróðurssíður og í versta falli skaðlegt. Hann segir síðurnar spretta upp aftur sé þeim lokað. Eigandi síðu sem hýsir íslenskt hatursáróðursspjallborð segir rasisma löglegan. 12. ágúst 2015 07:00 Íslendingar deila hatursáróðri á spjallborði Íslendingar skrifa nafnlaus ummæli á spjallborði hýstu á erlendri síðu. Hatursáróður gegn konum, hinsegin fólki, múslimum og fleiri hópum er áberandi á síðunni. Óljóst er hvort hægt sé að loka umræddri síðu. 10. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Sjá meira
Gestur spjallborðs sem Fréttablaðið hefur fjallað um í vikunni segir engan hatursáróður þar að finna heldur í versta falli hatursfulla umræðu. Á spjallborðinu er að finna ummæli Íslendinga sem níðast á flestum hugsanlegum minnihlutahópum. Spjallborðsgesturinn segir ummælin sögð í hálfkæringi í þessum menningarkima internetsins. Hann segir fólk blása upp skoðanir sínar til þess að hneyksla og vekja hlátur. Gesturinn segir að spjallborðsgestir taki dæmi, til dæmis um að blökkumenn séu með meiri glæpahneigð en hvítt fólk, sem hann segir satt samkvæmt opinberum bandarískum tölum, og ýki það upp án þess að vera á móti blökkumönnum.Sjá einnig: Íslendingar deila hatursáróðri á spjallborðiGuðrún PétursdóttirHann segir ýkjurnar svo settar fram á öfgafullan hátt með orðalagi sem þætti ekki í lagi annars staðar á netinu. Gesturinn segir þetta án efa smekklaust en hluta af menningu spjallborðsins. Guðrún Pétursdóttir félagsfræðingur er ekki sammála fullyrðingu spjallborðsgestsins um glæpahneigð blökkumanna og kallar hana steypu. Fredrick Brennan„Þetta er margútskýrt. Þegar yfirvöld beina sjónum sínum að ákveðnum hóp svona mikið endurspegla tölurnar það. Ef þú stoppar bara svarta menn sem keyra of hratt sýnir tölfræðin að svartir keyra hraðar en hvítir,“ segir Guðrún.Sjá einnig: Skaðlegt að loka á hatursáróðurssíðu „Meirihlutinn hefur byggt upp kerfi sem reynir að viðhalda stöðunni. Ég held að glæpatíðni sé ekki hærri hjá svörtu fólki heldur handtökurnar,“ segir Guðrún og bætir við að kerfið bæli minnihlutahópa niður og haldi þeim í áframhaldandi þrælahaldi, meðal annars með því að taka af þeim félagsleg réttindi eins og kosningarétt, sem maður missir við afbrot. Gesturinn segir spjallborðið vettvang til að ræða hin og þessi mál án þess að þaggað sé niður í fólki og segir innihaldið svartan húmor og kaldhæðni með hugmyndafræðilegum undirtónum. Eigandi spjallborðsins sem Íslendingarnir sækja, Fredrick Brennan, segir hatursáróður og kynþáttafordóma ekki brjóta gegn reglum síðu sinnar. Á síðunni getur hver sem er stofnað spjallborð um nærri hvað sem er á hvaða tungumáli sem er. Aðspurður hvort eitthvað sé bannað segir Brennan svo vera. „Barnaklám og sumt höfundarréttarvarið efni er tekið niður af síðunni.“ Hann segist þó ekki geta fylgst með allri umræðu á síðu sinni og hvort hún sé lögleg í landi þeirra sem á síðuna skrifa. „Ég hef ekki tíma til að fylgjast með kjánalegum lögum heimsins. Vissir þú að það er ólöglegt að vera feitur í Japan?“ spyr Brennan, þegar hann er spurður hvort hann viti að hatursáróður sé ólöglegur á Íslandi.
Tengdar fréttir Skaðlegt að loka á hatursáróðurssíðu Helgi Hrafn Gunnarsson segir í skásta falli gagnslaust að loka á hatursáróðurssíður og í versta falli skaðlegt. Hann segir síðurnar spretta upp aftur sé þeim lokað. Eigandi síðu sem hýsir íslenskt hatursáróðursspjallborð segir rasisma löglegan. 12. ágúst 2015 07:00 Íslendingar deila hatursáróðri á spjallborði Íslendingar skrifa nafnlaus ummæli á spjallborði hýstu á erlendri síðu. Hatursáróður gegn konum, hinsegin fólki, múslimum og fleiri hópum er áberandi á síðunni. Óljóst er hvort hægt sé að loka umræddri síðu. 10. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Sjá meira
Skaðlegt að loka á hatursáróðurssíðu Helgi Hrafn Gunnarsson segir í skásta falli gagnslaust að loka á hatursáróðurssíður og í versta falli skaðlegt. Hann segir síðurnar spretta upp aftur sé þeim lokað. Eigandi síðu sem hýsir íslenskt hatursáróðursspjallborð segir rasisma löglegan. 12. ágúst 2015 07:00
Íslendingar deila hatursáróðri á spjallborði Íslendingar skrifa nafnlaus ummæli á spjallborði hýstu á erlendri síðu. Hatursáróður gegn konum, hinsegin fólki, múslimum og fleiri hópum er áberandi á síðunni. Óljóst er hvort hægt sé að loka umræddri síðu. 10. ágúst 2015 07:00