Þvinganir gætu komið Íslandi verst Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. ágúst 2015 07:00 Rússar hafa bætt fimm ríkjum á bannlista sinn. nordicphotos/AFP „Ef um er að ræða algert bann við innflutningi matvæla til Rússlands, þar með talið sjávarfangs, þá eru það mjög alvarleg tíðindi fyrir okkur Íslendinga,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Í gær bætti Rússland Íslandi á lista yfir þjóðir sem falla undir viðskiptabann þeirra. Albaníu, Svartfjallalandi, Úkraínu og Liechtenstein var einnig bætt á listann. Rússland setti síðast viðskiptabann á Ísland árið 1949 þegar Ísland gekk í Atlantshafsbandalagið. Það bann varði í fimm ár. Á þessum tímapunkti eru stjórnvöld að afla upplýsinga um eðli bannsins og munu leita allra leiða til að bregðast við því. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Anton V. Vasilíjev, sendiherra Rússlands, ræddust við á óformlegum fundi í gær.Bjarni BenediktssonBjarni segir að líklega muni bannið koma Íslendingum mun verr en nokkurri annarri Evrópuþjóð sem stendur að banninu enda sé hlutfall útfluttra matvara til Rússlands hæst hjá Íslendingum. Rússar hafa beitt Evrópusambandið, Bandaríkin og önnur ríki banni í rúmlega ár en viðskiptabannið er tilkomið vegna þvingunaraðgerða Vesturlanda gegn Rússlandi. Ýmis ríki hafa tekið upp á því að veita þeim fyrirtækjum sem verða fyrir skaða vegna viðskiptabannsins aðstoð. ESB hefur til að mynda í rúmt ár veitt bændum innan sambandsins sérstaka fjárhagsaðstoð vegna viðskiptabanns Rússlands. Framkvæmdastjórn ESB hefur varið rúmlega 155 milljónum evra í aðstoð til framleiðenda vegna viðskiptabannsins. Bjarni útilokar ekki slíkar aðgerðir á Íslandi. „Það er ólíku saman að jafna þegar Evrópusambandið deilir úr digrum sjóðum sínum vegna þess takmarkaða tjóns sem verður fyrir einstaka aðildarríki eða fyrir okkur Íslendinga að taka á okkur allt höggið sjálf,“ segir hann. „Bæði kann tjónið að vera meira hér ef við erum að ræða algert innflutningsbann og við erum ekki að deila því með neinum, heldur værum við að taka það allt á okkur sjálf,“ segir Bjarni og bendir á að Ísland sé í einkennilegri stöðu þar sem þvingunaraðgerðirnar sem Ísland taki þátt í með ESB útiloki makrílútflutning á Rússlandsmarkað en á sama tíma sé ESB með átján prósenta toll á innflutning á makríl frá Íslandi. „Það hlýtur að vera eitthvað sem þarf að skoða.“ Viðskiptabann Rússlands hefur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þjóðir sem stunda fiskútflutning en útflutningur á fiski frá Noregi til Rússlands fór úr 97 þúsund tonnum árið 2013 í 42 þúsund tonn ári seinna eftir að viðskiptabann var sett á Noreg síðla árs 2014. „Ég hef ávallt verið hugsi yfir þessum þvingunaraðgerðum,“ segir Bjarni. „Í fyrsta lagi finnst mér það álitamál hvort þær séu óaðskiljanlegur hluti af því að fordæma framferði Rússa í Úkraínu sem við höfum gert með skýrum hætti. Í öðru lagi má hafa efasemdir hvaða virkni viðskiptaþvinganir hafa haft í sögulegu samhengi og hverju þær skila í þessu tilviki. Í þriðja lagi þá finnst mér að við getum með ýmsum öðrum hætti komið á framfæri okkar sjónarmiðum varðandi framferði Rússa og eftir atvikum gert það þannig að efnahagslegir hagsmunir séu hafðir til hliðsjónar í því samhengi.“ Þrátt fyrir þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum Vesturlanda gegn Rússlandi eru þær afskaplega takmarkaðar af Íslands hálfu. Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
„Ef um er að ræða algert bann við innflutningi matvæla til Rússlands, þar með talið sjávarfangs, þá eru það mjög alvarleg tíðindi fyrir okkur Íslendinga,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Í gær bætti Rússland Íslandi á lista yfir þjóðir sem falla undir viðskiptabann þeirra. Albaníu, Svartfjallalandi, Úkraínu og Liechtenstein var einnig bætt á listann. Rússland setti síðast viðskiptabann á Ísland árið 1949 þegar Ísland gekk í Atlantshafsbandalagið. Það bann varði í fimm ár. Á þessum tímapunkti eru stjórnvöld að afla upplýsinga um eðli bannsins og munu leita allra leiða til að bregðast við því. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Anton V. Vasilíjev, sendiherra Rússlands, ræddust við á óformlegum fundi í gær.Bjarni BenediktssonBjarni segir að líklega muni bannið koma Íslendingum mun verr en nokkurri annarri Evrópuþjóð sem stendur að banninu enda sé hlutfall útfluttra matvara til Rússlands hæst hjá Íslendingum. Rússar hafa beitt Evrópusambandið, Bandaríkin og önnur ríki banni í rúmlega ár en viðskiptabannið er tilkomið vegna þvingunaraðgerða Vesturlanda gegn Rússlandi. Ýmis ríki hafa tekið upp á því að veita þeim fyrirtækjum sem verða fyrir skaða vegna viðskiptabannsins aðstoð. ESB hefur til að mynda í rúmt ár veitt bændum innan sambandsins sérstaka fjárhagsaðstoð vegna viðskiptabanns Rússlands. Framkvæmdastjórn ESB hefur varið rúmlega 155 milljónum evra í aðstoð til framleiðenda vegna viðskiptabannsins. Bjarni útilokar ekki slíkar aðgerðir á Íslandi. „Það er ólíku saman að jafna þegar Evrópusambandið deilir úr digrum sjóðum sínum vegna þess takmarkaða tjóns sem verður fyrir einstaka aðildarríki eða fyrir okkur Íslendinga að taka á okkur allt höggið sjálf,“ segir hann. „Bæði kann tjónið að vera meira hér ef við erum að ræða algert innflutningsbann og við erum ekki að deila því með neinum, heldur værum við að taka það allt á okkur sjálf,“ segir Bjarni og bendir á að Ísland sé í einkennilegri stöðu þar sem þvingunaraðgerðirnar sem Ísland taki þátt í með ESB útiloki makrílútflutning á Rússlandsmarkað en á sama tíma sé ESB með átján prósenta toll á innflutning á makríl frá Íslandi. „Það hlýtur að vera eitthvað sem þarf að skoða.“ Viðskiptabann Rússlands hefur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þjóðir sem stunda fiskútflutning en útflutningur á fiski frá Noregi til Rússlands fór úr 97 þúsund tonnum árið 2013 í 42 þúsund tonn ári seinna eftir að viðskiptabann var sett á Noreg síðla árs 2014. „Ég hef ávallt verið hugsi yfir þessum þvingunaraðgerðum,“ segir Bjarni. „Í fyrsta lagi finnst mér það álitamál hvort þær séu óaðskiljanlegur hluti af því að fordæma framferði Rússa í Úkraínu sem við höfum gert með skýrum hætti. Í öðru lagi má hafa efasemdir hvaða virkni viðskiptaþvinganir hafa haft í sögulegu samhengi og hverju þær skila í þessu tilviki. Í þriðja lagi þá finnst mér að við getum með ýmsum öðrum hætti komið á framfæri okkar sjónarmiðum varðandi framferði Rússa og eftir atvikum gert það þannig að efnahagslegir hagsmunir séu hafðir til hliðsjónar í því samhengi.“ Þrátt fyrir þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum Vesturlanda gegn Rússlandi eru þær afskaplega takmarkaðar af Íslands hálfu.
Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira